Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 26
(sl&AskAft Mí úiaa {^v'iv-stAðAK. Regína B. Þorsteinsson er þýskur hjúkrunarfrœðingur. Hún hafði starfað sem hjúkrunarfrœðingur í suðurhluta Þýskalands í 16 ár áður en hún hóf störf á deild L1 á Landakoti 1. desember 2000. Hér segir hún frá því hvernig það var að hejja störf á íslandi og því helsta sem henni finnst frábrugið í hjúkrun á Islandi og í suðurhluta Þýskalands. Orðið „hjúkrunarfræðingur“ eitt og sér er erfitt viður- eignar. í þessu litla greinarkorni langar mig til þess að gera grein fyrir þeim strembnu viðfangsefnum sem hafa mætt mér eftir að hafa starfað í tæplega ár sem hjúkrunarffæðingur á íslandi. Þegar ég kom fyrst til íslands fyrir þrettán árum hvarflaði ekki að mér að ég myndi einhvem tima fara að vinna hér á landi. Þótt ég hefði reynt að læra eitthvað í tungumálinu og um menninguna var mér flest mjög framandi þá og ég átti í afskaplegum vandræðum með orðið „hjúkrunarfræðingur“. Allt frá því að ég var lítil stelpa heima í Suður-Þýskalandi dreymdi mig um að verða hjúkrunarkona. Þegar að loknu mið- skólanámi hóf ég nám við hjúkrunarskóla. Að honum loknum hóf ég störf við hjúkrun. Effir nokkurra ára starf og fram- haldsnám í heimahjúkrun var ég orðin deildarstjóri heima- hjúkrunar á heilsugæslustöð. Samt var ég ekki ánægð. Það vora ekki einungis launin sem gerðu mig óánægða heldur einnig sú staðreynd að starfið sem slíkt er vanmetið. Það var þá sem ég tók þá ákvörðun að setjast aftur á skólabekk og ljúka stúdentsprófinu. Fyrir einu ári fluttist ég ásamt ijölskyldu minni til Islands. Maðurinn minn, sem er Islendingur, hafði þá búið í tæpan áratug með mér í Þýskalandi. Fyrstu þrjá mánuðina var ég heimavinnandi til þess að venjast landinu og menningunni. Að þeim tíma loknum ákvað ég að fara að vinna. Þar sem ég vildi vinna á öldrunarsviði sótti ég um vinnu sem hjúkrunarfræð- ingur á Landakoti og hóf störf þar skömmu seinna. Þó svo að ég gæti vel bjargað mér á íslensku fannst mér aðlögunin erfið. Það voru ekki einungis fagorðin sem vantaði, heldur skorti mig oft einföld orð til samskipta við sjúklinga, ijölskyldur þeirra og starfsfólk. Þá var gott að eiga góða starfsfélaga sem létu það ekki trufla sig þó svo að þeir tækju að sér smá orðaskýringar. En það var samt oft þannig að mér fannst ég vera búin að spyrja svo oft þann daginn að ég sleppti því að spyrja einu sinni enn. Þessi hæverska mín háði mér oft, kannski af því að ég var ekki búin að átta mig á því hvernig fólk almennt tæki þessu spumingaflóði. Auðvitað lenti ég líka stundum í vandræðum þegar ég var ein á vakt af því að ég þekkti ekki eitthvert ákveðið íslenskt hugtak. En „neyðin kennir naktri konu að spinna“ og þannig var það líka hjá mér og allt fór vel að lokum. Mér fannst oft eins og ég væri afskaplega einangruð. Ég hafði gert mér grein fyrir því fyrir fram að aðlögunin yrði erfið enda ekki í fyrsta sinn sem ég er að byrja i nýju starfi. En ég hafði ekki reiknað með því að finnast ég svona ein- sömul. Eftir að hafa kvartað á nokkmm stöðum innanhúss komst ég að því að á Landspítala-háskólasjúkrahúsi væri nýbyrjaður hjúkrunarfræðingur með það sérverkefni að sinna erlendum hjúkrunarfræðingum. Þegar ég komst í samband við hana fannst mér það mikil hjálp. Loksins var einhver komin sem hafði það verkefni að hlusta á mig kvarta. Ég gat sent henni tölvupóst með alls konar spurningum og hún hjálpaði mér að komast yfir fyrstu þröskuldana. Ég er henni mjög þakklát fyrir hennar störf og finnst framtakið sem slíkt bera vott um metnaðarfulla framtíðarsýn vinnuveitanda míns. Ég hef alltaf lifað og hrærst i heimi námskeiða og símennt- un hefur verið stór þáttur af starfi mínu í Þýskalandi. Þar af leiðandi átti ég von á því að geta sótt alls konar stutt námskeið um áherslur í íslenskri hjúkrun, helstu lyf á Islandi, hugtök hjúkrunarfræðinnar og fleira hagnýtt efni. Það var því ákveðið áfall fyrir mig að þau fáu námskeið, sem í boði voru, skildu oft falla niður vegna þátttökuleysis. Kannski erum við einfald- lega enn þá of fáir hjúkrunarfræðingamir sem koma frá öðrum löndum norður til litlu eyjunar við heimskautsbaug. Hjúkran í Suður-Þýskalandi er um margt ffábrugðin því sem er hér á Landakoti. Þannig var það mér algjörlega ný reynsla hve lítið ég kem að hjúkrun einstaklingsins, það er hve þáttur sjúkraliða og ófaglærðs aðstoðarfólks er stór. Þetta voru viðbrigði fyrir mig því að þegar ég var að vinna í Wúrttem- berg skynjaði ég mig nær sjúklingnum en ég er hér. Þessi verkaskipting reynir mikið á mig, því að þáttur starfsmanna- stjórnunar er miklu stærri hér heldur en ég á að venjast. En núna veit ég hvernig kerfið virkar, til hvers er ætlast af mér og ég met vinnu sjúkraliða og annars starfsfólks mjög mikils. Það hefði hins vegar verið mér hjálplegt ef ég hefði getað sótt námskeið um þetta efni á fyrstu vikunum eftir að ég hóf störf á öldrunardeild. Ein af þeim spumingum, sem vakna alltaf þegar skipt er um starf, er sú hve launaumslagið er þykkt. Þó samanburður á milli landa sé erfiður finnst mér það yfirleitt vera þykkara hér en í Þýskalandi. Þó svo að grunnlaunin hér séu lægri þá bætir það launin að fá yfirvinnu og aukavaktir útborgaðar. í Þýska- landi þurfti ég alltaf að taka yfirvinnuna út í aukafríum. Og auðvitað vildu svona aukafrí gleymast! Stressið er líka öðruvísi hér á Fróni. I Þýskalandi fékk ég 26 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.