Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 55
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Réttur starfsmanna vegna ueikiiaÁa oa ■ Þann 24. október sl. var skrifað undir samkomulag milli Bandalags háskólamanna, BSRB og Kenn- arasambands íslands annars vegar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar, er varðar réttindi starfsmanna vegna veikinda og slysa og tilhögun í fæðingarorlofi. Samkomulagið tók gildi frá og með 1. janúar 2001 og gildir að auki um Félag íslenskra leikskólakennara. í síðasta tölublaði var gerð grein fyrir tilhögun í fæð- ingarorlofi og hér verður gerð grein fyrir réttindum vegna slysa og veikinda. 2.1 Tilkynningar, vottorð og útlagður kostnaður 2.1.1 Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Krefjast má læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem forstöðumanni/yfirmanni stofnunar þykir þörf á. 2.1.2 Ef starfsmaður kemur ekki til starfa vegna veikinda eða slyss í meira en 5 vinnudaga samfleytt skal hann sanna óvinnufærni sína með læknisvottorði. Ef um er að ræða endurteknar fjarvistir starfsmanns skal hann sanna óvinnufærni sína með læknisvottorði eftir nánari ákvörðun forstöðumanns/yfirmanns. 2.1.3 Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slyss um langan tíma skal hann endurnýja læknisvottorð sitt eftir nánari ákvörðun forstöðumanns/yfirmanns en þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Frá þessu má þó veita undanþágu eftir tillögu trúnaðarlæknis ef hann telur auð- sætt að um lengri veikindafjarvist verði að ræða. 2.1.4 Skylt er starfsmanni, sem er óvinnufær vegna veik- inda eða slyss, að gangast undir hverja þá venjulegu og viðurkenndu læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kann að telja nauðsynlega til þess að skorið verði úr hvort forföll séu lögmæt enda sé kostnaður vegna viðtals við lækni og nauðsynlegra læknisrannsókna greidd af vinnuveitanda. 2.1.5 Endurgreiða skal starfsmanni gjald vegna læknis- vottorða sem krafist er skv. gr. 2.1.1 -2.1.5. Sama gildir um viðtal hjá lækni þegar vottorðs er aflað. 2.1.6 Vinnuveitandi greiði starfsmanni þann kostnað sem starfsmaður hefur þurft að greiða vegna slyss á vinnustað og slysatryggingar almannatrygginga bæta ekki skv. 27. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar. 2.2 Réttur til launa vegna veikinda og slysa 2.2.1 Starfsmaður, sem ráðinn er til starfa á mánaðar- launum skv. gr. 1.1.1 í kjarasamningi í a.m.k. 2 mánuði, skal halda launum skv. gr. 2.2.6 - 2.2.7 svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum en hér segir: Starfstími: Fjöldi daga Fyrstu 3 mánuðir í starfi 14 Næstu 3 mánuðir í starfi 35 Eftir 6 mánuði í starfi 119 Eftir 1 ár í starfi 133 Eftir 7 ár í starfi 175 Við þessi réttindi bætist auk þess réttur til mánaðarlauna skv. gr. 1.1.1 i í kjarasamningi í 13 vikur eða 91 dag ef óvinnufærni stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi. Við þessi laun bætast ekki greiðslur skv. gr. 2.2.6 - 2.2.7. Starfstími: Fjöldi daga Eftir 12 ár í starfi 273 Eftir 18 ár í starfi 360 Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa. 2.2.2 Starfsmaður, sem ráðinn er í tímavinnu, sbr. þó gr. 2.2.3, eða er ráðinn skemur en 2 mánuði skal halda Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.