Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 63
hjúkrunarfræðinga, kemur fram að hún telur mikilvægt að hjúkrunarfræðingar vari sig á ímynd óánægjunnar. Vissu- lega sé réttmætt að benda á ýmislegt sem betur megi fara varðandi vinnuálag, hraða, tímaleysi og laun en sú umræða megi ekki ráða ferðinni vegna áhrifa hennar á sjálfsmynd hjúkrunarfræðinga. í þessari könnun kemur fram að hjúkrunarfræðingar eru nokkuð ánægðir með starfið sjálft og samstarfsfólk eins og þegar hefur komið fram. Hjúkrunarfræðingum finnst starfið nytsamt og skemmtilegt þó það sé líkamlega þreytandi. Mikilvægt er að halda þessari niðurstöðu á lofti. Það er háð vinnustað og stöðu þátttakenda hvaða tækifæri þeir telja sig hafa til að sinna ákveðnum þáttum hjúkrunarstarfsins. Sumt liggur Ijóst fyrir, eins og að stjórn- endur telja sig hafa meiri tækifæri til ákvarðanatöku og til þess að veita ráðgjöf en almennir hjúkrunarfræðingar. Almennir hjúkrunarfræðingar hins vegar að þeir hafi frekar tækifæri til að veita umönnun. Hjúkrunarfræðingar á sjúkra- húsum telja sig hafa meiri tækifæri en aðrir þátttakendur til að sinna þróun sérhæfðrar hjúkrunarmeðferðar og teymis- vinnu. Þetta skýrist trúlega af því að hjúkrunarstörf á sjúkrahúsum krefjast oft ákveðinnar sérhæfingar og mikils samstarfs ýmissa faghópa. Erfiðara er að skýra þá niður- stöðu að hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu telja sig hafa meiri tækifæri til að sinna þróun fagmennsku, ráðgjöf, endur- og símenntun og andlegum stuðningi en aðrir hjúkr- unarfræðingar. Mikill skortur hefur verið á hjúkrunarfræð- ingum og starfsfólki til starfa á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Það skýrir að öllum líkindum þá niðurstöðu að hjúkrunar- fræðingar á þessum stofnunum telji sig hafa minni tækifæri en aðrir þátttakendur til að sinna fræðslu, ákvarðanatöku, teymisvinnu, þróun fagmennsku og þróun sérhæfðrar hjúkrunarmeðferðar. Á hitt ber þó að líta að vel má vera að hjúkrunarfræðingar veljist síður til starfa á á hjúkrunar- og dvalarheimilum vegna þess að þeir telji sig hafa minni tækifæri þar til að sinna framangreindum þáttum. í heildina benda niðurstöðurnar til þess að hjúkrunar- fræðingar séu ánægðir með starf sitt og nánasta sam- starfsfólk og telji sig fá góðan stuðning frá helsta sam- starfsfólki. Þeir álíta sig hafa misgóða möguleika til að sinna ákveðnum þáttum hjúkrunarstarfsins og tengist það mjög stöðu þeirra og starfsvettvangi hvaða þætti þeir telja sig geta sinnt. Það sem hjúkrunarfræðingar virðast helst óánægðir með eru laun og möguleikar til stöðuhækkana. Þriðja og síðasta greinin um niðurstöður könnunarinnar birtist í næsta tölublaði. Þar verður fjallað um þætti sem tengjast streitu, álagi, heilbrigðishegðan, almennri heilsu og líðan þátttakenda. Heimildir 1. Páll Biering og Herdís Sveinsdóttir (2000). Könnun á vinnuálagi og starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 76, 284-294. 2. Wynne, R., Clarkin, N., McNieve, A. (1993). The experience ofstress amongst Irish nurses: A survey of irish Nurses Organisation members. Dublin: Work Research Centre 3. Smith, P.L, Kendall, L., og Hulin, C. (1969). The measurement of satisfaction in work and environment. Chicago: Rand McNally. 4. Elsa B. Friðfinnsdóttir (1994). Mikilvægi stuðnings í störfum hjúkr- unarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 70 (2), 13-15,38. 5. Helga Birna Ingimundardóttir (2000). Staða kjaramála. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 76, 274-275. 6. Sæunn Kjartansdóttir (1999). Óánægja hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 75, 107 - 109. Páll Biering er sérfræðingur við Rannsóknastofnun í hjúkr- unarfræði, Háskóla íslands. Herdís Sveinsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, dósent við Háskóla íslands og situr í stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingum, sem þátt tóku í rannsókninni, er þakkað fyrir að hafa gefið sér tíma til að svara spurningalistanum. 8. mars Fundarefni alþjóðlegs baráttudags kvenna, 8. mars, er að þessu sinni „Fordómar og kynþáttamisrétti“. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er eitt af þeim félögum sem á aðild að fundinum sem verður haldinn kl. 17 í Filaðvarpanum. Dagskráin verður auglýst síðar. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 63

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.