Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Síða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Síða 5
Formannspistill / heílsugæsluhjúkrunar Flerdís Sveinsdóttir Heilsugæslan í Reykjavík sendi í janúar frá sér skýrslu þar sem greint er frá meginstefnu heilsugæslunnar hvað varðar heilsugæslu til framtíðar. Um er að ræða metnaðarfulla skýrslu þar sem dregin er saman niðurstaða stefhumótunarvinnu starfsmanna heilsugæsl- unnar í Reykjavík undanfarin ár. Þar stendur: „Hlutverk heilsugæslunnar í Reykjavík og nágrenni er að veita íbúum höfuðborgar- svæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuvemdar og byggir á víð- tæku þverfaglegu samstarfi." I skýrslunni kemur skýrt fram að hjúkr- unarfræðingar og læknar veita þá undistöðu- þjónustu sem heilsugæslan byggist á. Jafh- framt er tekið fram að þörf sé á auknu og skilgreindara samstarfi við ýmsa aðra sér- fræðinga í heilbrigðiskerfinu. Það sem ég vil þó benda sérstaklega á er að störf hjúkrunar- fræðinga og lækna mynda þann gmnn sem allt heilsugæslustarfið hvílir á. í ljósi þessa þá er eftirtektarvert þegar greint er frá starfsemi heilsugæslunnar og einungis vikið að störfum lækna. Þetta rakst ég á tvívegis í síðastliðinni viku. I sjónvarpinu var greint frá því að opnuð hefði verið heilsugæslustöð í Grafar- vogi og að þar störfuðu 10 heilsugæslulæknar og 2 sérffæðingar. Ekki var minnst á ijölda hjúkrunarfræðinga en eins og flestir vita þá em það hjúkrunarífæðingar sem sinna að miklu leyti stórum þjónustuþáttum heilsu- gæslunnar, eins og ungbarnaeftirliti, skóla- hjúkmn, heimahjúkrun, forvömum af ýmsu tagi o.fl. og o.fl. Það er þó varla hægt að sak- ast við fjölmiðla því í ffétt um opnun stöðvar- innar á heimasiðu heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins er eingöngu getið um vaxandi þörf fýrir lækna við stöðina. Ekki er Ijallað um almennt aukna þörf fyrir lækna, hjúkrunarffæðinga og aðra sérffæðinga þegar íbúum svæðisins flölgar úr 6000 í 18000. Hitt atriðið, sem ég vildi nefna, er að ég var að lesa yfir tillögu til þingsályktunar um aukið samstarf fagstétta í heilsugæsluþjónust- unni. Ályktunin er flutt af Katrínu Fjeldsted, Jónínu Bjartmarz, Bryndísi Hlöðversdóttur og Þuríði Backman og hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að kanna gildi þess fyrir framgang heilbrigðisáætlunar og jafnffamt hagkvæmni þess að koma á auknu samstarfi heilsugæslu við aðrar fag- stéttir svo sem gert er ráð fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð fýrir heilsu- gæslustöðvar." Að sjálfsögðu hlýtur Félag íslenskra hjúkrunarffæðinga að vera sammála auknu samstarfi fagstétta innan heilsugæsl- unnar. Hins vegar er eins og grundvallar- forsendan, sem gengið er út ffá í greinargerð með tillögunni, sé að heilsugæslan sé grund- völluð á læknisþjónustu. Þannig mætti skipta út orðinu heilsugœslu fýrir lœbia í tillögunni þegar greinargerðin er skoðuð. Þar stendur m.a.: „ Mikilvægi heilsugæslunnar sem einnar af grunnstoðum heilbrigðisþjónustunn- ar í landinu er óumdeilt. Talið hefur verið að 80-85% af landsmönnum ættu að geta fengið þjónustuþörf sinni fullnægt innan heilsugæsl- unnar. Jafhffamt því sem áhersla er lögð á að fjölga heimilislæknum þarf að huga að aðkomu skjólstæðinga að stoðþjónustu og ráðgjöf annarra fagstétta," og „Með þings- ályktunartillögu þessari er lagt til að ráðherra verði falið að kanna hagkvæmni þess að heilsugæslan auki starfstengsl sín við fleiri fagstéttir en nú er. Tillögunni er ætlað að stuðla að auknu og bættu þjónustustigi innan heilsugæslunnar þannig að hún sé betur fær um að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til hennar. Aukið samstarf við aðrar fagstéttir ætti jafhframt að létta nokkuð álagi af heimilislæknum og um leið auka afköst heilsugæslunnar í heild sinni.“ Nú má segja að það sé óþarfa viðkvæmni að vera að fjalla Um þetta. Það viti allir um mikilvægi hjúkrunarffæðinga í heilsugæsl- unni og að vera að hamra á svona þáttum gefi færi á umræðu um að aldrei séu hjúkrunar- ffæðingar ánægðir, krefjist þess ávallt að sitja í forsæti. En er það svo? Á ráðstefhu Heilsu- gæslunnar í Reykjavík og Rannsóknastofn- unar í hjúkrunarfræði sl. haust, sem íjallað var um í októberhefti Tímarits hjúkrunarffæð- inga, flutti dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, erindi sem bar heitið Hverjir leita til hjúkr- unarfrœðinga í heilsugœslunni? Niðurstöður úr nýlegri heilbrigðiskönnun meðal Islend- inga. Þar kemur fram að fólk segist mun sjaldnar leita til hjúkrunarffæðinga en lækna þegar það leitar til heilsugæslunnar (8,3% á móti 73,5%). Rúnar segir þetta trúlega skýrast af vissum „ósýnileika" heilsugæslu- hjúkrunar. Stór hluti fólks, sem sækir þjón- ustu á heilsugæslustöð, hefur bein samskipti við hjúkrunarffæðing í tengslum við heimsóknina og hittir oft og tíðum einungis hjúkrunarffæðing. Samt getur verið litið þarrnig á að um „heimsókn til læknis" hafi verið að ræða en ekki heimsókn til hjúkrunar- ffæðings. Þá fer stór hluti af vinnu heilsu- gæsluhjúkrunarffæðinga ffam í teymum en því getur fýlgt að skjólstæðingurinn „sjái“ eða meti fýrst og ffemst ffamlag læknisins í teyminu. Þá er einnig á það að líta að ólíkt læknum og öðru fagfólki sinna hjúkrunar- fræðingar í heilsugæslu umfangsmikilli heimahjúkrun og skólahjúkrun sem mældist ekki í rannsókn Rúnars. Ráðstefnurit, þar sem birt verður erindi Rúnars og önnur erindi sem flutt voru á ráðstefhunni, verður gefið út í lok mars. Hjúkrunarfræðingar eru stærsta heil- brigðisstéttin. Án þeirra er ekki unnt að veita hágæðaheilbrigðisþjónustu og heilbrigðiskerf- ið væri óstarfhæft ef þeir létu af störfum. Hjúkrunarfræðingar eiga að vekja athygli á því þegar störf þeirra eru gerð ósýnileg af hvaða orsökum sem það er. Að lokum óskar Félag íslenskra hjúkr- unarffæðinga Heilsugæslunni í Reykjavík til hamingju með skýrsluna „Heilsugæsla til framtíðar" og það er von félagsins að sem flestir þættir skýrslunnar nái fram að ganga. herdis@hjukrun.is 5 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.