Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 30
heföi mátt merkja við („smella á“) valmöguleikann „streitu- áreiti í daglegu lífi“. Með slíkri stöðlun mætti láta tölvuna leita í öllum sjúkraskrám þeirra sem lögðust inn á ákveðnu tímabili á lyflæknisdeildir stofnunar X, að textanum „streitu- áreiti í daglegu lífi“ undir Gordonlykli nr. 10. Enn auðveld- ara og fljótlegra væri fyrir tölvuna að framkvæma slíka fyrir- spurn ef hugtakið „streituáreiti í daglegu lífi“ hefði ákveðinn undirkóða sem skráðist sjálfkrafa þegar merkt væri við hugtakið „streituáreiti í daglegu lífi" í tölvunni. Kóðinn væri jafnvel ósýnilegur hjúkrunarfræðingnum sem skráir en í stað „streituáreiti í daglegu lífi“, sem var valið, skráðist kóðinn (t.d. ,,ST7“) í sjúkraskrá einstaklingsins, kóði sem alls staðar þýddi „streituáreiti í daglegu lífi“ hvort sem væri í hjúkrun, læknisfræði, á sjúkrastofnun eða heilsugæslu, á íslandi eða sem víðast um heim. Þannig geta rafræn skráningarkerfi, sem byggjast á kóðuðum upplýsingum, einnig stuðlað að því að unnt sé að bera saman staðlaðar heilsufarsupplýsingar á milli sjúklingahópa, á milli deilda og stofnana sem og á milli landa. Með samræmdri rafrænni skráningu allra heil- brigðisstétta má sjá fyrir þá gríðarlegu möguleika sem skapast við öflun upplýsinga sem nýtast megi klínísku starfi, kennslu, stjórnun og rannsóknum, ekki bara á landsvísu heldur jafnvel á heimsvísu. Kóðuð flokkunarkerfi innan hjúkrunar og nauðsyn áframhaldandi vinnu Dæmið, sem fór hér á undan, var vísvitandi tekið um flokkunarkerfi innan hjúkrunar því að hugtök, sem skráð eru, hafa ekki enn verið stöðluð eða kóðuð á viðurkenndan hátt (sjá þó dæmi um staðlaða rafræna upplýsingasöfnun skv. regium Gordon í grein eftir Johnson (2000)). Þó fyrrgreint dæmi sýni mikla einföldun á flóknu efni sýnir það vonandi hversu mikils virði það er fyrir alla klíníska vinnu og rannsóknir í hjúkrun ef hjúkrunarupplýs- ingar sem og önnur skráning í hjúkrun væru skráðar á staðlaðan hátt samkvæmt viðurkenndum flokkunarkerfum og væru kóðanlegar eins og að framan er lýst. Hjúkrun býr þó að því að mikil vinna hefur verið lögð í stöðlun og kóðun hjúkrunargreiningar, hjúkrunarmeðferðar og árangur hjúkrunarmeðferðar. Ýmis flokkunarkerfi hafa verið samin, en í kröfugerð heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytis um rafræna sjúkraskrá kemur fram sú krafa að við skráningu hjúkrunarupplýsinga verði notað NANDA- flokkunarkerfið fyrir hjúkrunargreiningu, NIC (Nursing Intervention Classification) fyrir hjúkrunarmeðferð og NOC (Nursing Outcomes Classification) fyrir árangur hjúkrunar- meðferðar. NANDA- og NlC-flokkunarkerfin hafa náð mikilli fótfestu í skráningu hjúkrunarupplýsinga bæði hérlendis og erlendis, sérstaklega vestanhafs, og NOC-kerfið er í örri þróun. Nýlega var gefin út bók (Johnson og fl., 2000) sem inniheldur öll þrjú flokkunarkerfin og tengingarnar á milli þeirra, tengingar sem veita þessum flokkunarkerfum 30 ákveðna sérstöðu umfram önnur í hjúkrun og munu í rafrænni skráningu t.d. geta leitt hjúkrunarfræðinga frá greiningu að meðferðarvali og á svipaðan hátt að árangursmati. Eins gera slíkar tengingar mögulegt að leita svara við flóknari spurningum í úrvinnslu rafrænna gagna og upplýsinga, t.d. þegar um er að ræða ákveðna hjúkr- unargreiningu, veitir tiltekin hjúkrunarmeðferð betri árangur en önnur? Samkvæmt kröfugerð heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins og skv. þarfagreiningu um rafræna sjúkra- skrá sem er í vinnslu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (sjá http://www.rsp.is/hjukstjo/skraning_hjuk/tharfir_0202.doc) eru og verða þessi flokkunarkerfi undirstaða kóðaðra hjúkrunarupplýsinga í rafrænni sjúkraskrá á íslandi. Öll þrjú kerfin eru fyrst og fremst flokkunarkerfi sem ekki voru hönnuð upphaflega með tölvuvæðingu í huga (Button og fl., 1998). Enn er því verk að vinna svo flokkunarkerfin innihaldi öll þau hugtök sem hjúkrun þarf á að halda til nauðsynlegrar hjúkrunarskráningar (Henry og Mead, 1997) og svo þau uppfylli kröfur sem gera þarf til kóðunarkerfa til notkunar í rafrænum sjúkraskrám (Button og fl., 1998; Henry og Mead, 1997). Enn fremur er verk að vinna við aðlögun þessara flokkunarkerfa að skráningarþörfum og starfsumhverfi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt rannsóknum Ástu Thoroddsen, sem hefur með rannsóknum sínum og ötulu starfi að þessum málum hjúkrunar, bæði á íslandi og í beinu samstarfi við þróunaraðila NIC- og NOC- flokkunarkerfanna við háskólann í lowa í Bandaríkjunum, er skoðun margra íslenskra hjúkrunarfræðinga að erlend flokkunarkerfi í hjúkrun á borð við NANDA endurspegli ekki nægilega vel íslenskan menningarheim (Ásta Thoroddsen, Landlæknisembættið, 1999). I riti Landlæknisembættisins (1999) vitnar Ásta í rannsókn sína frá 1996 sem leiddi í Ijós að aðeins rúmlega 50% hjúkrunargreininga voru skráðar í NANDA-kerfinu. Rafræn sjúkraskrá skv. hugmyndastefnu og þarfagreiningu Landspítala - háskólasjúkrahúss hyggst m.a. bjóða hjúkrunarfræðingum upp á val hjúkrunargrein- inga byggt á undangenginni upplýsingaskráningu. Slíkt fyrirkomulag ætti að geta bætt verulega úr skráningu, sérstaklega þegar þannig tengjast greining (NANDA), meðferð (NIC) og árangursmat (NOC) í hjúkrun. Til að hjúkrunarskráning skv. þessum erlent ættuðu flokkunarkerfum endurspegli þarfir hjúkrunar á íslandi og uppfylli kröfur, sem gera má og gera þarf til rafrænnar sjúkraskrár, er afar mikilvægt að allir íslenskir hjúkrunar- fræðingar kynni sér vel NANDA-, NIC- og NOC-flokkunar- kerfin, lagi sig að notkun þeirra og skrásetji þá annmarka sem greinast á notkun þeirra í íslensku heilbrigðisumhverfi. Umsjónarmenn flokkunarkerfanna eru ætíð opnir fyrir athugasemdum sem komið geta að gagni við endurbætur og alþjóðavæðingu kerfanna (Bulechek og McCloskey, 1997) enda er stefna þeirra að flokkunarkerfin nái sem Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.