Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 45
Guðrún Guðnadóttir og Pálína Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingar Kynnisferð til Danmerkur Hugmynd að sögu- og minjasafni hjúkrunar á íslandi Aðdragandi þess að stjórn öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hóf að fjalla um að tímabært væri að hefja undirbúning að stofnun sögu- og minjasafns hjúkr- unar hér á landi var m.a. að við undirbúning 80 ára afmælis samtaka íslenskra hjúkrunarfræðinga á árinu 1999 var þeim Ijóst, sem í undirbúningsnefndinni voru, að brýnt væri að hefjast handa við söfnun og varðveislu gamalla muna og minja er tengjast hjúkrun á einn eða annan hátt ella gæti margt farið forgörðum sem ekki yrði bætt. í annan stað bárust spurnir af nýstofnuðu sögu- og minja- safni er danska hjúkrunarfélagið hafði opnað 27. ágúst 1999 í Kolding á Jótlandi, „Dansk Sygeplejehistorisk Museum", í tilefni af aldarafmæli félagsins. Stjórn öldungadeildar var einhuga um að setja sér það sem forgangsverkefni að hafist yrði handa um að koma slíku safni á fót hér á landi. Ljóst er að verkefnið er viðamikið og krefst vandaðs undirbúnings og hugmynd deiidarinnar er að tímabært sé að nota næsta áratug til undirbúnings. Stjórn deildarinnar kynnti þessa tillögu formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem tók hugmyndinni vel og hefur Ásta Möller, alþingismaður og fyrrverandi formaður félagsins, tekið að sér að veita þessu verkefni forystu og fagnar deildin þeirri ákvörðun. Áhugi okkar fyrir verkefninu vakti hjá okkur löngun til að skoða danska safnið og kynna okkur undirbúning og allar aðstæður við stofnun safnsins. Sóttum við um og fengum styrki til fararinnar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Kunnum við þessum aðilum alúðarþakkir fyrir. í kynnisferð þessa fóru í ágústmánuði sl. höfundar þessarar greinar. Heimsókn í sögu- og minjasafn danska hjúkrunar- félagsins í Kolding Þriðjudagurinn 22. ágúst sl. var bæði bjartur og fagur. Við vorum mættar kl. 10 að morgni við sögu- og minjasafn danska hjúkrunarfélagsins við Koldingfjörð. Daginn áður höfðum við ekið frá Kaupmannahöfn til Kolding sem er bær á Jótlandi og blasir við á vinstri hönd þegar farið er yfir Litlabeltisbrúna. Safnið og hótelið, sem við gistum á, er örlítið utan við bæinn og staðsett við Koldingfjörð í undurfögru umhverfi þar sem fjörðurinn og skógurinn gera staðinn mjög heill- andi og notalegan. Danska hjúkrunarfélagið (Dansk Syge- plejerád) á húsakynnin sem bæði hýsa safnið og stórt og glæsilegt hótel sem stendur rétt hjá og rekið er sem Radisson SAS hótel. Það er mjög vinsælt fyrir ráðstefnur og önnur stór mannamót en liggur e.t.v. of afskekkt til þess að hinn almenni ferðamaður eigi þar leið um. Hús þessi voru reist á árunum 1907 til 1911. Tildrögin voru þau að póstmeistari nokkur, Ejnar Holböll að nafni, fékk þá hugmynd að gefa út fyrsta jólamerkið sem vitað er um og skyldi ágóðinn renna til að byggja hæli fyrir berklaveik börn. Hæli þetta starfaði fram til ársins 1982 og var ávallt kennt við jólamerkin. Á árinu 1987 festi svo hjúkrunar- félagið kaup á eigninni ásamt stóru skógivöxnu landsvæði umhverfis byggingarnar. Hóteiið tók svo til starfa á árinu 1990 og er það, eins og fyrr segir, rekið undir merkjum Radisson SAS. Byggingar danska hjúkrunarfélagsins í Kolding. Safnið er til vinstri á myndinni og hótelið til hægri. Hugmyndin að safninu mun hafa vaknað á ofanverðum áttunda áratugnum og markmiðið var að hægt yrði að opna það á árinu 1999 þegar félagið yrði eitt hundrað ára. Rættist sá draumur því safnið var svo opnað 27. ágúst það ár. Undirbúningurinn og söfnunin tók um 12 ár. Þar sem félagið hafði starfað í eitt hundrað ár var löng og merkileg saga að baki, tengd hjúkrun og hjúkrunar- fræðingum. Mikið verk var að safna saman munum sem Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.