Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 29
sem er klassísk innri togstreita þeirra sem eru þunglyndir. Við aukinn sjálfskilning minnkar kvíði og óöryggi og nýir mögu- leikar opnast. Slíkar breytingar taka tíma og þar held ég að sé síður við aðferðina að sakast en mannlegar takmarkanir. Það er okkur öllum eiginlegt að halda í það kunnuglega og endurtaka sömu mynstrin aftur og aftur, líka þau sem valda vanlíðan. Hluti manns þráir breytingar og vill nýja sýn, en annar hluti berst gegn öllu sem ógnar því jafnvægi sem maður þekkir. Til þess að breytingar festist í sessi þarf einstaklingurinn að horfast ærlega í augu við sjálfan og sjá við eigin mótstöðu. Smám saman uppgötvar hann þá léttinn við að láta af hugmyndum sem orðnar voru svo fastar í sessi að hann óraði ekki fyrir að þær gætu verið öðruvísi. Sálgreining Þórunnar Stefánsdóttur tók 10 ár. Þetta finnst mörgum langur tími en eins og kemur ífam í bókinni varð ekki stökkbreyting á henni í lok þess tímabils heldur tók líf hennar hægum breytingum. Oft varð hún pirruð og leið og skeytti þá gjarnan skapi sínu á fararstjóranum. Slík viðbrögð eru óhjákvæmilegur hluti sálgreiningar, þar er ekki eingöngu talað um gamlar tilfinningar heldur finnur sjúklingurinn fyrir lifandi tilfinningum hér og nú, jákvæðum jafnt sem neikvæð- um. Markmiðið er ekki að fólk hætti að finna til heldur að það geti hugsað um tilfinningar sínar og sett þær í samhengi og greint ómeðvituð viðbrögð sem eru því fjötur um fót. En hvað sem líður árangri meðferðar heldur lífið áfram með öllum sínum óvæntu uppákomum og ögrandi verkefnum. Sigmund Freud sagði að sálgreining gæti ekki tryggt ham- ingju en sjúklingar væru betur varðir gegn óhamingju fortiðar sinnar ef þeim tækist að breyta eymd sefasýki í venjulegt hugarangur. Þórunn orðar þetta þannig: „Konan sem áður hat- aði heiminn getur nú ekki fengið sig fullsadda af líf- inu...konan sem áður hataði og hræddist fólk fær sig nú ekki fullsadda af vináttunni við aðra...Auðvitað er lífið ekki bara dans á rósum, en hver sagði að heimurinn ætti að vera þannig?“ Að mínu viti á Þórunn kollgátuna. Við fáum því ekki ráðið að lífið er þyrnum stráð en við getum unnið með þau innri öfl sem ráða skynjun okkar á þyrnum og rósum, myrkri og birtu. 'éttu þér tifið við bjóðum uppá einfaldar lausnir og gæði Þvagleggir Hjúkrunarvörur ) ____________ Stomavörur _____________ Þrýstingssokkar j ^____________ Gervibrjóst Hjálpartæki______J Persónuleg ráðgjöf hjúkrunarfræðings w Eirberg 'lll' ÞJÓNUSTUFYRIR7 Verslunin er opin frá ki. 8:30 til 17:00 aiia virka daga Nánari uppiýsingar og ráðgjöf í síma 569 3100 ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Á H EIL B RIG ÐIS S VIÐI Stórhölða25 I HORevkiavik I Sími 5693100 I Fax 5693101 I eirbera&.eirbera.is I www.eirbera.is Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.