Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 32
Orlofsstyrkir 2002
Stjórn' orlofssjóðs auglýsir eftir umsóknum um orlofsstyrki
fyrir tímabilið 1.5. 2002 - 30.4. 2003. Um er að ræða 300
styrki að upphæð 20.000 kr. hver. Orlofsstyrkirnir verða
greiddir út í formi ávísunar í maí/júní nk.
Það skal jafnframt áréttað að þessi styrkur er ætlaður til að
auðvelda félagsmönnum að njóta orlofs síns og er það ein-
dregin ósk orlofssjóðsins að þessi peningaupphæð fari beint í
það að borga farseðil eða gistingu i orlofsdvöl.
Húsbúnaður í orlofshúsum/íbúðum
Leigutími er vika í senn. Skiptidagar eru föstudagar. Gæludýr
eru ekki leyfð í húsunum/íbúðunum og einnig eru reykingar
innanhúss bannaðar. Leigjendur sjá sjálfir um þrif við brottför.
Öll húsin eru nýleg eða nýuppgerð með rafmagni og heitu vatni.
I þeim er sturta, ísskápur, eldavél, borðbúnaður og allt til
ræstinga, sængur og koddar a.m.k. íyrir hvert rúm í hús-
inu/íbúðinni nema annað sé tekið ffam. Sængurföt fylgja ekki
með í leigunni. I sumum húsum eru einnig aukarúm eða dýnur.
Húsafell í Borgarfirði, Birkilundur 24
Eign orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Húsið er 34 fm. 1 svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi. Svefnloft með 3 dýnum.
I viðbyggingu eru 3 rúm. Sængur og koddar fyrir 8 manns. Öll venjuleg
eldhúsáhöld fylgja fyrir a.m.k. 8 manns. Einnig er sjónvarp, útvarp með
geislaspilara og kolagrill. Heitur pottur. Salernispappír, uppþvottalögur og
diskaþurrkur fylgja. Leigjandi þarf að hafa með sér sængurfatnað (lín) og
handklæði. Leiga: 13.000 kr. á viku yfir sumartímann. Vetrarleiga, sjá
upplýsingar um vetrarleigu. Umsjónaraðili: Þjónustumiðstöðin í Húsafelli.
Húsafell í Borgarfirði, Birkilundur 20
Eign orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Húsið er 40 fm. 2 svefnherbergi með
2 rúmum hvert. Svefnloft með 4
dýnum. Sængur og koddar fyrir 8
manns. Öll venjuleg eldhúsáhöld
fylgja fýrir a.rn.k. 8 manns. Einnig er
sjónvarp, útvarp með geislaspilara og
kolagrill. Heitur pottur.
Salernispappír, uppþvottalögur og diskaþurrkur fylgja. Leigjandi þarf að hafa með
sér sængurfatnað (lín) og handklæði. Leiga: 13.000 kr. á viku yfir sumartímann. Vetrarleiga, sjá upplýsingar um vetrarleigu.
Umsjónaraðili: Þjónustumiðstöðin í Húsafelli.
Syðra-Lágafell í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi
Gamalt, uppgert íbúðarhús með 2 svefnherbergjum, stórri vinalegri baðstofu,
stórri stofu og borðstofu og einni snyrtingu. Rúm
fyrir a.m.k. 8 manns og fjölmargar aukadýnur.
Sjónvarp, útvarp og kolagrill. Staðsetningin gefur
möguleika á mismunandi dagsferðum um
Snæfellsnes og léttum gönguferðum um
nágrennið. Tuttugu minútna akstur á næstu
sundstaði sem eru á Lýsuhóli og Kolviðarnesi. Möguleiki er á veiðileyfi í nærliggjandi vötnum.
Leiga: 10.000 kr. á viku. Umsjónaraðili: Áslaug Sigvaldadóttir, Garðplöntustöðinni Lágafelli.
32
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002