Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 22
Nemaárin í Hjúkrunarkvennaskóla íslands Þegar litið er um öxl og gamlar minningar t ifjaðar upp er það gjarnan af löngun til að horfa til fortíðar og minnast fyrri tíma. Til að koma þessum hugrenningum á framfæri má nota ýmsar aðferðir, s.s. skrifa ævisögu eða segja samferðamönn- um sínum sögur frá liðinni tíð bæði í ræðu og riti. Sérstaklega er mörgum kært að minnast uppvaxtaráranna, svo er einnig farið með mig. Ég ætla því að nota tækifærið og hverfa aftur til nemaáranna í Hjúkrunarkvennaskóla íslands á sjötta áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir trú okkar á ljarminnið er auðvitað ýmislegt gleymt frá þeim tíma. En ég var svo heppin, að fyrir nokkrum árum fann ég dagbók sem legið hafði í bókakassa æðimörg ár og ég hafði gjörsamlega gleymt að ég ætti. Hafði hún að geyma minnispunkta frá fyrri hluta námsins. Var þetta mér mikill fengur og ég hreinlega datt í lestur þessara dýrmætu minninga. Hvílíkur áhugi og lífsreynsla þetta allt saman var, væri mér gleymt ef ekki hefði lestur bókarinnar góðu minnt mig á það. Námið byrjaði með forskóla sem var bóknám en að því loknu fluttum við inn í skólann og verklegt nám tók við. Okkur var svo raðað inn á deildir Landspítala þar sem blá- kaldur veruleikinn tók við með yfirmáta framandi umhverfi fyrir mig, dreifbýlisbarnið, sem naumast hafði komið inn fyrir dyr sjúkrahúss áður. Allt var skráð í dagbókina, fyrsta sprautan, stólpípan og fyrsti skurðstofúdagurinn, svo eitthvað sé nefnt. Allt var þetta jafnspennandi og liður í því að læra að verða hjúkrunarkona. Sambúðin í okkar ástsælu heimavist þjappaði okkur saman og myndaði svokölluð holl og bundumst við þar órjúfandi böndum sem varð okkur effirminnilegt veganesti í sjóð minn- inganna. Ég byrjaði minn feril í herbergi uppi á háalofti spítalans ásamt tveimur öðrum nemuin og nefndist það „Himnaríki". Eitt rúmið kallaðist „Stóri-Rauður“ vegna þess að það stóð þrepi ofar en hin rúmin, einhvers konar hönnunar- ráðstöfun vegna aðstæðna á háaloftinu. Allt varð þetta að gamni og gríni og enginn gerði sér rellu út af rými eða fermetrafjölda fyrir hvern og einn. Þegar ég lít aftur til nematímans á deildum Landspitala er margs að minnast af hinum ýmsu deildum, sem voru eðlilega hver með sínu sniði, og eftirminnilegu persónum sem við unnum með og aldrei gleymast. Flutningur milli deilda reyndi oft á og erfitt að byrja en einnig að kveðja eftir að tengsl höfðu myndast og verkefnin að skýrast. En allt var þetta yfirstíganlegt og spennandi á þeim ungu árum. í minningunni leið námið eins og ljúfur draumur. Á deildunum höfðum við 22 mikil samskipti við sjúklingana og umönnun var stór þáttur í náminu. Þetta var því mjög gefandi tími en margsannað er að nærvera og umhyggja við sjúka eru þeim mjög mikilvægir þættir. Inn á milli sátum við svo á skólabekk og fengum þá að helga okkur bóklega þættinum. Að því kom svo að við yfirgáfum höfúðstöðvarnar og við tóku hin ýmsu sjúkrahús á landsbyggðinni. Greip okkur þá viss ftelsistilfinning sem bar líka vott um að við værum að komast í tölu eldri og reyndari nema og um leið sáum við nýnemana streyma inn í okkar stað. Við komum svo inn á ný í lokasprett námsins, reynslunni ríkari, og nutum þess að hittast aftur. Ég og mínar hollsystur vorum svo heppnar að þá var nýtt skólahús risið og fengum við að raða okkur í einsmannsherbergi á efstu hæð skóla- hússins eins og elstu nemum sæmdi en bjuggum þó þétt saman okkur til ómældrar gleði. Hér gefst ekki rými fyrir lýsingu á þeirri lífsreynslu og ævintýrum sem við lentum í meðan á náminu stóð, en margs er að minnast og oft reyndi á, en það bíður betri tíma. Ymislegt væri tilvalið efni fyrir dálkinn okkar í blaðinu. Beini ég því hér með til ykkar, góðir félagar, sem kynntust þessum tímum að þeysast nú fram á ritvöllinn og segja sögur frá námi og störfum fyrri tima, okkur hinum til fróðleiks og skemmtunar. Guðrún Guðnadóttir. karisigf@isl.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi SímiSSI 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.