Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 15
athafnagreiningu er auðvelt að koma auga á meginlínumar í því
hvemig við bregðumst við orðum og gerðum sjúklinganna.
Þama koma nefnilega ffam viðbrögð sem eiga sér djúpar rætur
innra með okkur: Við ætlumst til að sjúklingamir séu eins og
hlýðin böm. Þessi innri viðbrögð breytast ekki þótt við segj-
umst hlynnt heildrænni hjúkmn, en með því að skoða
heildarsamhengið getum við flett ofan af og tekist á við þessa
mótsögn. Orðið geðvondur er samt ekki svo gildishlaðið. Ég get
látið mér detta í hug miklu verri orð! Það er í sjálfú sér ekkert
skrýtið að hjúkrunarfræðingar stimpli sjúklinga, þannig tekst
þeim stundum betur að ráða við eigin vanlíðan því það er ekkert
auðvelt að hjúkra vanþakklátum og reiðum sjúklingum þegar
maður er að reyna að hjálpa þeim. Og meira að segja á líknar-
deild, þar sem margir sjúklingamir eiga í óttalegri tilvistar-
kreppu, ætlast starfsfólkið til að þeir hagi sér eins og prútt og
huggulegt fólk. En fleira kemur til og það er öllu verra:
Hjúkrunarfræðingar ganga út ffá því að á liknardeildum skuli
ríkja ffiður og ró og þess vegna verði að hemja alla reiði og
ergelsi. Ég veit að hjúkrunarffæðingar eins og Guðlaug hafha
slíkum skýringum um fyrirffamgefin viðbrögð því annars væri
tilvemgmndvöllur þeirra sem hjúkmnarffæðinga á líknardeild i
uppnámi. Þessi mál eru góður gmndvöllur ffekari umræðna.
Laugardagur 14. apríl
Morgunvakt. Jóhann er héma enn þá, húkir úti í homi. Mér
verður ósjálffátt hugsað til hamstursins hennar dóttur minnar.
Hann er líka gamall og geðstirður. Hann vill ekkert með það
hafa að rótað sé í búrinu hans, einkaveröld hans, gerir hvað
hann getur til að láta sér líða vel, fjandskapast út í vinahót
mannfólksins, fastur í eigin sjálfshyggju, getur því illa sett sig í
annarra spor.
Ég spyr Jóhann hvort hann vilji fara í bað og þá hvenær.
„Sem fyrst,“ segir hann. Við erum að láta renna í kerlaugina
fyrir Vilborgu. Ég er á vakt með Júlíu í dag. Hún ákveður að
athuga hvemig er með hægðirnar hjá Vilborgu því hún gaf
henni lyf um PEG-slöngu. Vilborgu líður miklu betur en þegar
ég sá hana fyrst á miðvikudaginn var...það var bráðainnlögn
og óttast að taugasjúkdómurinn, sem hrjáir hana, væri kominn
á lokastig. Að auki var hún með sýkingu í öndunarfæmm og lá
við köfnun af slíminu sem gekk upp úr henni. Hún þjáðist
mikið þegar hún reyndi að ná andanum. Hún hlýtur að hafa
verið með slímkökk eins og hún engdist í rúminu...hún fékk
díazepam til að slaka á spennunni. Vilborg er farin að gefa sig
andlega vegna taugasjúkdómsins. Hún er 59 ára. Hún er eins
og gáskafúllt barn, bregst undir eins við öllu, finnst voða gott
að henni sé veitt athygli og sonur hennar sinnir henni mjög
vel. Mér er sagt að hún sé upp á karlhöndina og henni semji
vel við karlpeninginn. Hún horfir djúpt í augu mér og mér
finnst hún taka mér vel. Þetta er hlý tilfinning, saklaus og
viðkvæm...skilyrðislaust samþykki við nærvem minni og
jafnframt aðdáun, svo ég fyllist auðmýkt. Vilborg er með
hægðatregðu svo Rut gefúr henni tvo stíla. Ég held í höndina á
Vilborgu og horfi framan í hana. Ég finn að henni líður ekki
vel þegar stilunum er stungið i hana, mæðusvipur á henni, og
svo er það liðið hjá og hún er aftur eins og hún á að sér að
vera og brosir breitt opnum munni. Ég tek eftir að tungan í
henni er þurr og skán á henni og slím aftast í munninum.
