Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 66
oAÍÁwskeið im einkAve.ks'fcur í keilbvidðisþjónus-tu [ formannspistli sínum sl. vor velti Herdís Sveinsdóttir fyrir sér þekkingaAUÐI hjúkrunarfræðinga. Þar fjallaði hún um þekkingu hjúkrunarfræðinga og þann auð sem í henni felst og spyr hvort hjúkrunarfræðingar geti virkjað þekkingarauð sinn á öðrum vettvangi en innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar. f stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að eðlilegt sé að stór hluti heilbrigðisþjónustunnar sé á vegum hins opinbera en jafnframt beri að skoða sem fjölbreyttust rekstrarform. í pistli sínum telur Herdís að hjúkrunarfræðingar eigi að taka þátt í að skoða fjölbreytt rekstrarform, koma með hugmyndir og stýra útfærslu nýrra leiða. Á þessu sviði sé þekking og kraftur hjúkr- unarfræðinga vannýtt auðlind og hvetur hún til virkjunar hugmyndaauðs, krafts og þekkingar hjúkrunarfræðinga. Stjórn félagsins hefur í framhaldi af þessu ákveðið að bjóða upp á námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga um atvinnusköpun kvenna í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Námskeiðið er 20 klst. og er gert ráð fyrir 27- 30 þátttakendum. í upphafi skipa þátttakendur sér í hópa og fylgja eftir hugmyndum sínum um ný rekstrarform eða þjónustu sem viðkomandi hefur áhuga á að takast á við og koma í framkvæmd. Æskilegt er að þátttakendur séu með hugmyndir að atvinnusköpun í upphafi námskeiðs- ins en það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku. Á námskeiðinu verður fjallað um: I. Möguleika heilbrigðisgeirans - Sigríður Snæbjörns- dóttir - 2klst. • Hvað er að gerjast í heilbrigðisgeiranum? • Hindranir - breytingar í miðstýringu • Hvað er einkarekstur? - skilgreining II. Viðskiptatækifæri og hugmyndir - Bjarni Snæbjörn Jónsson - 2klst. • Hvað er nýsköpun? • Hvers vegna að stofna nýtt fyrirtæki? • Hvaðan koma góðar hugmyndir? III. Hvað er viðskiptaáætlun - Guðrún Högnadóttir - 2klst. • Kynning á viðskiptaáætlunum • Uppbygging og efni viðskiptaáætlana • Þættir sem skapa góðar viðskiptaáætlanir IV. Markaðsfræði - Þóranna Jónsdóttir - 2klst. • Markaðsumhverfið á 21. öldinni • Viðskiptatryggð • Framúrskarandi þjónusta • Sköpun sérstöðu V. Samningar hjúkrunarfræðinga við hið opinbera - Viðar Helgason - 2klst. • Öfl sem takast á • Hvaða samningar eru í boði í dag? • Samningaleyfi - byrjunarskref inn í kerfið VI. Fjármál og fjárhagsáætlun - Loftur Ólafsson - 2klst. • Fjárhagsuppbygging fyrirtækja • Lánsfjármögnun • Eigin fjármögnun • Hvað gerir fyrirtæki verðmætt? • Hvernig stuðla stjórnendur að virðisauka fyrir- tækja? VII. Heilbrigðismál - Páll Kr. Rálsson - 1,5 klst. • Fjármögnun drauma með draumafjármagni VIII. Frá hugmynd til veruleika - Bjarni Snæbjörn Jónsson - 2 klst. • Veruleikaprófun • Eftir hverju leita fjármögnunaraðilar? • Uppspretta einkafjármagns • Viðhorf fjárfesta IX. Verkefnaflutningur nemenda Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur þá hjúkrunarfræðinga, sem áhuga hafa á að auka fjölbreytni rekstrarforma innan heilbrigðisþjónustunnar, til að sækja námskeiðið og vonar að það verði þeim til gagns. A.J.F. 66 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.