Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 53
Við eru fagfólk og verðum að mæta persónunni allri - sál og líkama. Þú sem hjúkrunarfræðingur berð mikla ábyrgð því framkoma þín getur skipt sköpum um líðan skjólstæðingsins. Valdið er mikið! Það að gera betur í dag en í gær hlýtur að vera markmiðið í allri hjúkrun. Það er e.t.v. erfitt þegar fólk er þreytt og finnst jafnvel auðveldara að yppta öxlum og segja: „Ég vinn bara hér.“ Stuðningur við hjúkrunarfræðinga þarf að vera að ijár- magn sé sett í að manna vel deildir þar sem hjúkrunarþyngd er mikil. Einnig að hlustað sé á hvernig hjúkrunarffæðingum liður, þá fyrst kemur kraftur í stað þreytu. Vinnugleði smitar út frá sér, er hvetjandi og auðveldar allt erfiði. Ég vil að lokum hvetja ykkur til dáða. Munið að sjúklingar geta ekki leyft sér að gefast upp, hvað þá þið sem heilsuna hafið og haldið framtíð hjúkrunar i hendi ykkar! Um leið og ég óska ykkur alls hins besta í starfi vil ég senda öllum 20 ára hjúkrunarfræðingum kveðjur svo og öllum öðrum sem ég hef haft þann heiður og ánægju af að starfa með. Elísabet Haraldsdóttir elhar@binet.is oa un ví-tntfnÁAr Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út fimm sinnum á ári. Tímaritið er málgagn félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga og í því er reynt að endurspegla ólíkar skoðanir og viðhorf til hjúkrunar. Félag íslenskra hjúkrunarífæðinga leggur metnað sinn í að allir félagsmenn þess finni þar efni sér til gagns, fróðleiks og ánægju. Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umfjöllunar um hjúkrun. í faglega hluta tímaritsins eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um öll svið hjúkrunar. Greinar flokkast í tvennt, annars vegar er um að ræða fræðigreinar og hins vegar fræðslugreinar. Fræðigreinar eru rannsóknagreinar, yfirlitsgreinar og greinar sem á ýtarlegan hátt fjalla um þróun þekkingar í hjúkrun, hvort heldur sem er hjúkrunarstarfið, hjúkrunarstjórnun, hjúkrunarkennsla, hjúkrunarrannsóknir eða stefnumótun í hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustunni. Lögð er áhersla á beitingu margvíslegra rannsóknaraðferða, fjölbreytileika í fræðilegri nálgun viðfangsefna og vönduð vinnubrögð. Möguleiki er að óska eftir að fræðigreinar verði ritrýndar. Við umfjöllun greina, sem óskað hefur verið eftir að verði ritrýndar, fylgir ritnefnd reglum sem fram koma í Handbók sálfræðiritsins eftir Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björnsson og gefin var út af Sálfræðingafélagi íslands í Reykjavík árið 1995. í handbókinni er ýtarlegar leiðbeiningar um hvemig skrifa eigi handrit að fræðilegum tímaritsgreinum. I handbókinni er einnig að finna upplýsingar um vinnulag við umfjöllun á handriti sem óskað hefur verið eftir að sé ritrýnt og fylgir ritnefnd þeim leiðbeiningum. Höfundar þurfa að fylgja þessum reglum í hvívetna en eru hvattir til að ráðfæra sig við ritnefnd ef þörf er á að víkja ffá settum reglum. í örfáum atriðum víkur ritneftid frá leiðbeiningum Handbókar sálfræðiritsins. Þau eru: Höfundar fá ekki sérprentaðar tímaritsgreinar sínar en fá aukaeintök af viðeigandi tímariti. Til að auðvelda flokkun efnis skulu fylgja með greinum þijú lykilorð. I handbókinni er megináhersla á megindlegar rannsóknir, einkum tilraunir. Tímarit hjúkrunarfræðinga bindur sig hins vegar ekki við megindlegar rannsóknir og er fengur að greinum sem hafa margvíslegar aðferðafræðilegar nálganir. Fræðslugreinar fjalla hins vegar um margvísleg viðfangsefni hjúkrunar og byggjast að einhveiju leyti á fræðilegum heimildum ásamt athugunum og/eða reynslu höfunda. Þar skiptir miklu frumleiki í umfjöllun og efnistökum, menningarlegur margbreytileiki i hjúkrun og þróun hjúkrunar. I blaðinu er einnig að finna viðtöl við fólk um hjúkrun og aðrar faglegar upplýsingar sem eiga erindi til hjúkrunarfræðinga. í félagslega hluta timaritsins eða fréttahlutanum er greint frá kjaramálum og því sem er að gerast hjá félaginu. Þar er einnig að finna fréttir frá svæðanefndum félagsins. Einnig er greint frá því helsta sem er á döfinni hjá fagdeildum félagsins. Ritstjóri ber ábyrgð á að efni, útgáfa og rekstur tímaritsins sé í samræmi við ritstjórnarstefnu þess. Ritstjóri ásamt ritnefnd leggur metnað í að tímaritið sé vandað að því er varðar efni, málfar og útlit. Áhersla er lögð á að fræðigreinar standist vísindalegar kröfur. Formaður félagsins ber ábyrgð á félagslegu efni þess öðru en aðsendum greinum. Höfundar aðsendra greina bera ábyrgð á efni þeirra. Skoðanir, sem í þeim birtast, þurfa ekki að samrýmast stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Leiðbeiningar til höfunda tímaritsgreina Tímaritsgreinar skulu sendar til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Einn höfundanna þarf að vera ábyrgur fyrir samskiptum við tímaritið og nafn hans þarf að koma fram í bréfi sem sent er með handritinu. Frágangur handrits Við ritun greina þurfa höfundar að styðjast við Handbók sálfræðiritsins eftir Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björnsson sem gefin var út af Sálfræðingafélagi íslands í Reykjavík árið 1995. í handbókinni eru ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig skrifa eigi handrit að fræðilegum tímaritsgreinum. Á forsíðu handritsins þarf að koma fram heiti tímaritsgreinar- innar, nafn/nöfn höfundar/höfunda; vinnustaður/vinnustaðir höfunda(r); heimilisfang og símanúmer þess höfundar sem er ábyrgur fyrir samskiptum við tímaritið. Utdráttur, sem er á annarri blaðsíðu, á að vera 100-150 orð. Lengd almennra fræðslugreina skal vera 2.500 orð og ritrýndra greina 3.500 orð. Handritið í heild sinni ásamt texta, myndum, töflum o.s.frv. skal vera með tvöfoldu linubili. Öll handrit skulu send inn í þremur eintökum sem ekki eru með nafni höfunda(r). Handrit skulu ekki hafa birst annars staðar þegar óskað er eftir því að þau séu ritrýnd. Útgáfuferli Þegar handrit berst til ritstjóra er haft samband við þann höfund sem er ábyrgur fýrir samskiptum við ritstjóra og honum tilkynnt skriflega að greinin hafi borist. Þegar óskað er eftir birtingu greinar lesa fulltrúar í ritnefnd handritið og ákveða hvort það verður sent til umsagnar. Stuðst er við þau viðmið sem fram koma í Handbók sálfræðiritsins við mat á tímaritsgreinum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.