Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 43
Tryggingastofnunar, 93% þeirra voru konur. Konur eru dug- legri að leita sér hjálpar og eiga auðveldara með að tala um tilfinningar en karlar. I könnun, sem ég vann að haustið 1999 og vorið 2000 á samskiptum kvenna við heilbrigðisstarfs- menn, kom fram að konum finnst auðveldara að tala um til- finningalega vanlíðan við konur en karlkynsheilbrigðisstarfs- menn. Konurnar koma aðallega vegna þunglyndiseinkenna og kvíða - en flestar konurnar eru á aldrinum 18 til 34 ára. Segja má að heilbrigðiskerfið íylgist betur með konum en körlum, vegna þjónustu eins og mæðraskoðunar og ungbarnaeftirlits. Ein af ástæðunum fyrir því að það uppgötvast að tilfinning- arleg líðan þeirra er ekki góð, er að almennt er farið að nota Edinborgarþunglyndiskvarðann á heilsugæslustöðvunum.“ - Þannig að fólk í meðferð hjá þér þarf yfirleitt ekki að leggjast inn á geðdeild? „Já, flestir þeirra sem eru hjá mér hafa ekki þurft þess og ég tel að ef mín vinna hefði ekki komið til hefði í mörgum til- fellum þurft að leggja eittthvað af þessu fólki inn á einhveij- um tímapunkti. Til dæmis þegar fólk hefur orðið fyrir enn einu tilfinningalega áfallinu, kannski misst ástvin eða orðið fyrir einhvers konar ofbeldi. Þegar ég útskrifa fólk úr meðferð þá er það yfirleitt orðið það sterkt og öflugt að það grípur strax í taumana og leitar aðstoðar áður en það verður svo veikt að það þurfi að leggjast inn á geðdeild.“ Orsakanna er oft að leita í barnæsku Bergþóra er ötull talsmaður gegn ofnotkun geðdeyfðarlyfja og meiri hluti þeirra sem eru i meðferð hjá henni vinna úr sínum geðrænu einkennum án lyfja. Um 86% fólksins greinast með þunglyndiseinkenni og þar af eru 42% kvenna greindar með fæðingarþunglyndi. Meðalaldur fólksins er um 33 ár. - Hvernig er meðferðin hjá þér? „Ymsum aðferðum er beitt til úrlausnar á geðrænum einkennum fólksins þar sem lyfjagjöf er haldið í lágmarki eða meðferð er án lyfja. Þegar ég er búin að fá tilvísun i hendurnar hringi ég í viðkomandi einstakling og við mælum okkur mót heima hjá honum. í fyrsta viðtali spyr ég tiltekinna spuminga til að fá greinargóðar upplýsingar um vanlíðanina. Að feng- inni reynslu spyr ég nú mjög ákveðið, einkum konur, hvort hún eigi sér sögu um einhvers konar ofbeldi. Hjá ótrúlega stórum hópi þeirra kvenna, sem finna fyrir tilfinningalegri vanlíðan, t.d. á meðgöngu og eftir fæðingu, er orsakanna að leita allt aftur í bernsku. Þær segja þama frá einelti í gmnn- skóla, kynferðislegri misnotkun eða annars konar áreiti sem þær urðu fyrir í barnæsku eða á unglingsárum. Ég fæ því í upphafi afar mikilvægar upplýsingar sem áður tók konurnar kannski 3-6 mánuði að segja frá. Um helmingur þessara kvenna er í sjálfsvígshugleiðingum og þær kváðu þá líðan hafa verið til staðar fyrir getnaðinn. Þunglyndiseinkenni birt- ast, kvíði og vonleysi em algengust ásamt einangranartil- hneigingu. Margar konur telja að kvíðaeinkennin hafi byrjað við tilfinningalegt áfall í bemsku og verið til staðar allt þar til þær gátu talað þar til þessi gömlu sár gréru. Bergþóra Reynisdóltir, er ötull talsmaður gegn ofnotkun geðdeifóarlyfja. Fyrir áðumefndar konur set ég upp ákveðinn meðferðar- ramma og samkvæmt honum hitti ég konumar vikulega - a.m.k. fyrstu 2-3 mánuðina. Eftir það get ég stundum farið að draga úr tíðninni og hitti þær þá hálfsmánaðarlega. Konurnar setja sér sjálfar markmið: „Hverju ætla ég að ná fram í okkar 6 mánaða samvinnu?“ I upphafi meðferðar kemur fram að konur vilja fyrst og fremst leggja áherslu á að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu sína. Mín reynsla er að bætt sjálfsmynd leiði síðan til ánægjulegra samskipta við aðra og aukinnar sjálfs- bjargarviðleitni í daglegu lífi. Þess vegna er vinna á geðsviði í nánasta umhverfi fólksins afar mikilvæg. Eitt af því sem ég læt alla gera er að halda dagbók og eigin sjúkraskrá. Þar er líðan skráð daglega og hugleiðingar settar á blað. Algengt er að fólk hafi þörf fyrir að skrifa ffá sér gömul sár eða tilfinningahnúta. Ég les alltaf yfir dagbókina og sé oft eitthvað í skrifúnum sem viðkomandi hefur ekkert talað um. Ég skrifa svo til baka leiðbeiningar og vel spakmæli við hæfi. Með því að hitta fólkið svona reglulega fer það að taka verk- efnið alvarlega og vinna markvisst með geðræn einkenni þar sem viðtalsmeðferð er byggð á eigin forsendum sjúklinganna. Erfiðleikar í samskiptum hjóna hafa einnig mikil áhrif á tilfinningalega vanlíðan kvenna. Vanlíðan móður hefur mikil áhrif á börnin hennar. Þar af leiðandi er mikilvægt að taka á samskiptaerfiðleikum í fjölskyldunni. Þegar ég er búin að hitta viðkomandi konu nokkrum sinnum býð ég manninum að koma og vera með okkur, og yfirleitt er hann mjög ánægður með það. Mín reynsla er því sú að það borgar sig að leggja í meiri kostnað i upphafi og veita konum góða geðmeðferðar- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.