Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 54
ATVI Siúkrahús Akraness Hjúkrunarfræðingar athugið. Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahús Akraness eru lausar til umsóknar: Lyflækningadeild: 2 stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar nú þegar Handlækningadcild: I staða hjúkrunarfræðings er laus nú þegar Hjúkrunar- og endurhæfingardeild: I staða hjúkrunarfræðings er laus nú þegar. Ahugasömum hjúkrunarfræðingum stendur til boða að taka þátt í viðamiklu þróunarstarfi á SHA. Unnið er með NANDA-hjúkrunar- greiningar og NlC-hjúkrunarmeðferð. Verið er að undirbúa prófún árangursmælinga í hjúkrun sem byggir á flokkunarkerfinu NOC. Lögð er áhersla á að gæði hjúkrunar og þarfir sjúklinga séu hafðar að leiðarljósi. Hér er gullið tækifæri til að læra nýjar áherslur í skráningu sem hjúkrun fram- tíðarinnar mun byggjast á. I boði er einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum ásamt kennslu i notkun flokkunarkerfa. Upplýsingar um stöðurnar gefur Steinunn Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri í síma 430 6000. Frekari upplýsingar um sjúkrahúsið má finna á www.sha.is. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. A sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðingar- og kvensjúkdómadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við ibúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er lögð áhersla á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. A heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla íslands og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins. ST JÓSEFSSPÍTALI SÍti HAFNARFIRÐI Lausar stöður Lyfflækningadeíld Hj úkrunarfræðingar Laus er staða hjúkrunarfræðings á lyflækningadeild spítalans sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi. A deildinni fara fram fjölbreytt og áhugaverð störf sem eru í stöðugri þróun hvað varðar framför í hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar í Hafnarfirði og nágrenni, þetta er mjög góður kostur fyrir ykkur. Þetta er skemmtileg deild og svo er stutt í vinnu sem hentar vel og er fjölskylduvænt sérstaklega hjúkrunarfræðingum með böm. Komið endilega í heimsókn til okkar og við segjum ykkur nánar frá starfseminni og vaktafyrirkomulagi. Þriðju hverja helgi eru unnar 8 tíma vaktir. Einnig eru lausar eingöngu nætur- og helgarvaktir. Hjúkrunarfræðingar óskast til sumar- afleysinga, einnig bjóðum við 3. og 4. árs hjúkrunarnema velkomna til starfa í sumar. Nánari upplýsingar veitir Birna Steingrímsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 555 0000 eða Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 555 0000. Meltmgarsjúkdómadeild Dagvinna Laus er staða hjúkrunarfræðings við meltingarsjúkdómadeild spítalans (göngudeild) frá 1. september 2002. Starfshlutfall samkomulag. í boði er áhugavert starf á nýuppgerðri deild sem er i stöðugri þróun hvað varðar hjúkrun, rannsóknir og vísindavinnu. Gerðar eru rannsóknir á sviði speglana, lífeðlis- og lífefnaffæði. Upplýsingar veita deildarstjórar, Kristín og Ingigerður, í síma 555-0000 eða Gunnhildur Sigurðardóttir í síma 555-0000. HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS Hjúkrunarfræðingar - Ljósmæður Sumarafleysingar Hjúkrunarfræðinga vantar á heilsugæslustöðina á Vopnafirði í 4 vikur í júlí og ágúst og á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum, sjúkrasvið og heilsugæslusvið, í júlí og ágúst. Fastráðning Hjúkrunarfræðinga vantar á Heilbrigðisstofnun Egilsstaða, sjúkrasvið. Ljósmóður vantar á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Nánari upplýsingar gefa: Lilja Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarforstjóri HSA, í síma 470-1400 og 860-1920 Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunarstjóri í Ncskaupstað, í síma 477-1450 Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarstjóri á Egilsstöðum, í síma 865-0026 Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarstjóri á Vopnafirði, í síma 473-1320. Ljjjtk Heilsugœslustöðin Ólafsvík Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á Heilsugæslustöðina í Olafsvík. Fjölbreytt starf í almennri hjúkrun, skólahjúkrun o.fl. íbúð á staðnum. Upplýsingar veita: Fanný Berit, hjúkrunarforstjóri, berit@itn.is, s. 436- 1000, og Björg Bára, framkvæmdastjóri, bbarah@itn.is, s. 436-1002. Fallegt og heimilislegt hjúkrunarheimili í Mjóddinni Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á: - kvöldvaktir, helgarvaktir og einstaka morgunvaktir. Um er að ræða hlutastörf, nú þegar eða eftir samkomulagi. Þú sem hefúr áhuga á að kynna þér störfin og skoða okkar fallega heimili, vinsamlega hafðu samband við hjúkrunarforstjóra eða hjúkrunardeildarstjóra í síma 5102100, Arskógum 2. 118 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.