Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 7
Ritstjóraspjall ........ Gegn fordómum Sjúkdómar virðast vera misfínir ef svo má að orði komast. Ekki kann ég þó að raða þeim í virðingarstiga eftir heitum en hitt er næsta víst að ekki þykir mjög fínt að þjást af geðsjúkdómum. Það gildir þó um þá sem aðra sjúkdóma að líklega velur sér enginn að þjást af þeim en ýmiss konar geðröskun er meðal algengustu sjúkdóma, einkum meðal ungs fólks og aldraðra. Svo algengir eru þeir að um fjórð- ungur þeirra sem fá fullan örorkulífeyri fá hann vegna geðröskunar. Samkvæmt upplýsingum heilbrigðisáætlunar til árs- ins 2010, sem gefin var út af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, gera fram- tíðarspár ráð fyrir að mesta aukingin verði í geð- og taugasjúkdómum þannig að fram til ársins 2020 muni þessir sjúkdómar valda 15% af sjúkdómabyrð- inni. 22% þeirra sem eru eldri en 5 ára þjást af geðröskun á Islandi og því má gera ráð fyrir að 50 þúsund íslendingar 5 ára og eldri þjáist af einhvers konar geðröskun á hverjum tíma. Miklir fordómar hafa löngum fylgt þessum sjúkdómum en fordómarnir byggjast auðvitað fyrst og fremst á þekkingarleysi og ótta við hið óþekkta. Viðtal við Ingibjörgu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðing, sem þjáðist á tímabili af þunglyndi en fann leið til bata sem hún sagði frá hér í tímaritinu í 2. tbl. 2001, vakti mikla athygli, m.a. annarra fjölmiðla. Og fyrir skömmu stóð Geð- hjálp að fjársöfnun og kynningarátaki á þessum málaflokki með mjög góðum árangri og hafa eflaust orðið töluverðar viðhorfsbreytingar í samfélaginu í kjölfarið, einkum þó vegna þess fólks sem hefur stigið fram og rætt um sín veikindi og bataleiðir af hreinskilni. I þessu tölublaði er sjónum m.a. beint að geðhjúkrun og hvemig unnt sé að stuðla að betri geðheilsu með forvörnum og góðri aðhlynningu. Flestum ber saman um að með öflugu forvamastarfi sé hægt að greina vandamál fyrr og koma í veg fyrir langvinn veikindi. Bryndís Kristjánsdóttir ræðir við hjúkrunarfræð- ingana Díönu Liz Franksdóttur, Svövu Þorkelsdóttur, Guðbjörgu Sveinsdóttur og Bergþóm Reynisdóttur. Sæunn Kjartans- dóttir skrifar umsögn um bók Þórunnar Stefánssdóttur Konan í köflótta stólnum og um sálgreiningu, forvamapistill fjallar um forvamir á sviði geðheilbrigðis bama. Eydís Sveinbjamardóttir, Páll Biering og Salbjörg Bjarnadóttir Qalla um markmið heilbrigðisáætlunar í geðheilbrigðis- málum og Björg Guðmundsdóttir segir frá handleiðslu geðhjúkrunarfræðinga. Þá er einnig að finna á innsíðum tímaritsins grein eftir Þóru Jenný Gunnarsdóttur um hvort sérhæfð meðferð eigi erindi í hjúkrun, grein um rýni eftir Christopher Johns, viðtal við Mariuh Snyder og sagt frá ráðstefnunni Hjúkrun 2002 sem haldin var á Akureyri. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.