Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 57
Félag um
lýðheilsu
Stofnfundur Félags um lýðheilsu var haldinn 3. desember sl.
á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Fundurinn var settur af
Önnu Björgu Aradóttur en Sigrún Gunnarsdóttir var
fundarstjóri.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra,
flutti ávarp og fagnaði félagsstofnuninni. Sagði hann m.a. að
von hans væri sú að félagið yrði jafnöflugt og málstaðurinn
væri góður.
Sigurður Guðmundssson, landlæknir, hélt að því búnu
erindi um lýðheilsu á íslandi. Hann gerði fyrst grein fyrir
undirstöðuþáttum heilbrigðis, s.s. jöfnuði, uppfyllingu grunn-
þarfa, mikilvægi þess að fólk hefði hlutverk í þjóðfélaginu,
byggi við frið og að ráðamenn hefðu pólitískan vilja til að
stuðla að bættu heilsufari þjóðarinnar. Síðan stiklaði hann á
stóru í þeim áföngum sem náðst hefðu á sviði lýðheilsu á
liðnum áratugum. Hann fór yfir heilbrigðistölfræði þjóðar-
innar og benti á það sem gott er og það sem betur má fara. Að
lokum fjallaði hann um ný verkefni sem eru verðugt viðfangs-
efhi fyrir þá sem starfa á sviði lýðheilsu, s.s. nýja sjúkdóma,
geðheilsuvandamál, fíkniefnanotkun, slys, sjálfsvíg, reykingar,
ofbeldi og offitu. Að lokum óskaði hann félaginu alls góðs og
vitnaði í Antoine de Saint-Exupery sem sagði: „Okkar er ekki
að spá fyrir um framtíðina heldur að gera hana að veruleika.“
Þá kynnti Sigrún Gunnarsdóttir drög að lögum félagsins.
Nokkrar breytingatillögur voru bornar fram. Lögin voru síðan
borin upp til samþykktar og voru þau samþykkt samhljóða. Þá
var kosin stjórn. Geir Gunnlaugsson var kosinn formaður og
Anna Björg Aradóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristinn Tómas-
son, Laufey Steingrímsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Val-
gerður Gunnarsdóttir í stjóm. Jóhann Á. Sigurðsson og Hólm-
fríður Gunnarsdóttir voru kosnir skoðunarmenn.
Nokkrir fundarmanna bentu á mikilvægi þess að hinn
almenni borgari kæmi að stjórn og starfsemi félagsins og mun
stjómin hafa það að leiðarljósi enda er tilgangur félagsins að
stuðla að heilsu og vellíðan landsmanna á sem víðastan hátt.
Markmið félagsins
Samkvæmt lögum félagsins varðar lýðheilsa félagslega og
heilsufarslega þætti þjóða og hópa. Lýðheilsa miðar að því að
bæta heilbrigði, lengja líf og bæta líðan og aðbúnað þjóða og
hópa með almennri heilsuvernd, heilsueflingu, sjúkdóma-
vömum og annarri heilbrigðisþjónustu.
Félagið heitir Félag um lýðheilsu (á ensku Icelandic
Association of Public Health). Starfssvæði þess er landið allt.
Heimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík.
Félag um lýðheilsu er félag fagmanna og áhugafólks um
lýðheilsu á íslandi. Tilgangur félagsins er að:
• Hvetja til þess að heilbrigðissjónarmiða, sem eru byggð á
Stofnun félagsins samþykkt með handauppréttingu.
bestu þekkingu á hveijum tíma, sé gætt við stefnumótun
og aðgerðir stjórnvalda.
• Vekja athygli almennings á möguleikum til að hafa áhrif á
eigið heilbrigði og leiðum til heilsueflingar.
• Hvetja til samstarfs þeirra sem starfa á vettvangi lýðheilsu
og þeirra sem geta haft áhrif á heilsufar og velferð lands-
manna, s.s. sveitarfélaga, skóla og stofnana.
• Vinna að bættu heilsufari þjóðarinnar með því að standa
vörð um gæði þjónustu á sviði lýðheilsu og jafnan aðgang
að heilbrigðisþjónustu.
• Stuðla að menntun, þróun og rannsóknum á sviði lýðheilsu
og beitingu viðurkenndra aðferða við mat á árangri verk-
efna.
Starf félagsins gmndvallast á hugmyndum um jafnræði til
heilbrigði. Félagið leggur áherslu á félagslegt réttlæti, jafn-
rétti, tjáningarfrelsi, frið, gagnkvæma virðingu og umburðar-
lyndi í samskiptum og skoðanaskiptum. Félagið skal eiga
samskipti við félagasamtök um lýðheilsu á erlendum vett-
vangi.
Rétt til aðildar að félaginu eiga fagmenn og áhugafólk um
lýðheilsu. Umsókn um aðild er yfirlýsing um stuðning við
tilgang félagsins og þær hugmyndir sem félagið grundvallast á
(sbr. 2. gr.). Umsókn skal berast stjórn bréflega og tekur hún
ákvörðun um aðild hverju sinni.
Félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félags-
ins. Rétt til að greiða atkvæði á fundum félagsins og kjörgengi
í stjórn og nefndir hafa einungis þeir sem greitt hafa félags-
gjöld. Allir félagsmenn eiga rétt á fréttabréfi félagsins og öðru
efni sem félagið gefur út.
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins.
Hann skal haldinn árlega að hausti. Allir félagsmenn eiga rétt
til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðarétt.
Fundurinn skal boðaður félagsmönnum skriflega með minnst
sjö daga fyrirvara. í fundarboði skal greina fundarefni svo og
allar tillögur sem ætlast er til að bornar verði undir atkvæði.
57
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002