Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 36
legum upplýsingum sem fyrirtækið hefur í aðskildum gagnagrunni. Þessar upplýsingar verða ekki samkeyrðar við MGH eða aðra gagnagrunna án tilskilinna leyfa og samþykkis. 5. Það er hætta á að upplýsingar úr MGH verði mis- notaðar af tryggingafélögum og af vinnuveitendum Það er óhæft að fullyrða að þau gögn, sem verða hýst í MGH, eru þar síst aðgengileg þeim sem vilja misnota þau. Ljóst er að þau verða mun aðgengilegri annars staðar. Á heilbrigðisstofnunum verða þessi gögn geymd áfram undir nafni og kennitölu þó svo að umbætur verði á geymslustað og aðgengi gagnanna. í MGH verður öryggi gagnanna tryggt með ýtarlegum hætti bæði með endurtekinni dul- kóðun í umsjá Þersónuverndar (fulltrúi ríkisvaldsins), með aðgangstakmörkunum bæði í tölvubúnaði og húsnæði og með lögum og reglugerðum. Hjá ÍE er allt lagt að veði hvað varðar vandaða og ábyrga meðferð gagnanna sem þó eru ópersónugreinanleg. Það væri beinlínis heimskulegt fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess að stofna rekstrargrundvelli fyrirtækisins og atvinnuöryggi starfsmanna í voða með að reyna ólöglega notkun gagnagrunnsins. 6. Það er siðferðilega rangt að dulkóða kennitölur þannig að ekki sé hægt að vara einstakling við ef eitthvað er að í fullyrðingu af þessu tagi kemur enn fram misskilningur. Hlutverk þeirra sem nota rannsóknagagnagrunn á borð við MGH er að afla þekkingar, sem byggir á uppsafnaðri reynslu margra einstaklinga, og sannreyna réttmæti hennar. Að því loknu birta þeir niðurstöður sínar og um leið er sá möguleiki fyrir hendi að heilbrigðisstarfsmenn nýti þessa þekkingu í sínu starfi. Sérhver heilbrigðisstofnun mun hafa sinn eigin klíníska gagnagrunn, sem byggir á rafrænum sjúkraskrám og þar er að finna ítarlegri upplýs- ingar um sjúklingana sem einstaklinga en er að finna í MGH. Með leit í sjúkraskrárkerfum heilbrigðisstofnana getur læknir eða annar meðferðaraðili fundið þá einstakl- inga sem eru með áhættuþætti eða heilbrigðisvandamál sem tengjast niðurstöðum rannsókna úr MGH og getur gert viðeigandi ráðstafanir. Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði, áhrif og ávinningur Árið 1997 gaf HTR út stefnu sína í upplýsingamálum í heilbrigðiskerfinu. Meginmarkmið stefnunnar eru: „Að auka gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu með markvissri uppbyggingu og nýtingu upplýsingatækni. Að varðveisla og gæði gagna verði tryggð með viðeig- andi tækni og öryggisstöðlum. Að friðhelgi einkalífsins verði tryggð þegar ný tækni er innleidd 36 Að almenningur eigi kost á greiðum samskiptum við heilbrigðiskerfið og aðgengi að þjónustu og upplýsingum um heilbrigðiskerfið með aðstoð upplýsingatækni:" (1997) Þessum markmiðum verður ekki náð f náinni framtíð með núverandi fjárveitingum HTR til upplýsingamála í heil- brigðiskerfinu. Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði mun þó flýta fyrir því að þessum markmiðum verði náð því að kostnaður við sjúkraskrárkerfi, sem uppfyllir kröfulýs- ingu HTR (2000), verður borinn af ÍE gagnvart þeim stofnunum sem gera samning við fyrirtækið um flutning gagna í MGH. Ástæða þess að ÍE er tilbúið til að kosta upplýsingastefnu HTR að þessu leyti og gera hana að veruleika er að rafrænar sjúkraskrár, sem byggjast á kóðuðum upplýsingum, eru forsenda fyrir MGH og rannsóknavinnu almennt. Því má segja að rafræn skráning í hina dreifðu gagnagrunna muni bæta og flýta allri klínískri skráningu og jafnframt auka möguleika heilbrigðis- starfsfólks á að sinna eigin rannsóknum. ÍE hefur þróað öryggiskerfi fyrir persónuupplýsingar sem er betra en áður hefur þekkst á íslandi og jafnvel annars staðar. Það er nú til úttektar á vegum Persónu- verndar hjá óháðum erlendum aðila. Því má ætla að starfsemi ÍE eigi eftir að hafa áhrif á allt rannsóknaumhverfi á íslandi bæði til að auka rannsóknamöguleika og setja nýja öryggisstaðla um meðferð persónuupplýsinga. Þá má ekki gleyma því að umræðan um gagnagrunninn hefur getið af sér meiri þekkingu á meðferð upplýsinga og siðfræðilegum þáttum rannsókna en fyrir var í landinu bæði hjá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki. í klínískri vinnu má gera ráð fyrir að MGH hafi óbein áhrif, einkum sem tengjast rafrænni skráningu. Hún mun verða markvissari og fljótlegri auk þess sem gert er ráð fyrir því í kröfulýsingu HTR að hún innihaldi þekkingar- og viðvörunar- kerfi sem munu auka á öryggi í meðferð sjúklinga. MGH er líklegur til að auka rannsóknamöguleika fyrir hjúkrunarfræðinga. Það eru ekki margir gagnagrunnar í heiminum í dag sem safna kerfisbundið flokkuðum og kóðuðum heildstæðum gögnum sem varða hjúkrun. Rannsóknaefniviður verður því aðgengilegri fyrir hjúkrunar- fræðinga og samsetning MGH mun einnig hvetja til þvergfaglegra rannsókna og einfalda framkvæmd saman- burðarrannsókna. Ekki síst er þess vænst að samfara nýrri þekkingu selji ÍE lyfjafyrirtækjum sértækar upplýsingar til lyfjaþróunar sem verða til við úrvinnslu gagna úr einum eða fleiri gagnagrunnum á vegum fyrirtækisins og nái þannig til baka þeim kostnaði sem felst í stofnun og starfrækslu gagnagrunnsins. Þetta mun nýtast sjúklingum og sam- félaginu í heild í bættri greiningu og markvissari meðferð. Niðurstaða mín er því sú að MGH sé ekki sú ógn við öryggi og réttindi sjúklinga sem andstæðingar gagna- grunnsins hafa haldið á lofti. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.