Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 42
þróunin verða svipuð hér á landi, að geðhjúkrunin færist meira frá stofnunum út í samfélagið.“ — Er ekki hætt við að meira álag verði á aðstandendur hins geðsjúka í kerfi eins og því danska? Díana: „Það er í öllum tilfellum mikið álag á aðstandend- um þegar einstaklingur innan íjölskyldunnar veikist af geð- sjúkdómi. En okkur finnst að í þessu kerfi sé hægt að vinna vel að forvörnum og grípa fyrr inn í en áður og með því að grípa fljótt inn í þá styttist legutiminn.“ Andleg líðan og líkamlegt heilbrigði fara saman - Sjáið þið fyrir ykkur að geðhjúkrunarfræðingar komi meira inn í forvamir? Sem foreldri finnst mér ég t.d. fá góðar upp- lýsingar um það hvernig hægt er að forða barninu mínu ffá slysum en veit ekkert um það hverjir eru áhættuþættirnir varðandi geðsjúkdóma barna og unglinga. Díana: „Fræðsla er það sem þama skiptir mestu máli og geðhjúkrunarfræðingar hafa verið duglegir við að gefa út bæklinga og annað fræðsluefni, t.d. leiðbeiningar fyrir að- standendur geðsjúkra, Leiðarljós, bækling um kvíðaraskanir barna og unglinga og fleira. En við gætum án efa komið þama meira að.“ Svava: „Við, hjúkrunarfræðingar, mættum vera duglegri að skrifa og beina athygli fólks að mikilvægi þess að geðheilsan sé í lagi. Alveg eins og alltaf er verið að tala um mikilvægi Með heimahjúkrun má Bergþóra Reynisdóttir býr í skemmtilegu einbýlishúsi í Kópa- voginum. Við setjumst í garðstofuna þaðan sem útsýni er yfir yndislegan garð og fjöll í ijarska. Frá heimilinu rekur Berg- þóra fyrirtæki sem hún stofnaði í ágúst 1998, Liljuna ehf. sem er heimahjúkrun á geðsviði. Nú er komið að þeim tímamótum að Bergþóra þarf að ráða til sín fagfólk svo að hægt sé að sinna aukinni eftirspurn eftir þjónustunni. „Það var að frum- kvæði endurskoðunarskrifstofunnar Deloitte &Touche að mér var boðið á námskeiðið Fmmkvöðla AUÐUR veturinn 2000 til að læra að reka fýrirtæki. Þama ríkti einstakt andrúmsloft og var ég óspart hvött til frekari dáða. Eitt af verkefnunum var að útbúa viðskiptaáætlun. Ég útbjó áætlun fýrir fýrirtækið mitt og sendi hana í samkeppnina Nýsköpun 2000. Viðskiptaáætl- unin tókst það vel að hún hlaut þriðju verðlaun í samkeppn- inni. Þetta jók sjálfstraustið og ég hugsaði sem svo að úr því að öllu þessu fólki hefði litist svona vel á þessi frumkvöðla- spor hlyti ég að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Bergþóra. Og við höldum áfram að ræða starf hennar. Fyrstu frumkvöðlaskrefin á Akureyri „Á bak við núverandi starf er 20 ára þróun. Þetta hófst með því að ég fór að vinna á Kleppsspítala eftir hjúkrunarfræði- námið og var þar í 2 ár. Mér leið aldrei vel á geðdeildinni. Ég 106 likamsræktar ættum við að vekja athygli á tengslunum milli andlegrar og likamlegrar vellíðunar. Við höfum verið að reyna að beita okkur, bæði í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, innan skólakerfisins og með því að vinna með ýmsum félagasam- tökum. Fólk þarf því að vita hvað það á að gera og hvert það á að leita verði það fyrir andlegu áfalli.“ - Hvers vegna eru félagasamtök líka að starfa að geð- verndarmálum í viðbót við opinbera aðila? Svava: „Þau uppfylla ýmsar þarfir sem opinberar stofnanir gera ekki. Einstaklingar fara oft í „sjúklingshlutverkið" þegar þeir leita til opinberra heilbrigðisstofnana en þegar þeir leita til félagasamtaka þá eru móttökurnar oft aðrar. Ég held að þetta sé rétt stefna, að félagasamtök starfi að geðvemdar- málum.“ - Að lokum - hvert fara þeir sem vilja sérmennta sig í fag- inu? Svava: „Hægt er að fara í meistaranám við HÍ og sérhæfa sig í geðhjúkrun. Einnig hafa hjúkrunarfræðingar farið til útlanda og lært geðhjúkrun. Geðhjúkrunarfræðingar hafa t.d. farið í nám til Belgíu, Norðurlandanna, Bretlands, Bandaríkj- anna og víðar. Sjálf tók ég meistarapróf í fjölskylduhjúkmn í Bandaríkjunum.“ Hér ljúkum við spjallinu við þær Svövu og Díönu og skyggnumst næst á bak við tjöldin hjá geðhjúkrunarfræðingi sem starfar sjálfstætt við heimageðhjúkrun. komast hjá innlögn fann til með sjúklingunum því mér fannst deildirnar óvistlegar og var líka ósátt við allt það lyfjamagn sem ég var alltaf að taka til og liggur við að troða í fólkið. Mér fannst að það hlyti að vera hægt að gera eitthvað annað en það sem ég og annað starfsfólk var að gera þama. Eftir áðurnefnda reynslu af störf- um á geðdeild ákvað ég að fara í geðhjúkrunarnám. Að því loknu vöknuðu enn frekar spurningar um geðmeðferðarstörf og mér finnst sem ég sé núna loksins búin að finna svörin.“ Leið Bergþóm lá næst á Reykjalund þar sem hún vann í 5 ár, m.a. við að leggja grunn að geðsviði Reykjalundar. Þaðan til Akureyrar þar sem hún vann við endurskipulagningu geð- deildar fjórðungssjúkrahússins. Hún vann við geðhjúkrun, bæði á sjúkrahúsinu og á heilsugæslustöðinni á Akureyri. I nokkur ár hafði hún umsjón með geðhjúkrunarnámi við hjúkr- unarnámsbraut Háskólans á Akureyri. Það var svo á Akureyri árið 1993 að hún fékk leyfi hjá Tryggingastofnun til að starfa sjálfstætt við heimageðhjúkrun. „Þar með öðlaðist ég loks það sjálfstæði sem ég var búin að þrá frá því ég lauk sérnáminu. I ársbyijun 2000 hóf ég að kynna heimageðhjúkrunarstarfsemina á Stór-Reykjavikur- svæðinu. Það eru einkum heilsugæslustöðvarnar og geðdeildir Landspítala-háskólasjúkrahúss sem senda inn tilvísanir. Á síðastliðnu ári vom 58 einstaklingar í geðmeðferð á vegum Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.