Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 14
inn í orðum hennar. Hann segist ekki hafa ætlað að vera full, og ég finn hvernig umhyggja mín fyrir gamla manninum blússar upp um leið og andúðin gagnvart honum koðnar niður. Jóhann er nú kominn í baðið. Vatnsnuddið þyrlar upp vatn- inu. Guðlaug bætir freyðilegi út í baðvatnið áður en hún fer og kinkar kankvís til mín kolli. Jóhann segir mér að iðustrókamir fitli við eitthvað þama niðri sem hann hafi alveg verið búinn að gleyma; einhver glettni bærist bak við hversdagsgrámann. Eg spyr: „Hvað viltu vera lengi í baðinu?“ Hann segir 5 mínútur en eftir 2 er hann búinn að fá nóg. Honum er orðið kalt. Ég legg handklæði um axlir hans. Ég nota sturtuúðarann til að ýta frá honum löðrinu sem er alveg að kaffæra hann. Hann kvartar um að sturtan sé köld. Ég var búinn að prófa hitann á vatninu áður en ég sprautaði, en ég segi bara: „Best að drífa þig upp úr.“ Baðinu er lokið. Honum er kalt. Ég vef handklæði um hann og tek eftir að hann er með „tegaderm“-sáraumbúðir á spjaldhryggnum. Ég kalla á Guðlaugu sem fjarlægir umbúð- imar. Sárið lítur út fyrir að vera aumt og Jóhann jánkar því. Guðlaug leggur til að við setjum „allavyn“-umbúðir á sárið. Mér gengur illa að koma Johanni í TED-sokkana, ekki síst vegna þess að ég forðast að espa hann á nokkurn hátt og vil að hann sé samvinnuþýður. í vaktarbyrjun hafði ég lesið sjúkraskýrslur Jóhanns til að búa mig undir að annast hann. Ég segi við hann: „Mér var sagt að þú sért nýbúinn í geislameðferð. Hvernig gekk?“ Ég er að reyna að koma samræðum í gang. Hann segir sögu sína hik- laust. Krabbamein í vélinda hefur tekið sig upp aftur en það hafði fyrst greinst fyrir sjö árum og verið meðhöndlað þá. Honum er órótt út af þessu og finnst hann illa svikinn að meinið skuli komið aftur. Ég tek undir með honum að það sé illt að þurfa að vera upp á aðra kominn við að þrífa sig og klæða. Hann lítur á mig hugsi. „Rétt er það.“ Mig langar að skilja betur hver þessi maður er og hvað honum finnst um heilsubrestinn. Ég finn að það er ekki hægt að hjúkra honum nema vita um slík grundvallaratriði. Mér finnst ég búinn að ná sambandi við hann og minnist á hjúkrunarheimilið. „Ég heyrði að þú værir á leiðinni á hjúkr- unarheimili.“ Hann spyr um hvað ég sé eiginlega að tala. Ég finn undir eins andstöðuna. Hættusvæði. Ég dreg í land: „Ég hef sjálfsagt misheyrt þetta.“ Ég spyr mig í huganum hvort hann neiti að horfast í augu við þetta eða hafi einfaldlega gleymt því. Hann lætur málið niður falla en ég spyr sjálfan mig hvort það hafi verið rétt að minnast á hjúkrunarheimilið. Glappaskot að hafa farið að ráðum Guðlaugar! Loks röltum við aftur að rúminu hans. Hann þakkar mér íyrir hjálpina og biðst afsökunar á að hafa verið erfiður. Ég segist skilja hann vel, honum hljóti að finnast erfitt að vera hérna þegar heilsan sé eins og hún er. Hvers vegna ætti hann að þykjast ánægður þegar hann er það greinilega ekki. Tilvistar- kreppa. Berst við að finna einhveija glóru í þessu öllu saman. Hann veit ekki af ráðabrugginu um að koma honum á hjúkrun- arheimilið. Þetta er gamla togstreitan milli sjálffæðis sjúklings- ins og umhyggju annarra. Dóttur hans finnst hún ekki geta 78 