Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Síða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Síða 45
T □ Viðtalsherbergi djáknans. að inna af hendi tiltekna vinnu en ráða hvenær þeir vinna. Nætur- og helgidagavinna er mikið unnin af nemum.“ Klæðnaður starfsmanna eru stretsgallabuxur og bolir og peysur í ýmsum litum, ekki hefðbundinn hjúkrunarfatnaður. Aðspurð um félagslíf íbúanna segir hún ýmislegt gert. Reynt er að gera sem flest sem tíðkast á venjulegum heimilum, fólk getur fengist við matseld, þvegið þvott ef það vill, ræktað blóm og grænmeti. Og fram undan er myndun hópastarfs á ýmsum sviðum, lesnar verða framhaldssögur, horft á mynd- bönd, sungið, farið í hópleikfimi, vellíðunamudd, haldnar verða guðsþjónustur og dansleikir. Umhverfis húsið eru svo margir göngustígar, heitur pottur og garðskáli verður settur upp. Komið verður fyrir bekkjum og borðum og útigrilli þannig að hægt verður að halda grillveislur. „Við keyptum svo bíl fyrir skömmu og hægt verður að fara lengri og styttri ferðir með þá sem það vilja,“ segir Anna Birna að lokum. Stórar svalir eru á húsinu og heitur pottur í garðinum. HÁSKÓUNN A AKUREYRI '{-(eílbv'i^ðíí[?jÓKu^tA í Ará{b^{{ Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri (HA), Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) og Símenntun Rannsókna- stofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) hafa stofnað fram- kvæmdaráð í framhaldi af niðurstöðum starfshóps á vegum landlæknis um landsbyggðalækningar sem skilaði áliti í júní 2000. Þar kom meðal annars fram að aukin menntun heil- brigðisstarfsfólks i dreifbýli væri lykilatriði og lagt var til að HA yrði miðstöð slíkrar menntunar. Röð námskeiða er í undirbúningi undir formerkjunum „Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli“ en áformað er að í boði verði tvö námskeið á önn. Fyrstu tvö námskeiðin verða nú á vorönn og hafa þau verið styrkt af heilbrigðisráðuneytinu. Námskeið í myndgreiningu í umsjón Halldórs Benedikts- sonar, yfirlæknis á myndgreiningardeild FSA. Tilgangur nám- skeiðsins er að fræða lækna (starfsfólk heilsugæslu) um það sem viðkemur töku, framköllun og greiningu röntgenmynda. Námskeiðið verður haldið í húsnæði HA á Sólborg 15. mars kl. 9:30-17:30 og á FSA 16. mars kl. 9:00-12:30. Námskeið í bráðameðferð barna í umsjón Björns Gunnarssonar, bamalæknis á FSA, verður haldið 19. og 20. apríl. Tilgangur námskeiðsins er að þjálfa starfsfólk heilsu- gæslu í meðferð bráðveikra barna. Áhersla verður lögð á skjóta greiningu og fyrstu meðferð algengra vandamála, eins og andnauð, lost, eitranir, áverka og krampa. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu RHA í síma 463 0570, netfang rha@unak.is, bréfsími 463 0997 og frá heima- síðu HA www.unak.is (rannsóknir-rannsóknastofnun-símennt- un) þar sem nákvæm dagskrá námskeiðanna kemur fram. Ferðaskrifstofa Akureyrar, sími 4600 600, hefur milligöngu um gistingu fyrir þá sem þess óska. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 78. árg. 2002 45

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.