Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 33
Ingibjörg Þórhallsdóttir, MA, M.Sc. hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á samskipta- og gagnagrunnssviði íslenskrar erfðagreiningar Ef spurningin er móðir þekkingarinnar, hver er þá faðirinn? Hugleiðingar um gagnagrunn á heilbrigðissviði Inngangur Lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði voru samþykkt á Alþingi í desember 1998 og í janúar 2000 fékk íslensk erfða- greining leyfi til að byggja upp og starfrækja miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði (MGH) til tólf ára. Markmiðin með starfrækslu gagnagrunnsins eru að auka þekkingu í heilbrigðisvísind- um, þróa nýjar og árangursríkari aðferðir fyrir heilsueflingu, spá fyrir um sjúkdóma, greiningu þeirra og meðferð og að leita hagkvæmustu leiða til að reka heilbrigðiskerfið. Þessum markmiðum verður ekki náð í bráð nema íslensk erfðagreining (ÍE) stuðli að rafrænni meðferð heilsufarsupplýsinga. Þess vegna mun ÍE standa straum af kostnaði við að setja upp rafræna sjúkraskrá sem uppfyllir kröfulýsingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins (HTR) á þeim stofnunum sem gera samning við fyrirtækið. Eftir að rekstrarleyfið var í höfn hefur starfsfólk Islenskrar erfðagreiningar undirbúið gerð og starfrækslu MGH. Auk skilgreiningar og hönnunar á gagnagrunninum hefur tímanum verið varið í margvíslega undirbúningsvinnu svo og til kynningar á MGH fyrir stjórnum og starfsfólki heilbrigðisstofnana víðs vegar um landið. Fyrstu samningar við heilbrigðisstofnanir um undirbúning og flutning heilb- rigðisgagna voru undirritaðir í desember 2000. í þessari grein ætla ég aðallega að fjalla um algengan misskilning varðandi MGH sem ég hef rekið mig á í tengslum við kynningar á heilbrigðisstofnunum og í fjöl- miðlum. Settar verða fram algengar fullyrðingar sem virð- ast byggðar á misskilningi og tilraun gerð til að varpa Ijósi á það sem sannara reynist. í lokin verður síðan rætt um almennan ávinning af MGH fyrir heilbrigðiskerfið. Gagnagrunnar á heilbrigðissviði Þróun í upplýsingatækni hefur fleygt fram á síðustu árum. Samfara henni hafa aukist möguleikar á flókinni vinnslu upplýsinga af ýmsu tagi. Þetta á ekki síst við um heil- brigðisupplýsingar. Eftir því sem tæknin hefur þróast hafa orðið til umfangsmiklir gagnagrunnar á heilbrigðissviði í tengslum við heilbrigðisþjónustu. Tilurð þeirra flestra bæði hér á landi og í útlöndum tengist fyrst og fremst þörfum stjórnenda fyrir upplýsingar vegna stefnumótunar og áætlanagerðar en þeir hafa þó nýst í tengslum við ákveðnar rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Þessir gagna- grunnar hafa orðið til og verið notaðir til rannsókna í áraraðir að því er virðist án almennrar vitneskju. Það er fyrst með umræðu um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði á íslandi árið 1998 sem samtök hagsmuna- aðila og almenningur hér á landi og eriendis virðast átta sig á því að kerfisbundin söfnun heilbrigðisgagna á einn stað geti og hafi átt sér stað og geti haft í för með sér jákvæðar og neikvæðar afleiðingar. Sennilega hafa fá mál, sem lögð hafa verið fyrir Alþingi íslendinga, fengið eins mikla og almenna umræðu og lagafrumvarp um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og í fáum málum hefur gætt eins mikils misskilnings og jafnvel rangfærslna. Hér verða nú raktar nokkrar algengar fullyrðingar sem höfundur telur að byggist á misskilningi. 1. Það er óeðlilegt að veita einu fyrirtæki einkarétt til rannsókna á heilbrigðissviði. Þessi fullyrðing er byggð á misskilningi. í fyrsta lagi eru nú þegar til á íslenskum heilbrigðisstofnunum gagnagrunnar og pappírsgögn með heilbrigðisupplýsingum af ýmsu tagi. Þessir gagnagrunnar verða til áfram á sínum uppruna- stöðum og eiga eingöngu eftir að aukast að vöxtum með notkun þverfaglegrar rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðis- starfsmenn geta sem fyrr notað gagnagrunna sinna stofn- ana til rannsókna að uppfylltum skilyrðum um vísindarann- sóknir samkvæmt lögum og reglugerðum (1989, 1999) sem eru alls ótengd miðlægum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði. Samkvæmt rekstrarleyfi um miðlægan gagnagrunn er ÍE heimilt að stofna og starfrækja miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisstofnanir, sem hafa gert samning við íslenska erfðagreiningu um afritun gagna, hafa aðgang að gagnagrunninum án gjald- töku. Aðrir aðilar geta keypt sér óbeinan aðgang að gagnagrunninum til sinna rannsókna. Allir sem hafa aðgang að gögnum hafa hann í samræmi við reglur stjórn- 33 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.