Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 38
N- -u . m 4 Heilbrigðisáætlun til ársins 2010 Langtimamarkmiö i heilbrigðismálum HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ ■ s ÍU Reykjavik 2001 getur leitt einstaklinginn út í vímuefnaneyslu og e.t.v. sjálfs- víg. Greinilegt er að styrkja þarf betur þessa einstaklinga, að- stoða þá við að styrkja sjálfsmynd sína, halda áfram námi og vera áfram hluti af vinahópnum og fjölskyldunni. Eins þurfa þeir að hafa aðgang að fagfólki til að undirbúa fjölskyldu sína undir þá staðreynd að hann/hún sé samkynhneigð. Eins bendir margt til að fangar séu í áhættuhópi, sérstaklega fyrst eftir handtöku. Af öðrum áhættuþáttum er helst að nefna konur á sextugsaldri og eldri karlmenn. Hjá þessum hópum eru oft miklar afgerandi breytingar á stöðu og tjárhag. Til þess að ná því að fækka sjálfsvígum um 25% þarf mikið og samstillt átak margra aðila. Aðgerðir þurfa að ná til sem flestra samfélagsstofnana, ekki síst til skóla, heilsugæslu, félagsþjónustunnar og kirkjunnar. Skólakerfið er meðal fyrrgreindra stofnana en ungt fólk, sem fremur sjálfsvíg og/eða gerir sjálfsvígstilraun, er oftast enn í skóla. Spurning er hvort ekki þurfi að leggja meiri áherslu á námsefni tengt lífsleikni fyrr í grunnskóla og ræða þá opið um tilfinningar. Það að þekkja nöfn á tilfinningum, vita hvernig sú líðan er, gæti hjálpað börnum og ungmennum að skilja betur líðan sína og um leið verða þau meðvitaðri um að biðja um aðstoð ef þau þurfa. Þá er einnig spurning hvort ekki þurfi að endurskoða þátt sálfræðinga og skólahjúkrunar- ffæðinga. Þessar stéttir eru báðar til staðar í skólakerfinu og hægt væri að virkja þær mun betur en gert er. Á undanfornum árum hefúr hlutverk námsráðgjafa í grunn- og framhaldsskól- um verið eflt til muna og til þeirra leita gjarnan nemendur í 102 tilfinningalegum vanda. Þetta er þróun í rétta átt og svo er einnig tilurð svokallaðra nemendaverndarráða sem sett hafa verið á laggirnar i flestum skólum. Ráðin eiga að bera hag nemenda fyrir bq'ósti og er mikilvægt að þar sé tekið mark- visst á málum og foreldrar settir inn í mál bama sinna sem fyrst. Þá er einnig mikilvægt að skólar setji sér ákveðnar regl- ur um hvernig eigi að bregðast við skyndilegu dauðsfalli nem- enda eða kennara. Heilsugæslan hefúr lykilhlutverki að gegna í forvömum sjálfsvíga en þó er sá hængur á að um 20.000 manns em án heimilislæknis. Þessu þyrfti að breyta með þvi að efla og styrkja heilsugæsluna. Auk þess mætti bæta við þjónustu sérhæfðra hjúkrunarfræðinga, sálffæðinga og félagsráðgjafa. Heilsu- gæslan sér þegar um ungbamaeftirlit og skólahjúkrun og er því í lykilaðstöðu til að vinna forvamastarf með heilsueflingu. Þeir sem gera sjálfsvígstilraun þurfa margir hveijir sálffæðiaðstoð og eins þurfa nánir ættingjar stuðning, ekki síst eftir sjálfsvíg. Sfyrkja þarf heilsugæsluna til að veita slíka þjónustu Félagsþjónustan þarf oft að fást við erfið vanrækslumál og vímuefnamál þar sem foreldri og/eða unglingur er í miklum vanda með neyslu. Þessar fjölskyldur fara off á milli kerfa og er erfitt að hafa yfirlit yfir hvað er verið að gera á hvaða stað. Það er því nauðsynlegt að félagsþjónustan sé í góðu sambandi við heilsugæslustöðvar í sínu hverfi eða byggðarlagi. Þegar sjálfsvíg verður koma prestar nær undantekningar- laust að málum. Þeir hafa mikið samband við eftirlifendur fyrir jarðarför og margir þeirra hafa einnig fylgt eftir foreldr- um, mökum eða bömum eftir jarðarfor. Samtökin Ný dögun bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem djákni eða prestur stýrir. Þessir hópar hafa fengið góð meðmæli frá þeim sem þá sækja. Sá sem missir barn eða maka í sjálfsvígi, er oft dofinn fyrst á eftir og er illa í stakk búinn til að veija sig og sína. Það er því mikilvægt að bragðist sé við með því að fá aðila sem við- komandi treystir til að vera til staðar og hlusta. Síðar í ferlinu verður syrgjandinn tilbúinn og þarf þá að meta hvort honum nægir að fá aðstoð hjá presti, heilsugæslu, sorgarsamtökum eða til þurfi að koma frekari aðstoð geðheilbrigðisstarfsfólks. Talið er mikilvægt að eftirfylgd standi yfir í 1-2 ár þar sem viðkomandi getur haft samband ef eitthvað kemur upp á. Eins er gott að sá aðili, sem sér um eftirfylgd, hafi samband við skjólstæðing sinn fyrir hátíðar og afmæli og dánardag til að undirbúa skjólstæðing. Flestir eru á því að þeir sem hafa gert sjálfsvígstilraun þurfi aðstoð í einhvem tíma, sumir þurfa innlagnar við, en öðrum nægir eftirfylgd á göngudeild, á heilsugæslu eða á stofu. En það eru ekki bara sá sem gerir sjálfsvígstilraun sem þarf aðstoð heldur einnig foreldrar, maki og börn sem þjást. Þar koma inn þær stofnanir sem áður voru taldar, það er heilsugæslan, skólinn, félagsþjónustan og kirkjan. Auk þessa em til samtök eins og Geðhjálp og Ný dögun sem em með ýmiss konar fræðslu og fúndi. Ef fækka á sjálfsvígum verða heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og dóms- og krikjumálaráðuneytin að snúa bök- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.