Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 37
011 mannanna verk orka tvímælis. Tækni og þekking fela í sér tækifæri og ógnanir sem þarf að setja í siðferði- legan og lagalegan ramma sem hæfir tilefninu. Frelsi til þekkingarleitar er forsenda fyrir framþróun. Hvernig við notum þekkinguna er viðfangsefni sem samfélagið þarf að setja reglur um eins og annað. Sé gengið út frá því að spurningin sé móðir þekkingarinnar megum við ekki vera svo hrædd við afkvæmið að það komi í veg fyrir getnað. Heimildaskrá: Almenn kröfulýsing fyrir sjúkraskrárkerfi, des. 1999, HTR http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/Files/krofulysing1.pdf/Sfile/kr0fu- lýsingl .pdf A Guide for Businesses and Organizations to Canada's Personal Information Protection and Electronic Documents Act Personal Information Protection and Electronic Documents Act. The Privacy Commissioner of Canada, Jan 2001, http://www.priv- com.gc.ca/english/02_06_06_e.pdf Lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139 22. desember 1998 http://www.althingi.is/lagas/nuna/1998139.html Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77 23. maí 2000 http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000077.html Lög um réttindi sjúklinga nr. 74 28. maí 1997 http://www.althingi.is/lagas/nuna/1997074.html Protecting the Privacy of Patients Health Information, summary of the final Regulation, HHS Fact Sheet U.S. Department of Health and Human Services http://www.aspe.hhs.gov/admnsimp/pvcfact1.htm Reglugerð nr. 32/2000 um gagnagrunn á heilbrigðissviði. http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/pages/rg-gagngr Reglugerð nr. 552/1999 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/pages/rg-visindaranns Rekstrarleyfi til að gera og starfrækja miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/Files/rekstrarleyfi.pdf/Sfile/ rekstrarleyfi.pdf Tækni- öryggis- og skipulagsskilmálar tölvunefndar, jan. 2000 http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/Files/securitytarget.pdf/Sfile/ SecurityTarget.pdf '{'lAlltrÍAAþÍvlA Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldið dagana 17. og 18. maí 2001 á Grand hóteli, Sigtúni 38, og hefst kl. 9:00 Samkvæmt lögum félagsins fer fulltrúaþing með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið annað hvert ár. Allir félagsmenn eiga rétt á setu á fulltrúaþingi með málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisrétt eiga stjórn félagsins og kjörnir fulltrúar svæðisdeilda. Hver svæðis- deild skal eiga að lágmarki einn fulltrúa á fulltrúaþingi. Þegar félagatala deilda stendur á hálfu eða heilu hundraði fær hún næsta fulltrúa sinn. Fulltrúa á þingið þarf að kjósa svo og varamenn og eru það stjórnir svæðisdeilda sem bera ábyrgð á kjöri fulltrúa á fulltrúaþing. Þær skulu einnig samkvæmt lögum félagsins tilkynna kjörnum fulltrúum og varafulltrúum um kosningu þeirra og tímasetningu full- trúaþings með a.m.k. 6 vikna fyrirvara eða fyrir 2. apríl nk. Þá þurfa stjórnir svæðisdeilda að senda kjörbréf fulltrúa og varafulltrúa, sem réttilega hafa verið kjörnir til setu á þinginu, til stjórnar félagsins með sama fyrirvara. Málefni, sem óskast tekin fyrir á þinginu, þurfa að berast stjórn félagsins með a.m.k. 6 vikna fyrirvara, eigi síðar en 2. apríl, svo og skýrslur svæðisdeilda, fagdeilda og nefnda félagsins. Til að fulltrúaþing teljist lögmætt þarf að boða fulltrúa með a.m.k. 4 vikna fyrirvara eða fyrir 9. apríl og senda þeim málaskrá. Mikilvægt er að fulltrúar kynni sér vel málefni þingsins og mæti vel undirbúnir til leiks. Fundargerð fulltrúaþings verður send atkvæðisbær- um fulltrúum eigi síðar en 14. júní nk. og skulu athuga- semdir berast stjórn félagsins fyrir 28. júní. Þau mál, sem taka skal fyrir á fulltrúaþingi, eru: 1. Kosning fundarstjóra og ritara, eftir tilnefningu stjórnar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfstímabili. 3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. 4. Ákvörðun um félagsgjöld. 5. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar næsta starfstímabils. 6. Afgreiðsla starfsáætlunar næsta starfstímabils. 7. Lagabreytingar. 8. Staðfesting starfsreglna fyrir sjóði eða nefndir félagsins eða breytingar á þeim. 9. Kosning formanns. 10. Kosning annarra stjórnarmanna en formanns, þ.e. 1. og 2. varaformanns, gjaldkera, ritara og tveggja meðstjórnenda. 11. Kosning tveggja varamanna í stjórn. 12. Kosning tveggja endurskoðenda. 13. Kosning í nefndir félagsins. 14. Önnur mál. A.J.F. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 77. árg. 2001 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.