Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 48
háskólann í Árósum og á því tímabili lagði hún einnig leið sína til Islands til að læra íslensku. Einn prófessoranna, sem kenndi henni, frétti af því og bað hana um að vera túlkur á heimili íyrir unglinga sem áttu við ýmis vandamál að stríða en þar var þá ung íslensk stúlka. „Ég var þá 29 ára en hún var 15 ára. Þetta varð til þess að ég hóf afskipti af geðverndarmálum ungmenna og við byggðum upp deild 1969-’74 við Monte- bello á Helsingjaeyri,“ en þau málefni hafa verið henni afar hugleikin alla tíð síðan. Árið áður höfðu leiðir hennar og Pálínu Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræðings legið saman í námi í kennslu og stjórnun við hjúkrunarháskólann og hafa þær haldið sambandi alla tíð síðan. Lísa er þekkt íyrir baráttu sinni fyrir auknum réttindum geð- sjúkra. Hún hefúr einnig verið virk í Amnesty International og ollu yfirlýsingar hennar miklu fjaðrafoki í dönskum fjölmiðlum á níunda áratugnum þegar hún lét hafa eftir sér að það væri brot á mannréttindum þegar sjúklingar væru settir i spennitreyjur, sem hún sagði reyndar vera úrræði notað þar sem of fátt starfsfólk væri á sjúkrahúsinu. Þá var hún hjúkrunarforstjóri á geðsjúkrahúsinu Nordvang í Glostrup en þar var hún í 11 ár. Viðhorf hennar komu fyrst fram í danska hjúkrunartíma- ritinu „Sygeplejersken“ en þar var hún í ritnefhd og um tíma formaður ritnefndar. Hún hefur ritað fjölda greina og bækur um umhyggju fyrir sjúklingum, og ábyrgð hjúkrunarfólks sem sinnir þeim sem eiga við geðræna örðugleika að stríða og gaf m.a. sjálf út bókina „Ansvar og ansvarlighed - om sygeplej- erskens pligter og rettigheder". Þá bók ætlar hún að gefa út aftur í endurbættri útgáfu, segist þó varla hafa tíma til þess, hún sé búin að gera það sem hún hefúr getað til að uppfylla metnað sinn, nú vilji hún bara hafa það skemmtilegt. Hún segir hafa orðið heilmiklar breytingar á hjúkrunar- starfinu þann tíma sem hún hafi unnið við það. „Hjúkrunar- starfið á í vök að verjast í okkar samfélagi þar sem umhyggja fyrir öðru fólki hefur minnkað í tæknisamfélagi nútímans.“ Hún segist afskaplega hrifin af ferðalögum og fer stundum með litlum fyrirvara eins og þegar þær vinkonurnar fóru til New York. „Við sátum og vorum að ræða um hvað það væri gaman að skreppa til New York þegar við ákváðum að drífa okkur þangað strax daginn eftir og stoppa í þrjá daga á Islandi,“ segir hún og rifjar upp nokkur atriði úr mjög skemmtilegri ferð. „Það er betra að ferðast meðan maður hefur heilsu til, því margir geta ekki ferðast þegar þeir eru orðnir of gamlir,“ bætir hún við. Hún hefúr farið víða bæði í tengslum við starfið og í fríum, „hef verið í Afríku, svo sem í Kenýa og Egyptalandi, í Bandaríkjunum, New York, New Orleans, Kaliforníu og Pennsylvaníu og Kanada.“ Nú í maí ætlar hún til Gotlands og Eylands í Svíþjóð, til Belize í Mið- Ameríku í júní og í september til Barcelona og Bilbao á Spáni, m.a. til að skoða byggingarlist. Hún fer einnig oft að heimsækja vini sína í London og til hennar í Kaupmannahöfn koma margir gestir, segir hún á leið út á næstu strætisvagna- stöð þar sem leiðir skilja. rvé-t-tiY' frÁ fAAÁtilÁuw. Frá fagdeild heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga Síðastliðið ár gekk stórslysalaust hjá fagdeild heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga. Félagatalan hélst nokkuð í jafnvægi eftir mikla uppsveiflu árið áður. Stjórnin hafði uppi ýmsar hug- myndir að verkefnum en það stærsta sem ýtt var úr vör, var merki fagdeildarinnar en það var opinberlega kynnt á ráð- stefnunni „Framtíóarsýn innan heilsugœslunnar“ 13.-14. sept. sl. Sú ráðstefna var mjög tímabær fyrir heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga og þar kom bersýnilega í ljós sú mikla gróska í framþróun og rannsóknum sem félagar unnu að en höfðu ekki komið á framfæri. Fleiri ráðstefnur voru á árinu og má þar helstar nefna alþjóðlega ráðstefnu skólahjúkrunarfræðinga sem haldin var í Danmörku í júlí. Hana sóttu sex hjúkrunarfræðingar héðan og allir komu þeir aftur reynslunni ríkari. Þriðja samnorræna ráð- stefnan á vegum NoSB (norrænt samstarf hjúkrunarfræðinga sem vinna með börn) var haldin í Bergen í september. Fag- deildin styrkti einn stjórnarmann, Önnu Eyjólfsdóttur, á ráð- stefnuna en hún er fulltrúi okkar fagdeildar í þessu samstarfi. Aðalfundur fagdeildarinnar var síðan haldinn 21. nóv. sl. og var sú nýbreytni tekin upp að halda fundinn kl. 17 og bjóða upp á súpu og léttar veitingar. Þar var Margrét Gunnarsdótir bókasafnsfræðingur með fyrirlesturinn „Leit í leik og starfi“ sem fjallaði um notkun internetsins og vakti það mikinn áhuga viðstaddra. Einnig kynnti Sonja S. Guðjónsdóttir hjúkrunar- fræðingur þá þjónustu sem Lyfja býður. Ekki er vitað hvort súpan eða fýrirlestrarnir heilluðu meira, en aðsóknin að fúndinum var meiri en elstu menn muna. Fjórða ráðstefna NoSB verður haldin á íslandi haustið 2003. Að henni standa fagdeild bamahjúkrunarfræðinga og fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Fagdeildin vill hvetja alla sem vinna með bömum og fyrir börn, t.d. að forvörnum, meðferð og endurhæfingu, að huga að þessari ráðstefnu. Þama gefst tilvalið tækifæri til að kynna rannsóknir, nýjungar í starfi eða hvað annað sem kann að vekja áhuga ráðstefnugesta. Fyrir hönd fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga, Sigrún K. Barkardóttir, sibark@ismennt.is 112 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.