Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 62
ingar um ofangreinda þætti er að fá í skýrslunni, en mark- tæknimörk voru á bilinu p<0,001 -0,05. Eins og við er að búast eru tengsl á milli stöðu þátttak- enda og þess hvaða þætti hjúkrunarstarfsins þeir telja sig hafa tækifæri til að þróa. Þannig fá stjórnendur, að eigin mati, aukin tækifæri til ákvarðanatöku og til þess að veita ráðgjöf en almennir hjúkrunarfræðingar. Almennir hjúkr- unarfræðingar telja sig hins vegar hafa frekar tækifæri til að veita umönnun. Mikill meirihluti deildarstjóra (89,2%) telur sig að miklu eða öllu leyti fá tækifæri til að þróa ákvarð- anatöku samanborið við 66,0% almennra hjúkrunarfræð- inga (%2 =11,85; df=3; p<0,01) Tæpir tveir þriðju (65,8%) deildarstjóra telja sig að miklu eða öllu leyti fá tækifæri til að þróa ráðgjöf samanborið við 46,0% almennra hjúkrun- arfræðinga (%2 =14,08; df=3; p<0,01). Aftur á móti telur mikill meirihluti almennra hjúkrunarfræðinga (89,2%) sig að miklu eða öllu leyti fá tækifæri til að þróa umönnun saman- borið við tæp 64,9% deildarstjóra (%2 =12,50; df=3; p<0,01). Samantekt og umræða Niðurstöður, sem hafa verið kynntar hér, eru um margt athyglisverðar og staðfesta margt í vinnuumhverfi hjúkr- unarfræðinga. Þátttakendur segjast fá mestan stuðning frá öðrum hjúkrunarfræðingum, þá frá deildarstjórum, sjúkraliðum og læknum og loks hlutfallslega minnstan stuðning frá hjúkr- unarstjórn. Þetta er í algeru samræmi við það hverjir eru helstu samstarfsaðilar hjúkrunarfræðinga. Stuðningur er margþætt fyrirbæri og er einn þáttur þess að uppfylla mikilsverðar mannlegar þarfir eins og þörf fyrir ástúð, umhyggju, viðurkenningu annarra, öryggi og félagsleg tengsl4. Niðurstöður könnunarinnar benda til að hjúkrunarfræðingar leiti eftir og fái þessum þörfum að ein- hverju leyti fullnægt hjá samstarfsfólki. Það endurspeglast í því að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunar- og dvalarheimilum segjast fá minni stuðning frá öðrum hjúkrunarfræðingum en hjúkrunarfræðingar starfandi annars staðar og að hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu segjast fá minni stuðning frá sjúkraliðum en hjúkrunarfræðingar sem starfa ekki í heilsugæslu. Vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga á hjúkr- unar- og dvalarheimilum er þannig að þar starfa færri hjúkrunarfræðingar saman á vakt en víða annars staðar. Sama á við um sjúkraliða sem samstarfsmenn hjúkrunar- fræðinga í heilsugæslu miðað við á öðrum stofnunum, en hjúkrunarfræðingar starfa minna með sjúkraliðum í heilsu- gæslu en víða annars staðar. ítarlegri rannsóknir þarf þó að vinna til að álykta mikið um þessa þætti. Niðurstöður könnunarinnar benda til að hjúkrunarfræð- ingum sé mikilsvert að fá viðurkenningu fyrir störf sín og að vera öruggir í vinnu. Það kemur fram í því að þau atriði, sem þeir eru óánægðastir með í fari deildarstjóra, eru þegar deildarstjórinn veitir ekki nægilega handleiðslu, lætur 62 hjúkrunarfræðinginn afskiptalausan og segir honum ekki hvernig hann stendur sig. Þetta er mikilsverð ábending til deildarstjóra sem hjúkrunarfræðingar eru þó frekar ánægðir með samkvæmt könnuninni. Almennt voru þátttakendur nokkuð sáttir við hjúkrunar- stjórn. Hins vegar sagðist rúmur helmingur (51,1%) þeirra lítinn eða engan stuðning fá frá hjúkrunarstjórn og skar sú niðurstaða sig nokkuð úr því sem þátttakendur sögðu almennt um stuðning frá samstarfsfólki. Á hitt ber þó að líta að helstu samstarfsmenn hjúkrunarstjórnenda eru deildarstjórar og þeir greina frá miklum stuðningi frá hjúkr- unarstjórn. Athyglisvert er að hjúkrunarfræðingar á undir- mönnuðum vinnustöðum greina frá marktækt minni stuðn- ingi frá hjúkrunarstjórn en hinir sem vinna á vinnustöðum með næga mönnun. Þetta bendir til þess að hjúkrunar- stjórnendur undirmannaðra vinnustaða beini kröftum sínum að stjórnun og því að halda starfseminni gangandi. Minni gaumur er hugsanlega gefinn að hjúkrunarfræðing- um sem standa vaktina og þarfnast þess trúlega að fá jákvæða styrkingu frá sínum yfirmönnum. Þátttakendur voru langóánægðastir með möguleika til stöðuhækkana og með laun. Sú niðurstaða kemur ekki á óvart. Möguleikar til stöðuhækkana hafa ekki verið miklir í hjúkrun. Það á sérstaklega við um hjúkrunarfræðinga í klínísku starfi og er alþekkt. Þegar könnunin var fram- kvæmd um mitt ár 1999 er þróun framgangskerfis hjúkr- unarfræðinga komin vel á veg á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítala og var í vinnslu á öðrum stofnunum. Fram- gangskerfinu er m.a. ætlað að koma til móts við þarfir hjúkrunarfræðinga fyrir stöðuhækkanir í klínísku starfi. Hjúkrunarfræðingar hækkuðu umtalsvert í launum á síð- asta samningstímabili5. Það er ástæða til að vera ánægður með þær hækkanir en hins vegar virðist það vera mat hjúkrunarfræðinga að þar hafi verið um launaleiðréttingar að ræða. Enda kemur fram í nýrri grein Helgu Birnu Ingimundardóttur5, hagfræðings Fíh að meðaldagvinnu- laun hjúkrunarfræðinga eru enn ívið lægri en meðallaun hjá félagsmönnum annarra félaga innan Bandalags háskóla- manna. Jafnframt að meðalheildarlaun hjúkrunarfræðinga eru örlítið hærri en meðallaun hinna félaganna þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar vinni vaktavinnu en flestar hinar starfstéttirnar ekki. Það er líka athyglisvert að þeir þátttak- enda í könnuninni, sem vinna á sjúkrahúsum, reyndust mun óánægðari með laun sín en hinir sem vinna utan sjúkrahúsa. Það var greint frá því í fyrstu greininni um könunnina1 að hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum verða oftar fyrir fyrirvaralausum breytingum á vöktum, eru oftar kallaðir á aukavaktir og verða oftar fyrir því að komast ekki úr vinnu en hjúkrunarfræðingar sem starfa á annars konar stofnunum. Ekki er umbunað sérstaklega fyrir álag af þessu tagi og er því mjög réttmætt að hjúkrunarfræðingar, sem búa við þessar aðstæður, séu óánægðir. í grein, sem Sæunn Kjartansdóttih5 skrifaði um óánægju Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.