Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 36
Starfsreglur orlofssjóðs og úthlutunarreglur
1. grein
Sjóðurinn heitir orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga. Fleimili hans og varnarþing eru í Reykjavík.
2. grein
Tilgangur sjóðsins er að auðvelda félagsmönnum að
njóta orlofs síns.
3. grein
Allir félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
sem eiga aðild að orlofssjóði Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, hafa rétt til að njóta þjónustu sjóðsins. Eftir-
launaþegar njóta sömu réttinda og þeir sem eiga aðild að
sjóðnum.
4. grein
Stjórn sjóðsins skipa fimm félagsmenn kjörnir á full-
trúaþingi. I stjórn skulu vera formaður, gjaldkeri, ritari
og meðstjórnendur. Stjórn haldi gerðabók.
5. grein
Stofnfé sjóðsins er orlofssjóður Hjúkrunarfélags íslands.
6. grein
Tekjur orlofssjóðs eru samningsbundin orlofssjóðsgjöld
starfandi félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, vextir og aðrar tekjur af eignum sjóðsins og gjafir.
7. grein
Stjórn orlofssjóðs gerir tillögur að úthlutunarreglum og
ber þær undir ftilltrúaþing eða stjórn Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga til samþykktar. Úthlutunarreglur
skulu taka mið af lengd aðildar félagsmanna að
sjóðnum.
8. grein (breytt)
Orlofstímabil þau, sem úthlutað er fyrir, eru eftirfarandi:
Sumarorlof, frá 15. maí til 30. september
Haustorlof, frá 1. október til 31. desember
Vetrarorlof, frá 1. janúar til 15. maí
Stjórn orlofssjóðs kemur saman a.m.k. þrisvar á ári
vegna úthlutunar. Stjórn orlofssjóðs skal kynna með
góðum fyrirvara umsóknarfresti og skilmála vegna
þeirrar þjónustu sem stendur félagsmönnum til boða á
hverju orlofstímabili. Fyrir sumarorlofstímabil skulu
niðurstöður um úthlutun liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl.
9. grein
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ber ábyrgð á
eignum sjóðsins. Stjórn orlofssjóðs fer með rekstur
sjóðsins í umboði stjórnar Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga. Allar mikilvægar ákvarðanir varðandi rekstur,
fjárfestingar, skuldbindingar, kaup eða sölu eigna skal
bera undir fúlltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga eða stjórn Félags íslenskra hjúki'unarfræðinga.
Sjóðurinn skal hafa sjálfstætt bókhald og vera ávaxtaður
sérstaklega. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.
Rekstur sjóðsins standi undir sér.
Kjörnir og löggiltir endurskoðendur Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga endurskoði reikninga orlofssjóðs.
Fyrir fúlltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
skal stjórn orlofssjóðs leggja fram skýrslu um starfsemi
sjóðsins, reikninga sjóðsins og fjárhagsáætlun.
10. grein
Reglum fyrir orlofssjóð verður aðeins breytt á fúll-
trúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Um breyt-
ingar á reglum þessum fer samkvæmt 38. grein laga
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
11. grein
Reglur þessar taka gildi á stofnfúndi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, 15. janúar 1994.
12. grein
Verði orlofssjóður lagður niður ráðstafar fulltrúaþing
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eigum hans.
Samþykkt á stofnfundi Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, 15. janúar 1994.
36
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002