Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Side 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Side 53
Á) i IA.IÆU U tX\AÁ Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnu- eftirlitsins, mun í næstu tölublöðum rita pistla um vinnuvernd. Hér kemur fyrsti pistillinn. Lýðheilsa og heilsuvernd á vinnustað Nýlega var stofnað félag um lýðheilsu og mikill fjöldi fundarmanna á stoíhfundinum sýndi að víðtækur skilningur og áhugi er á að vinna að bættri heilsu og forvörnum. Vinnustaðurinn er kjörinn vettvangur fyrir slíkt starf enda dveljast flestir drjúgan hluta ævinnar á vinnustaðnum. Vissulega hefur nokkuð áunnist í því að auka skilning á mikilvægi heilsuverndar á vinnustað, en betur má ef duga skal. Sameining sjúkrahúsa, uppsagnir starfsfólks, samdráttur og niðurskurður í heilbrigðisgeiranum kalla á viðbrögð. Margir þurfa efalaust á stuðningi að halda við þessar aðstæður, bæði þeir sem ýtt er til hliðar á einhvem hátt og hinir sem eftir sitja en óttast um stöðu sína. Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á vinnuverndarlögunum sem sett voru 1980. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða breytingar verða samþykktar en meðal þess sem lagt er til er að einkaaðilar geti annast heilsuvernd á vinnustað. Til þess að þjónusta þessara aðila sé að einhverju leyti samræmd er hugmyndin að þeir fái vottun svo að þeir megi starfa á þessum vettvangi. Heilsuvernd á vinnustað er sérstök tegund heilsuvemdar sem krefst margs konar sérþekkingar sem engin ein starfsstétt hefúr til að bera. Undirstaða þessarar heilsuvemdar er áhættumat. í frumvarpinu til breyttra laga er kveðið á um það að atvinnurekanda sé skylt að gera eða láta gera áhættumat á vinnustaðnum. Framhaldið fer eftir því hvað áhættumatið leiðir í ljós, en undirstöðuatriðið er að í þessari heilsuvernd er alltaf gengið út frá aðstæðum á vinnustaðnuni. Um getur verið að ræða slysagildrur, ýmiss konar mengun (t.d. efna, hávaða), líkamlegt eða andlegt álag, skipulagsbreytingar, sem leiða af sér óvissu eða ama, samdrátt eða sameiningu fyrirtækja. í heilsuvemd á vinnustað er fyrst og fremst hugsað um hópinn en ekki einstaklinginn. Nokkuð hefúr þess gætt að þeir sem selja þjónustu undir yfirskriftinni heilsuvernd á vinnustað bjóði ólíka þjónustu og ekki er alltaf haft að leiðarljósi að ganga út frá aðstæðum á vinnustað í forvamastarfinu. Ef atvinnurekandi kýs að kaupa almennar heilbrigðisskoðanir eða líkamsrækt fyrir starfsmenn sína er gott eitt um það að segja, aðeins ef öllurn aðilum er ljóst að það er aukaþjónusta en ekki sú grundvallar heilsuvernd sem atvinnurekanda er skylt að veita og byggist á áhættumati á vinnustað. Það er þá siðferðileg skylda þess sem sinnir heilsuvernd á vinnustað að upplýsa atvinnurekandann og þar með verkkaupandann um hvers konar heilsuvernd er mest þörf fyrir á hverjum tilteknum vinnustað. Þjónustuaðilar á markaðinum þurfa að hafa þekkingu til að geta gert áhættumat á vinnustað eða geta a.m.k. komið með ábendingar um lausn vandamála þegar áhættumat hefur verið gert. Framkvæmdin og ábyrgðin á framkvæmdinni verður á hinn bóginn alltaf í höndum atvinnurekandans. Ábyrgir þjónustuaðilar benda atvinnurekandanum á hvers hann þarf með í stað þess að selja honum þjónustu sem hann hefur takmarkaða þörf fyrir og er ekki skylt að veita starfsmönnum sínum. Umræður hafa verið um mismuninn á heilsuvernd á vinnustað og heilsueflingu á vinnustað. Munurinn á þessu tvennu er að heilsuvernd á vinnustað er sú heilsuvernd sem skylt er að hafa samkvæmt lögum og sem kveðið er á í reglum en heilsueflingin er viðbótin. Hjúkrunarfræðingar geta gegnt lykilhlutverki í heilsuvernd á vinnustað en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefúr gefið út ágæta bók um þetta efni (The Role of the Occupational Health Nurse in Workplace Health Management) sem gefin var út 2001. Bæklingur Vinnueftirlitsins um heilsuvemd á vinnustað er á heimasíðu Vinnueftirlitsins: www. vinnueftirlit.is. hkg@ver.is Staða hjúkrunar innan WHO í uppnámi Staða hjúkrunar innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er nú í uppnámi. Innan Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, starfa nú um sex milljón hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður í því 51 landi sem heyrir undir skrifstofuna í Kaupmannahöfn. I ársbyrjun 2001 var skipulagi stofnunarinnar breytt og var þá ákveðið að sá málaflokkur sem hefur með málefhi hjúkrunar og ljósmóðurfræði að gera falli undir deildina Samhæfð heilbrigðisþjónusta sem er deild innan WHO, staðsett í Barcelona. Með nýju skipulagi fékk hjúkrunarfræðingurinn Ainna Fawcett-Henesy, sem var svæðisráðgjafi Evrópudeildar- innar í málefnum hjúkrunar og ljóðsmóðurfræði í 5 ár nýja stöðu innan WHO. Var íslenski hjúkrunarfræðingurinn Vilborg Ingólfs- dóttir ráðin til starfa á skrifstofuna í Kaupmannahöfn í 5 mánuði á síðasta ári til að brúa bilið frá því Ainna Fawcett Henesy tók við nýju starfi og þar til deildin í Barcelona taldi sig reiðubúna að taka við hjúkruninni og ljósmóðurfræðinni. Síðan Ainna Fawcett Henesy hætti sem svæðisráðgjafi hefur engin tilraun verið gerð til að ráða hjúkrunarfræðing í fast starf við Evrópu- skrifstofuna. Við deildina í Barcelona hefur tímabundið verið ráðinn spænskur hjúkrunarfræðingur, Miguel Escobar Bravo, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefúr þó ekki skýrt Alþjóða- samtökum hjúkrunarffæðinga frá því hvaða prófum hann hefur lokið. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, þar á meðal ICN, PCN og SSN hafa mótmælt því að málaflokkurinn um hjúkrun og ljósmóðurfræði hafi verið fluttur frá höfðuðstöðvunum í Kaupmannahöfn og eins því að staðan hefur ekki enn verið aug- lýst til umsóknar. Bréf hafa verið send til Gro l larlem Bruntland varðandi málið en engin lausn er enn í sjónmáli. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002 53

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.