Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 78
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færí á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Laura Sch. Thorsteinsson, sem skrífaði Þankastrik síðasta þlaðs, skoraði á Christer Magnusson sem tekur hér upp þráðinn. 'Mktur tóm í kjúkvun Christer Magnusson í þessu þankastriki ætla ég að velta fyrir mér nokkrum orðum og hugleiða hvað þau geta sagt okkur um hjúkrun. Þegar við hugsum um orðið taktur sjáum við ef til vill fyrir okkur mynd af hermanni eða hljómsveitarmanni sem gengur hratt og taktfast. En orðið getur líka falið í sér mynd af tveim manneskjum sem ganga í takt eða skilja hvora aðra á einhvern hátt. Taktur í þeim skilningi tengist siðum og venjum. Á sama hátt, þegar við hugsum um tón getum við hugsað um hreinan og beinan tón, þ.e. tón sem er tækni- lega vel leikinn á hljóðfæri. En við getum líka hugsað okkur að við séum að hlusta eftir tónlist orðanna og finnum tón sem endurómar í annarri manneskju. Þannig gætum við t.d. skilið tón sem nærgætni eða alúð. Með þessu er ég að segja að það er hægt að líta á hjúkrunarstarfið með tvenns konar hætti. Þessir ólíku hættir útiloka ekki hvor annan heldur tvinnast þeir saman og styðja hvor annan. Fyrri hátturinn hefur að gera með að vera tæknilega hæfur. Hér þýðir taktur og tónn árangursríkt og tæknilega vel unnið starf sem mæla má með árangurs- mælingum. í seinni tilvikinu þýðir taktur og tónn í hjúkrun nærgætni og framkoma í hjúkrun eða einfaldlega siðir í hjúkrun. Ég vil ræða hér svolítið um hvernig þessi þáttur hjúkrunar birtist í daglegu vinnunni, í skipulagi hjúkrunar og í rökræðum okkar um hjúkrun. í hjúkrunarnámi er kennt að hegðun í hjúkrunarstarfi byggist á vitrænni og rökrænni hugsun. Dæmi um þetta eru hjúkrunargreiningar og hjúkrunarferlið. En er hægt að skil- greina hjúkrun einungis út frá hjúkrunarferlinu? Ætti ekki frekar að viðurkenna að hjúkrunarferlið er verkfæri byrjandans sem á ekki endilega við fyrir hjúkrunarfræðing með mikla reynslu? Margt af því sem gerist milli hjúkrunarfræðings og skjól- stæðings hefur lítið að gera með hjúkrunarvísindi í þeim skilningi að hægt sé að mæla það og vigta eða setja það inn í ferli, vinnureglur eða leiðbeiningar. Það má þess vegna segja að fyrirbæri eins og hjúkrun byggð á rannsóknum sé á þann hátt andstætt innsta eðli hjúkrunar eins og margir hjúkrunarfræðingar skilja það. Margir reyndir hjúkrunarfræð- ingar kvarta líka yfir hversu erfitt þeim finnst að nota hjúkr- unarferlið. Þetta er hálfgert feimnismál vegna þess að erfitt er að vera opinberlega á móti einhverju sem er álitið viðtekin vísindi. 78 Það sem veldur erfiðleikum við notkun hjúkrunarferlisins er að hjúkrun, eins og hún er lifuð, er bundin aðstæðum og er síbreytileg þar sem hvert augnablik er sérstakt. Það er varla hægt að athafna sig í slíku umhverfi með því eingöngu að nota þekkingu sem er almenn, hlutlaus og rökræn. Það er líka skoðun flestra að hæfur hjúkrunarfræðingur noti frekar lítið af slíkri þekkingu því hún þarf að vera orðin hluti af einstaklingnum sjálfum til að nýtast á gagnlegan hátt. Hún birtist þá á þann hátt sem við eigum erfitt með að viður- kenna sem þekkingu. Við tölum til dæmis um innsæi, tilfinn- ingu fyrir sjúklingnum, hjúkrun sem list, líkamlega þekkingu og næmi fyrir aðstæðum. Oft getur þetta falið í sér að halda aftur af sér og hafa skilning á hvenær best er að láta skjólstæðinginn ráða ferðinni, að sumt er betra að láta ósagt. Ónæmi fyrir slíku er merki um byrjendavinnubrögð og í rauninni léleg hjúkrun. Við þurfum því að viðurkenna að starf okkar er oft erfitt að negla niður í vinnuferlum eða verklagsreglum. Þar að auki hefur það mjög mikið með tilfinningar að gera. Að vera nærgætinn byggist á siðferði og mannasiðum því að við viljum gera öðrum gott. Spurning mín er því þessi: Er vinnuumhverfi okkar þannig að það leyfi okkur að þróa báða þessa hætti, annars vegar faglegu færnina og hins vegar nærgætnina? Vinnan á spítölum og öðrum heilbrigðisstofnunum er skipulögð fyrst og fremst til að við getum veitt árangursríka hjúkrun, þ.e. að við getum gengið hratt og örugglega og spilað hreinan tón. Árangur má mæla í tíma og peningum. En hvað í skipulag- inu gerir okkur kleift að vinna á hugsandi og nærgætinn hátt? Hvernig getum við mælt hvort hjúkrunarfræðingur hafi verið nógu varkár og gætinn gagnvart skjólstæðingi sínum? Ég vil einnig spyrja: Hvernig ætti vinnuumhverfi að líta út þar sem tillit er tekið til þessara þátta? Hverju þyrfti að breyta í skipulagi, starfsháttum, rannsóknum og kennslu þannig að starf hjúkrunarfræðings feli raunverulega í sér eitthvað meira en að hlaupa hraðar til að ná að sinna sem flestum á sem stystum tíma? Ég skora á Guðbjörgu Guðmundsdóttur að skrifa næsta Þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.