Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 41
ég kann ekki einu sinni að skipta á bleyju.“ Frænka mín sagði
að það væri minnsta mál í heimi. Litli karlinn kom svo og nú
eru liðin 8 ár frá okkar íyrstu kynnum. Hann kemur enn tvisvar
í viku og gistir oft um helgar. Og nú verð ég, í stað þess að
skipta á bleyjum, að fylgjast með alls kyns tölvuleikjum, play-
station og ráða krakkagátur sem geta stundum verið fúrðulegar.
Nú erum við að lesa Harrý Potter saman og auðvitað búin að sjá
myndina. Það er dýrmætt að eiga þennan litla vin og ekki síður
að finna að enn getur maður orðið að liði. En litli karlinn er
býsna spurull og þótt ég reyni að leysa úr spurningum hans
getur orðið brestur þar á. Eitt sinn er ég sótti hann í leikskólann
og við vorum á leiðinni heim á miðri Hringbrautinni í Gosa
mínum, það er Volvóinn minn, sagði hann: „Þú ert vitrust af
öllum sem ég þekki“. „Hvað segirðu?“ sagði ég. „Veistu hvað
það er að vera vitur?“ „Já,“ svaraði sá litli. „Það er að vita
mikið.“ „Já,“ sagði ég, „en það eru margir sem þú þekkir sem
vita mikið, mamma þín og afi þinn og margir fleiri.“ „Nei,“ var
svarið, „enginn, það veit enginn eins mikið og þú.“ Ég velti
þessu fyrir mér, fannst ábyrgð mín allt í einu mikil, en svo sagði
litli karlinn: „Jú, það er einn sem ég þekki sem veit meira en þú,
það er Snæbjöm, vinur minn, hann er sjö ára en ég er bara
fimm.“ Ég var allt í einu komin með jafnmikla þekkingu og sjö
ára bam. „Og hvað veit hann svona miklu meira en ég?“ spurði
ég svolítið forvitin. „Hann veit miklu meira en þú um fótbolta.“
Málið var útrætt og ég taldi réttara að leiða talið að öðm,
einhveiju sem ég hafði svolítið meira vit á en sjö ára vinurinn.
Ég man að þegar ég hætti að vinna í ráðuneytinu ákvað ég
að láta mér ekki leiðast og setti saman litla vísu til að minna
mig á það:
Þó að fölni fortíðin,
erfagrir geislar dvína,
láttu aldrei leiðindin
laina sálu þína.
Þessa vísu hef ég oft haft í huga mér til áminningar. Flest-
um er nauðsynlegt að huga að ellinni og þeim breytingum sem
verða við starfslok því þær geta orðið verulegar. En ef heilsan
er góð geta elliárin orðið ánægjuleg því nú eru möguleikarnir
miklu meiri en nokkm sinni fyrr og sjálfsagt að nota sér þá.“
Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk haldi áfram
að starfa þó það sé komið á eftirlaun því það sé ekki eftir-
sóknarvert að gera ekki neitt. Hún telur einnig að fólk eigi að
vera heima eins lengi og það getur í stað þess að fara inn á
stofnun. Hún segir að sú kynslóð, sem hún tilheyrir, hafi þurft
að aðlagast ótrúlega miklum breytingum einfaldlega til að
geta komist af og sömuleiðis hafi orðið miklar breytingar á
hjúkrunarstarfinu. „Það hafa orðið miklar breytingar í með-
ferð sjúkdóma varðandi t.d. lyf og tæknibúnað, en hin
almenna alúð sem felst í hjúkrunarstarfinu er ekki meiri í dag
en hún var og hún þarf svo sannarlega alltaf að vera til staðar.“
Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um hina hlið Ingibjargar
án þess að minnast á þáttöku hennar í stjórnmálum en hún sat
Styttan af Nönnu Jónasdóttur.
Lampafóturinn og vasarnir í glugganum eru unnir aflngi-
björgu og púöann saumaði hún, en á heimilinu er mikiö um
hannyrðir sem hún hefur unnið.
m.a. í bæjarstjórn Akureyrar í nokkur ár. Hvernig atvikaðist
það? „Þannig var að það vantaði konu á listann fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn i bæjarstjómarkosningunum 1964 og mér var
boðið sæti. Ég vildi ekki bara vera skrautfjöður á listanum eins
og þá var rætt um konur, sá þama tækifæri til að vinna að
málefnum Fjórðungssjúkrahússins og spurði hvaða sæti væri í
boði. Ég var þá spurð hvaða sæti ég vildi fá og ég sagðist vilja
vera frekar framarlega.“ Hún var sett í fimmta sætið og var
varamaður í bæjarstjóminni en þegar tveir þeirra sem voru ofar
henni á listanum fluttu úr bænum tók hún sæti sem aðalmaður.
„Þama lærði ég meðal annars töluvert um vinnuaðferðir karla.
Ég man t.d. eftir því að hafa borið upp tillögu á einum
fúndinum, munnlega við litlar undirtektir. Á næsta fundi flutti
karlmaður sömu tillöguna en var með hana skriflega. Ég sagði
við hann á eftir að hann hefði stolið tillögunni minni en hann
hló og svaraði því til að ekkert mark væri tekið á munnlegum
tillögum, þær reiknuðust síður með. Þessi maður varð síðar
einn af mínum bestu vinum. Ég held það sé mjög mikilvægt
fyrir konur að átta sig á því hvernig karlar vinna, en ég er ekki
að segja að konur eigi að vinna eins og þeir.“
Ingibjörg segist að lokum hafa mjög gaman af lestri góðra
bóka og er nú að lesa Höfund Islands sem hún segir vera
fúrðulega bók svo ekki sé meira sagt. Og hún hefúr líka verið
dugleg að ferðast, farið til Suður-Ameríku, Tailands, Grikk-
lands, Tyrklands, Sýrlands og víðar nú siðari ár og fram undan
eru fleiri viðlíka ferðalög.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
41