lengur hugsað um hann heima hjá honum svo það er búið að ákveða að þeim sé báðum fýrir bestu að hann fari á hjúkrunar- heimili. Svona togstreita er alltaf erfið viðureignar. í huganum reyni ég að vega og meta þarfir Jóhanns og dótturinnar og finn hvemig menn glata sjálfræðinu þegar þeir verða upp á aðra komnir um grundvallarþarfirnar. Sjálfsvirðingin dalar þrátt fyrir að hjúkrunarffæðingamir geri hvað þeir geta til að viðhalda henni. Það er mikilvægt að veita Jóhanni stuðning. Kannski er rangt að vera með þetta leynimakk en ég veit að hann hefði streist á móti ef hann hefði verið hafður með í ráðum. Hann hefði orðið eins og óþekkur krakki. Það er mikilvægt að ég sem annast Jóhann, þótt ekki sé nema þessa einu vakt, skilji þessa togstreitu og sætti mig við hana. Auðvitað em ekki til neinar alréttar lausnir, bara þær skástu miðað við aðstæður. Jóhann rakar sig með raffnagnsrakvél. Ég næ í te handa honum og hann kinkar til mín kolli. Ég segi Guðlaugu ffá glappaskotinu. Hún hlær. Ég kann vel að meta hvemig hún hlær bara og hristir þetta af sér. Þetta er samt ekkert grín fyrir Jóhann. Jóhann veit að við Guðlaug erum að tala um hann svo ég fer til hans síðar og segi honum að við höfurn verið að tala um sárið á honum. Hann segir sárt að sitja á stólsessunni. Ég spyr hvort hann vilji leggjast í rúmið. Hann segist nýkominn ffam úr, hann er ekkert önugur. Ég bið hann að láta mig vita þegar vilji fara aftur í rúmið, það gerir hann 20 mínútum síðar. Hann er þakklátur fyrir hjálpina. Hann hefur staðið fast á sjálffæði sínu og streitist ekki lengur gegn mér því hann veit núna að ég passa mig á að virða sjálfræði hans eftir því sem kostur er, svo hann fær að ráða því litla sem hann er fær um að ráða nú orðið. Ef hann er full veit ég að hann er bara að hleypa út innibyrgðri gremju yfir að vera svona illa settur en ekki að skjóta eitur- skeytum á mig. Ég reyni í staðinn að hjálpa honum að beina neikvæðninni á jákvæðari brautir með því að fá hann til að beina sjónum að góðu hliðunum á tilverunni. Mér finnst ekki að með því loki maður augunum fýrir ástandinu hjá honum þótt það sé í raun ósköp dapurlegt. Þetta eru vangaveltur um stöðu hans og þannig hjálpa ég honum að öðlast agnarlitla stjóm á tilverunni svo hann hafi um eitthvað að velja í eigin ævihlaupi. Ég finn óveðursskýin, sem ógna lífi hans, hrannast upp. Veit hann af þeim? Hunsar hann þau? Eða eru skýin eitthvert ráðabrugg? Ég hef samúð með þessum litla, veikbyggða manni. Ég er líka eilítið smeykur við hann. Snýr hann sér á hina hliðina og gefst upp eða ætlar hann að þráast við? Ég get víst lítið sagt um það. í huganum vona ég að hann þráist við þó að dóttirin þrýsti á. En mig grunar að hann verði yfir- bugaður og láti í minni pokann. Jæja, hvað skiptir nú mestu máli í þessari lýsingu á sam- skiptunum við Jóhann? Að hann sé geðvondur vegna þess að hann er kvíðinn og gramur, missi þess vegna stjórn á skapi sínu? Að við stimplum hann geðvonskupúka vegna þess að við komum fram við hann af ljúfmennsku en þó lymskufull; umburðarlynd, velviljuð og umhyggjurík en þó gagnrýnin og við öllu búin ef hann skyldi voga sér of langt? Með svonefhdri Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.