Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 46
„Hér er allt opið og fólk kemur á eigiit forseiidum. “ vegna þess að ég hef að undanfornu verið að taka aukavaktir á geðdeild. Samt vil ég taka fram að þar er verið að vinna marga fína hluti. En ef við tökum sem dæmi mann sem er í öndunar- vél eftir mikla aðgerð eða stórslys þá myndum við ekki láta hvern sem er vaka yfir honum. Sama finnst mér gilda um móttökudeildina sem ég lít á sem gjörgæslu geðsjúkra. Þar finnst mér hræðilegt að sjá ófaglært fólk sitja yfir geðveikasta fólki á landinu. Svo eru þar kannski bara 1-3 hjúkrunarfræð- ingar sem eru endalaust á þönum því þeir þurfa að vera á fúndum, sinna þróun og faglegum þáttum, gefa lyfin og vera með yfirsýnina. Þetta nær náttúrlega engri átt. Þess vegna segi ég að einhvers staðar hefur brotnað línan frá fræðilegri þróun og rannsóknum - öllu þessu fína sem hjúkrunarfræðingar vilja kenna sig við núna - til klíníska starfsins á gólfinu sem á að koma til góða manneskjunni sem er í kreppu og krísu. Mér sýnist líka þróunin vera sú að það bætist ekki í geðhjúkrunar- hópinn nema í yfirbyggingunni, að þessi akademíska menntun okkar skili sér ekki inn í geðið. Nemar koma á geðdeild í 2'h dag, þrisvar í viku og sjá þá hjúkrunarfræðinga hlaupandi um á fullri deild af mjög geðveiku fólki. Þeir fá bara rétt nasasjón af starfinu og alls ekki þannig að hún laði að. Við þurfum líka að leggja áherslu á að mennta starfsfólkið á deildunum. Þeir sem eru búnir að vinna lengi eiga að geta færst upp, bæði launalega og starfslega. Ég set það á oddinn að starfsmenn- irnir mínir, sem unnu líka með mér á geðdeild, fái tækifæri til að fara á námskeið og skoða sams konar starfsemi erlendis. Við vinnum við mjög mikið áreiti og í enn meiri nálægð en á geðdeildum þannig að ég tel að handleiðsla og sí- og endur- menntun séu grundvallaratriði - meira atriði en launin.“ Ekkert heyrist frá Félaginu - Hefúr tekist með starfinu hér á Vin að draga úr endurinn- lögnum á geðdeild? „Já, það hefúr tekist mjög vel. Og það eru alltaf einhveijir sem við sjáum fara að vinna en það sem er ánægjulegast er að margir af okkar fastagestum hafa endurnýjað eða náð betri tengslum við fjölskyldu sína. En það eru fjárhagslegar aðstæð- ur hinna geðsjúku sem hamla lífsgæðum þeirra einna mest. Það er lítið gaman ef fólk hefúr ekki einu sinni efni á að fara á kaffihús til að gera sér dagamun. Sérstaklega eru þarna margir karlmenn því þeir veikjast fyrr og hafa ekki aflað sér neinna lífeyrisréttinda." - Finnst þér þú verða vör við að gripið hafi verið til ein- hverra sérstakra forvarnaaðgerða fyrir unga karlmenn? „Ekki markvisst svo ég viti. En reyndar er Landlæknis- embættið með vinnu tengda sjálfsvígum og kortlagningu á þeim. Þema norrænnar ráðstefnu, sem geðhjúkrunarfxæðingar voru með hér á Islandi, var einmitt „Early intervention“, þ.e. að grípa snemma inn í. Það er verið að vinna svona verkefni um allan heim því margir telja að þegar fólk þarf að leggjast inn á geðdeild séu margir i þeim hópi orðnir langveikir vegna þess að svo seint var gripið inn í ferlið. Þetta á alveg eftir að vinna hér enda erum við ekki með neina sérstaka stefnu- móturn í geðheilbrigðismálum, eins og flestar aðrar þjóðir!“ - Þér finnst sem sagt hlutirnir gerast of hægt á geðsvið- inu? „Mér finnst bara ekkert gerast! Og verð að segja að ég er skúfíúð út í Félag íslenskra hjúkrunarffæðinga. Mér finnst félagið svo gagnrýnislaust á það sem er að gerast í velferðar- kerfinu okkar. Ég man ekki eftir að hafa heyrt neitt frá því um áherslur í velferðarmálum. Það eina sem gerist er að haldið er námskeið í hvemig stofna eigi einkafyrirtæki, enda er það einka- fyrirtæki sem er að fara að taka að sér geðhjúkrun í sumar.“ Með þessari hvössu ádrepu frá Guðbjörgu ljúkum við þessari umfjöllun um geðhjúkmn. Af viðtölunum má ráða að geðhjúkrunarfræðingar eru almennt mjög ánægðir með menntun sína og finnst starfið ánægjulegt en að ytri aðstæður á hinum opinbera vettvangi séu að ákveðnu leyti of hamlandi til að hægt sé að starfa af þeim faglega metnaði sem þeir vilja. Mig langar að enda svolítið á persónulegum nótum. Þegar fagdeildirnar hafa verið með fúndi á skrifstofú félagsins hefúr það verið segin saga að á fundum geðhjúkmnarfræðinga er alltaf mestur léttleiki ríkjandi og mikið hlegið. Ætli geðhjúkr- unarfræðingar séu með sérstaklega mikið af léttlyndisgenum? Bryndís Kristjánsdóttir bryndisk@mmedia.is 110 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.