Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 44
þjónustu enda skilar það sér oftar en ekki til heillar fjölskyldu og til langrar framtiðar.“ Fólk sem ekki vill vera í opinbera kerfinu - Leita aðilar utan opinbera kerfisins til þin? „Já, og í fyrra varð t.d. mjög mikil fjölgun á hringingum frá fólki sem vildi koma í meðferðarvinnu. Þetta var eftir að stutt viðtal birtist við mig i Mannlífi þar sem ég nefndi að hægt væri að vinna úr sínum geðrænu vandamálum án geð- deyfðarlyfja. Það kemur til mín fólk sem vill fá þjónustu sem allra fyrst og það er tilbúið að borga fyrir hana. Þetta fólk vill líka vera fyrir utan heilbrigðiskerfið - vill ekki láta skrá sig inn í tölvukerfi hins opinbera. Fólki finnst mjög gott að geta komið í þetta rólega umhverfi hér hjá mér þar sem það veit að það á ekki von á að mæta öðrum á biðstofu eða móttöku. Þegar ég stofnaði Liljuna ehf. gerði ég mér grein fyrir því að ég þyrfti að kynna þjónustuna betur. í kjölfar þeirrar vinnu fór ég að fá fyrirspurnir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Núna er ég með stóran hóp viðskiptavina. Auk þeirra sem TR greiðir meðferðina fyrir eru einstaklingar sem greiða sjálfir fyrir þjónustuna, fyrirtæki og sveitarfélög. í fyrirtækjum er þjónustan aðallega í formi námskeiða, s.s. for- varna og sjálfsstyrkingar, en lika að vinna með einstaklinga sem hafa veikst. Það hefur nefnilega sýnt sig rækilega að það er mjög dýrt bæði fyrir fyrirtæki og samfélagið að fólk sé mikið frá vinnu vegna veikinda. Fyrirtækin vilja því ýmislegt á sig leggja til að koma í veg fyrir slíkt.“ - Flvað Ijallar þú um á forvarnanámskeiði? „Aðallega að hver og einn hugi vel að sjálfum sér sem manneskju. Að hann styrki eigin sjálfsvitund og innri þroska sem fólk leggur almennt litla rækt við. Enn fremur legg ég áherslu á að fólk taki sjálft sig í sátt og sé tilbúið að takast á við breytingar í lífi sínu.“ - Er ekki kominn sá tími að þú þurfir að fá fleiri til að starfa með þér? „í langan tíma er ég búin að þrá að geta ráðið til min starfsfólk á heilbrigðissviði í vinnu. Vegna samninga Félags Einhvers staðar h Guðbjörg Sveinsdóttir er forstöðumaður í Vin - athvarfi fyrir geðfatlaða sem Rauði kross íslands rekur. Þar hefúr hún unnið í 7 ár en áður starfaði hún lengst af á geðdeildum Landspítal- ans en líka í Noregi þar sem hún lærði geðhjúkrun. Hún hefur mjög ákveðnar skoðanir á starfi geðhjúkrunarfræðinga og því sem að starfi þeirra snýr - sem ekki er víst að öllum líki að heyra - en mestar áhyggjur hefur hún þó af skortinum á geð- hjúkrunarfræðingum. „Ástæðan fyrir því að ég sagði upp á geðdeild Landspítal- ans var að mér fannst ég ekki lengur vera að vinna við geð- íslenskra hjúkrunarfræðinga við Tryggingastofnun verð ég ein að fara í vitjanirnar sem eru samtals sjötíu á mánuði. Þessum samningum þyrfti að breyta þannig að vitjunum yrði fjölgað og að ég hefði möguleika á að þjálfa fleiri starfsmenn til heimageðþjónustu." Stefnir hátt í framtíðinni Tíniinn hefúr liðið hratt í sólstofúnni hjá Berþóru, jafnvel þótt hún hafi nokkrum sinnum þurft að sinna erindum símleiðis og líka heimiliskettinum, Chloé, sem fressköttur úr næsta húsi hefur verið að gera sér of dælt við. Bergþóra er að lokum spurð hvernig henni hafi tekist að halda markmiðum við- skiptaáætlunar sinnar. Mjög vel, er svarið og hún segir frá því að í kjölfar ársskýrslu um starfsemi Liljunnar, sem hún sendir m.a. til Tryggingastofnunar og heilbrigðisráðuneytisins, hafi hún hitt Ragnheiði Haraldsdóttur, hjúkrunarfræðing sem starf- ar i ráðuneytinu, sem vildi fá að heyra álit og hugmyndir Bergþóru um geðheilbrigðisþjónustuna og á hvað ætti að leggja áherslu til framtíðar. „í framhaldinu sendi ég beiðni til ráðuneytisins um styrk til að þróa heimageðhjúkrunarþjónustuna svo gera megi hana markvissari. Ég veit auðvitað ekki hvort ráðuneytið veitir mér þennan styrk eða setur mig á bið. Þetta var a.m.k. eitt af því sem ég setti inn í viðskiptaáætlunina mína, þ.e. að útvíkka þessa þjónustu svo hún nái til alls landsins - þess vegna út fyrir ísland. Ég hef einnig mikinn áhuga á að byggja upp kvennaheilsumiðstöð þar sem konur á öllum aldri gætu notið meðferðarþjónustu á geðsviði. Málið er að hafa nógu mikla drauma, hugsa stórt og stefna að því.“ Þessi bjartsýnisorð látum við vera lokaorðin og það verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum Bergþóru en þess má geta að hún stundar nú rannóknartengt nám við HI um samskipti kvenna við heilbrigðisstarfsmenn. Þessi rannsókn- arvinna á án efa á eftir að nýtast vel i fyrirtækinu. Blaðamaður heldur nú sem leið liggur í athvarfið Vin á Hverfisgötunni þar sem ætlunin er að forvitnast um störf Guðbjargar Sveinsdótt- ur, geðhjúkrunarfræðings. 3fur lína brotnað hjúkrun. Hjúkrunarfræðingaskorturinn var mikill en mikið af ófaglærðu starfsfólki að störfum. Mér fannst vinnan mín ómarkviss og ég væri bara að slökkva einhverja elda og engin þróun verða í starfi mínu - mér fannst ég vera að staðna. Þegar forstöðumannsstarfið á Vin losnaði sótti ég um og fékk og hér hef verið síðan - með örstuttu hléi þó. Auk mín starfa hér þrír starfsmenn og sjálfboðaliðahópur en hingað koma um 30 manns á dag, fá heitan mat í hádeginu og ýmiss konar þjónustu. Við höfum hér verið að þróa ákveðna hugmyndaífæði í 108 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.