Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 41
óneitanlega áhyggjuefni hversu fáir eru sérmenntaðir í geð- hjúkrun." Díana: „Kannski er ástæðan sú að við höfum gert of lítið af því að kynna starfið og hjúkrunarfræðingar eru kannski örlítið hræddir við þennan starfsvettvang. Margir halda að vinna við geðhjúkrun sé allt öðruvisi en sú sem má eiga von á í hjúkrun. Að starfið sé eins og lýst er í gömlum sögum frá Kleppi eða eins og sýnt er í bíómyndum. I geðhjúkrun erum við að skoða heildarmyndina: hvemig manneskjunni líður og afleiðingum þess að henni líður illa andlega. Þetta er ekki hægt að skoða á einum degi - það tekur tíma. Reynslan er einmitt mjög góður skóli og þeir sem endast í þessu starfi í nokkur ár eru að safna að sér verðmætri þekkingu og reynslu. Það tekur t.d. tíma fýrir nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing að þora að nota sjálfan sig sem tæki og tól í starfinu - en í okkar starfi em það bara við.“ - Þýðir þetta þá að geðhjúkrunarffæðingar kynnist hverj- um sjúklingi mjög vel? Svava: „Já, og fjölskyldu hans - við vinnum mikið með íjölskyldum geðsjúkra. Störf við geðhjúkmn fela einnig í sér mikla teymisvinnu. Við störfum með öðram fagstéttum, t.d. geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum og sjúkraliðum.“ Öll meðferð er einstaklingsbundin - Hvernig gengur daglega starfið fyrir sig - hvað gerist t.d. þegar einhver er lagður inn á bráðamóttöku? Díana: „Bráðamóttöku geðdeildar má líkja við slysadeild. Þar er reynt að veita þeinr sem þangað leita þá aðstoð sem við á eða vísa í ákveðinn farveg. Sumir geta þurft að leggjast inn og öðmm nægir göngudeildarþjónusta. Þeir sem eru bráðveik- ir leggjast á einhverja hinna tjögurra bráðadeilda sem eru á Hringbrautinni þar sem legutími getur verið allt frá einum sólarhring upp í 6-8 vikur en meðaltíminn er um 2-3 vikur. Misjafnt er hvemig meðferð hver og einn fær en meðferðin er einstaklingsbundin. Að þessum tíma loknum er misjafnt hvort einstaklingar fara heim eða þurfa á frekari meðferð að halda. Þeir sem fara heim fá margir göngudeildarþjónustu sem er rekin hér á Kleppi, á Hringbrautinni og á Hvítabandinu. Að auki eru dagdeildir sem eru úrræði fyrir þá sem útskrifast heim en þurfa meiri þjónustu en fæst á göngudeild. Á dag- deild er fólk frá morgni fram til kl. 16:00 á daginn og þar er boðið upp á hjúkrun og heilmikla meðferð sem hefur það markmið að koma fólki út í þjóðfélagið á ný.“ - Er einhver ákveðinn tími sem fólk er í endurhæfingu? Díana: „Nei, öll meðferð er einstaklingsbundin og geðhjúkr- un miðast við einstaklingshæfða meðferð, þ.e. að koma til móts við einstaklinginn þar sem hann og hans fjölskylda era stödd.“ Svava: „Taka þarf mið af hvaða geðsjúkdóm viðkomandi er með og við hvaða aðstæður hann býr. Alltaf þarf að skoða heildarmyndina; félagslegar aðstæður og fjölskyldutengsl sjúklinganna eru mikilvægir þættir sem skoðaðir era við geð- hjúkrun.“ - Hvernig metið þið hvort fjölskyldan er í stakk búin til að fá viðkomandi heim? Svava: „Reynt er að hafa fjölskyldufundi og fá fjölskyld- una til að taka þátt. Reynslan hefur sýnt að það hefur áhrif á meðferðarheldnina. En til þess að fá fjölskylduna til að vinna með okkur þarf fræðslu og gott aðgengi að fagfólki. Ég held einmitt að það sé einn af okkar sterku þáttum hér að þetta að- gengi er tryggt." Díana: „Fjölskyldan hefur vanalega um mjög margt að spyija. Sumu er hægt að svara en öðru ekki fyrr en eftir ákveðinn tíma. En þarna er verið að mynda tengsl við fagaðil- ana sem sinna veika Qölskyldumeðlimnum.“ Svava: „Það er mikið álag á fjölskylduna þegar einhver í fjölskyldunni leggst inn á geðdeild, ekki síst vegna fordóma en þeir skapast venjulega af vanþekkingu. Það vantar meiri fræðslu um geðsjúkdóma. Lengi vel mátti ekki ræða það ef einhver var veikur af geðsjúkdómi - geðsjúkdómur þótti ljótt orð.“ - Nú hefur verið umræða um það að geðhjúkrunarfræð- ingar verði frekar fýrir ofbeldi en aðrir hjúkranarfræðingar - er það ykkar reynsla? Díana: „Ekki þannig að geðsjúkir séu ofbeldishneigðari en aðrir - alls ekki. En á bráðamóttöku geðdeilda og inn á geð- deildir koma einstaklingar sem era mjög veikir og jafnvel í neyslu. Ofbeldi er ekki stórt vandamál en auðvitað geta komið upp tilvik og við eram meðvituð um það. Þrír hjúkranarfræð- ingar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH) voru t.d. sendir á síðasta ári til Bretlands til að læra viðbrögð og varnaraðgerðir gegn ofbeldi. Núna stendur yfir þróunarverkefni á geðsviði LSH þar sem verið er að fræða alla sem vinna á geðsviðinu um það hvemig eigi að koma í veg fyrir ofbeldi og hvernig bregðast eigi við, komi það upp.“ - Af fréttaflutningi virðist sem það sé einna helst ungt fólk sem er í neyslu - þarf annars konar geðmeðferð fýrir ungt fólk? Svava: „Á almennum geðdeildum er tekið á móti einstakl- ingum 18 ára og eldri en barna- og unglingageðdeild tekur á móti þeim yngri. Reynt er að koma til móts við þarfir ein- staklinganna og þarfir barna og unglinga eru ekki þær sömu og fullorðinna.“ Líst vel á danska kerfið - Hvernig sjáið þið fýrir ykkur þróunina í geðhjúkran? Svava: „Á síðasta ári fóra 10 hjúkrunarffæðingar á geð- sviði Landspítala-háskólasjúkrahúss til Danmerkur og kynntu sér meðal annars uppbyggingu geðhjúkrunar á Ríkisspítal- anum (Rigshospitalet) í Kaupmannahöfn. Við Díana vorum í hópnum. Okkur þótti fýrirkomulag Dana eftirtektarvert. Þar geta geðsjúkir fengið göngu-, dag- og heimsóknarþjónustu á nokkurs konar hverfastöðvum fýrir geðsjúka. Hverfastöðvun- um tilheyrir ákveðið svæði og eftir þörfum fara fagaðilar heim til fólks sem býr á svæðinu til að gefa lyf og fýlgjast með líð- an. I tengslum við hverfastöðvarnar eru síðan tilteknar legu- deildir á Ríkisspítalanum. Þannig geta meðferðaraðilarnir lagt þá sjúklinga strax inn sem á innlögn þurfa að halda. Þetta tryggir samfellu í meðferð. Ég trúi því að með tímanum muni 105 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.