Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 16
ingar- og taugalækningadeild (332 hjúkrunarskrár) á sama tímabili, samtals 1216 sjúkraskrár. Með þessum hætti fékkst áþekkur fjöldi sjúkraskráa í hverjum hóp. Sjúkraskrár sem ekki fundust, voru 113 (9,3 % af upprunalegu úrtaki) þannig að 1103 skrár voru í endanlegu úrtaki (tafla 1). Byggt var á upplýsingum úr sjúklingabókhaldi spítalans. A lyflækninga- deildunum voru sérgreinar fyrir sjúklinga með lungna-, efha- skipta- og meltingarfærasjúkdóma, blóð- og smitsjúkdóma. Gagnasöfnun - framkvæmd Samþykki fyrir rannsókninni var fengið hjá rannsókna- og siðanefnd hjúkrunarstjórnar spítalans og hjá yfirlæknum við- komandi deilda. Leyfa var aflað áður en lög um réttindi sjúkl- inga nr. 74 frá 1997 tóku gildi. Aðalrannsakandi og aðstoðar- maður söfnuðu gögnum úr skjalasafni. Gögn, sem safnað var: a) hjúkrunargreining eins og hún birtist orðrétt í hjúkrunarskýrslu sjúklings í dálknum Hjúkr- unargreining; b) aldur sjúklinga; c) sjúkdómsgreining; d) inn- lagningardagur á sjúkrahús; e) útskriftardagur af sjúkrahúsi; f) heiti deildar. Við greiningu á gögnum var byggt á flokkunarkerfi NANDA og það notað sem viðmið um framsetningu skráðra hjúkrunargreininga (P-Problem), orsakaþátta (E-Etiology) og einkenna (S-Signs and Symptoms) hverrar greiningar (Gordon, 1976). Aðalrannsakandi setti upp matskvarða til að flokka hjúkrunargreiningarnar út frá þessum viðmiðum. Hver greining var skoðuð og flokkuð í þrjá liði (PES) eftir því hversu vel hún samrýmdist framsetningu samkvæmt áður- nefndum matskvarða. P-flokkurinn, alls 10 undirflokkar, tekur til framsetningar hjúkrunargreiningarinnar eða heitis hennar; E-flokkurinn, alls 4 undirflokkar, greinir orsakaþætti grein- ingarinnar; og S-flokkurinn, alls 4 undirflokkar, metur hvort eða að hve miklu leyti einkenni voru tilgreind. PES-kvarð- anum er lýst nánar í töflu 2. Til ffekari útskýringar verða gefin dæmi hér að neðan um hvern flokk. Dæmi um P1: Skert hreyfigeta; Skert geta til að baða sig. Dæmi um P2: Minnkuð matameysla; Breyting á húð. Dæmi um P3: Breyting á vökva- og elektrólýtum; Ófullnægj- andi félagslegar aðstæður; Skert starfsemi öndunarfæra. Dæmi um P4: Sinadráttur í fótum; brjóstsviði; leiði og áhyggjur af framtíðinni. Dæmi um P5: Óstöðugleiki og þvoglumælgi; Hiti og takverkur. Dæmi um P6: Eftirlit með saurpoka; Undirbún- ingur fyrir hjartalínurit; Nálarmeðferð. Dæmi um P7: Hjart- sláttartruflun, gáttaflökt (atrial flutter); Háþrýstingur; blóðtappi í djúpbláæð (Djúpvenuthrombosis). Dæmi um P8: Hætta á aukaverkunum t. anafranílgjöf í æð; Hætta á aukaverkunum vegna blóðgjafar. Dæmi um P9: Verkir; Skert geta til sjálfs- bjargar. Dæmi um P10: Bakverkir; Sjónsviðsskerðing. Ekki var gerð nein tilraun til að skoða hversu réttar ályktanirnar voru sem fram komu í hjúkrunargreiningunum þar sem ekki var aflað upplýsinga um sjúklingana að öðru leyti en því sem ffam kemur í skráðri hjúkrunargreiningu og gagna sem áður voru nefnd. 16 Tafla 2. PES-kvarði fyrir framsetningu hjúkrunargreininga P-flokkur: Heiti hjúkrunargreiningar P1 Greining sett ffam skv. NANDA eða því sem næst P2 Framsetningu ábótavant út frá NANDA en vel hægt að raða í flokka. Hefur ekki NANDA-orðalag P3 Ófullkomin greining, krefst endurskoðunar, ekki alltaf unnt að raða í flokk sambærilegan við NANDA P4 Einkenni hjá sjúklingi notað sem greining P5 Margar greiningar innan sama númers eða greiningar P6 Verk eða framkvæmd hjúkrunarfræðings notað sem greining P7 Læknisfræðileg greining notuð sem hjúkrunargreining P8 Hætta á aukaverkunum / fylgikvillum lyfja / með- ferðar notað sem hjúkrunargreining P9 Fellur að NANDA-orðalagi en undirflokkar, sem fyrir hendi eru, ekki notaðir (sbr. Verkir, skert sjálfsum- önnunargeta) P10 NANDA býður eingöngu upp á yfirflokk á þrepi 2 (-3), en hlutbundnari (nákvæmari) notkun hjá hjúkrunarfræðingum E-flokkur: Orsakaþáttur E1 Orsök sett fram á viðeigandi hátt. Er leiðbeinandi fyrir þá hjúkrunarmeðferð sem þarf að veita. Einn eða fleiri orsakaþættir fyrir vandamálinu. Orsakaþátturinn er breytanlegur E2 Tenging kemur fram en deila má um réttmæti, t.d. að ákveðin sjúkdómsgreining er tilgreind eða að einkenni eru notuð sem orsök E3 Ófullkomin tenging, t.d. tengt sjúkdómsástandi. Of almennt orðuð til að vera leiðbeinandi fyrir hj úkrunarmeðferð E4 Engin tenging S-flokkur: Greiningarþættir eða einkenni 51 Einkenni sett fram á viðeigandi hátt, þ.e. greiningar- þættir, sem ætla má að greiningin sé byggð á, koma fram 52 Einkenni ekki skráð, en einkenni eru skráð eða koma fram t.d. í greiningunni sjálffi (greining og orsök getur verið sú sama = hringtenging) 53 Skráningu einkenna ábótavant eða má bæta verulega (einkenni t.d. skráð sem orsök) 54 Engin einkenni skráð Áreiðanleikapróf Ur úrtakinu var valið undirúrtak af handahófi (240 hjúkrunar- greiningar) til að meta áreiðanleika PES-kvarðans og lyklun hjúkrunargreininganna skv. NANDA. Tveir hjúkrunarlfæðing- ar með meistaragráðu í hjúkrun og umtalsverða klíníska reynslu í hjúkrun samþykktu að nota sömu mælikvarða á Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.