Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 59
möguleikum sem hjúkrunarfræðingar telja sig hafa til að uppfylla ákveðna þætti hjúkrunarstarfsins. Stuðningur frá samstarfsaðilum Mælikvarðinn, sem notaður var til að mæla hve mikinn stuðn- ing þátttakendur töldu sig fá frá samstarfsaðilum, er þýðing á mælikvarða sem saminn var af Wynne, Clarkin og McNieve (1992) fyrir rannsókn á vinnuálagi írskra hjúkrunarfræðinga2. Þar er spurt um stuðning sem mismunandi samstarfsstéttir veita hjúkrunarfræðingum. Hér er greint frá niðurstöðum á stuðningi frá öðrum hjúkrunarfræðingum, hjúkrunardeildar- stjórum, hjúkrunarstjórn, sjúkraliðum og læknum. Tafla 1 sýnir að hlutfallslega flestir þátttakendur sögð- ust fá mikinn eða nokkurn stuðning (78,5%) frá öðrum hjúkrunarfræðingum og rúm 50% sögðust fá nokkurn eða mikinn stuðning frá deildarstjórum, sjúkraliðum og læknum (sjá töflu 1). Tafla 1. Stuðningur í starfi frá ýmsum starfsstéttum að mati þátttakenda (N=219) Fjöldi Hlutfall (%) Hjúkrunarfræðingum Enginn stuðningur 6 2,7 Lítill stuðningur 16 7,3 Nokkur stuðningur 99 45,2 Mikill stuðningur 73 33,3 Vantar svar 25 11,4 Deildarstjórum Enginn stuðningur 7 3,2 Lítill stuðningur 25 11,4 Nokkur stuðningur 77 35,2 Mikill stuðningur 45 20,5 Vantar svar 65 29,7 Hjúkrunarstjórn Enginn stuðningur 55 25,1 Lítill stuðningur 57 26,0 Nokkur stuðningur 47 21,5 Mikill stuðningur 28 12,8 Vantar svar 32 14,6 Sjúkraliðum Enginn stuðningur 24 11,0 Lítill stuðningur 37 16,9 Nokkur stuðningur 90 41,1 Mikill stuðningur 24 11,0 Vantar svar 44 20,1 Læknum Enginn stuðningur 26 11,9 Lítill stuðningur 61 27,9 Nokkur stuðningur 87 39,7 Mikill stuðningur 24 11,0 Vantar svar 31 14,2 Samband bakgrunnsbreyta við stuðning frá samstarfs- aðilum Samanborið við aðra þátttakendur fannst hjúkrunar- fræðingum á hjúkrunar- og dvalarheimilum þeir fá minni stuðning frá öðrum hjúkrunarfræðingum (x2=16,83; df=3; p<0,001). Þriðjungi (33,4%) hjúkrunarfræðinga á hjúkr- unar- og dvalarheimilum fannst þeir fá engan eða lítinn stuðning frá öðrum hjúkrunarfræðingum samanborið við 8,2% annarra þátttakenda. Hjúkrunarfræðingum í heilsugæslu fannst þeir fá minni stuðning frá sjúkraliðum en öðrum þátttakendum (x2=9,23; df=3; p<0,05). Rúmum helmingi (55,0%) fannst þeir fá engan eða lítinn stuðning frá sjúkraliðum samanborið við tæpan þriðjung (32,3%) annarra þátttakenda. Á undirmönnuðum vinnustöðum fannst þátttakendum þeir fá meiri stuðning frá öðrum hjúkrunarfræðingum en á vinnustöðum þar sem ekki var undirmannað (%2=10,11; df=3; p<0,05). Þannig fannst 92,3% hjúkrunarfræðinga á undirmönnuðum vinnustöðum þeir fá nokkurn eða mikinn stuðning frá öðrum hjúkrunarfræðingum samanborið við 82,1% annarra þátttakenda. Aftur á móti fannst þátttak- endum á undirmönnuðum vinnustöðum þeir fá minni stuðning frá hjúkrunarstjórn (x2=15,38; df=3; p<0,001). Tæpum þriðjungi (31,3%) hjúkrunarfræðinga á undirmönn- uðum vinnustöðum fannst þeir fá nokkurn eða mikinn stuðning frá hjúkrunarstjórn samanborið við 59,6% þar sem ekki var undirmannað. Starfsaldur hafði áhrif á það hversu mikinn stuðning þátttakendum fannst þeir fá frá hjúkrunarstjórn í þá veru að því lengri sem starfsaldur var þeim mun meiri stuðning fundu þátttakendur frá hjúkrunarstjórn (x2=26,05; df=3; p<0,001). Þannig fannst 27,3% þeirra sem unnið höfðu við hjúkrun í 5 ár eða skemur þeir fá nokkurn eða mikinn stuðning frá hjúkrunarstjórn samanborið við 59,6% þeirra sem starfað höfðu í hjúkrun í 26 ár eða lengur. Sterk tengsl eru á milli stöðu þátttakenda og þess stuðnings sem þeir telja sig fá frá hjúkrunarstjórn Öc2=48,87; df=3; p<0,0001). Þannig finnst miklum meiri- hluta (72,9%) deildarstjóra þeir fá nokkurn eða mikinn stuðning frá hjúkrunarstjórn en aðeins 20,4% almennra hjúkrunarfræðinga. Starfsánægja Starfsánægja þátttakenda var mæld með sex spurninga- listum sem hver mælir einn eftirtalinna þátta: ánægju með starfið sjálft (18 spurningar), ánægju með deildarstjóra (18 spurningar), ánægju með hjúkrunarstjórn (18 spurningar), ánægju með laun (8 spurningar), ánægju með möguleika til stöðuhækkana (8 spurningar) og ánægju með sam- starfsmenn (18 spurningar). Spurningar buðu upp á fimm svarmöguleika: algeriega sammála, frekar sammála, óviss, frekar ósammála og algerlega ósammála. Hæsta mögu- lega skor á hverjum skala er 5 og lægsta 1 og gefur hærra 59 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.