Jóhann gengur fram á baðherbergið vandræðalaust. I þetta
skipti er vatnið heitara en síðast. Of heitt? „Nei, þetta er
ágætt.“ Hann er lengur í baðinu, nýtur vatnsnuddsins, nánast á
kafi í froðu. Sárið á spjaldhryggnum lítur mun betur út...
sinkáburður og mýkjandi krem í þetta skipti. Miklu auðveld-
ara er að koma honum í TED-sokkinn núna. Ég er miklu
ömggari með mig. Enn vorkenni ég honum mikið út af
ástandinu. Hann er allur hinn jákvæðasti. Mér finnst mikil-
vægt að við viðurkennum að hann á bágt. Hann þarf ekki að
biðjast afsökunar á geðvonskuköstunum. Hvers vegna ætti
hann að gera það? Hann er þreyttur eftir baðið, hlammar sér á
rúmið. Hann tekur upp hárburstann en ég sé hvað hann á bágt
með þetta og býðst til að hjálpa. Hann þiggur það. Ég greiði
þessar fáu lýjur sem eftir em. Hann segist ætla að raka sig
seinna. Hann lokar augunum. Ég minnist ekki einu orði á
hjúkrunarheimili. Það fær að bíða þar til á miðvikudaginn.
Margrét
Eftir hádegismatinn skiptir Súsanna, sem er yfir á síðdegis-
vaktinni, um lyfjadælu hjá Margréti. Það er búið að endur-
skoða lyfjagjöfina hjá henni og bæta mídazólami við día-
morfínið sem hún fær við verkjum. Margrét á erfitt með að
horfast í augu við dauðann. Hún vill ekki vita af nálægð hans,
vill snúa sér á hina hliðina og fá að sofa. Annað segir hún ekki
við Súsönnu. Margrét er með briskrabba. Hún er með mikla
gulu og kviður og fætur þrútnir vegna vökvasöfnunar. Ég hitti
hana fyrst á miðvikudaginn var. Henni hefúr hrakað. Þegar
Súsanna er búin að búin að skipta um dæluna spyr hún
Margréti hvort hún vilji að ég sitji hjá henni. Ég verð hissa
þegar hún segir já - mér fannst einhvern veginn að ég væri
ekki nógu laginn við hana og hún fundið það, en nei. Súsanna
stingur upp á að ég nuddi hendumar á Margréti.
Ég fann að þetta mundi reyna heilmikið á. Ég setti dropa
af lofnarblómsolíu saman við nuddolíuna. Ég spyr Margréti
hvort henni þyki lofnarblómsilmur góður - hún segir svo vera.
Hún lyktar af blöndunni. „Þetta er indælt.“ Ég byrja að nudda
á henni hægri höndina. Þá tek ég eftir blómunum hennar og
spyr hvaða blóm henni þyki fallegust. Hún segir hvít blóm
með gulu í miðjunni. Á náttborðinu er hún með bók með ritn-
ingarstöðum fyrir hvem dag. „Á ég að lesa hvað stendur við
daginn í dag?“ Hún þiggur það. Tilvitnunin er um helgi
laugardags fyrir páska, kyrrðina og tignina sem fylgir biðinni.
Ég les þessi orð með tilfinningaþunga þvi ég skynja erfiðleika
Margrétar: Hún bíður og verður að taka því þegjandi til að
þagga niður í óttanum. Ég nefni þetta við hana og finn að hún
er að því komin að bresta í grát en harkar af sér. Ég spyr hvort
ég eigi ekki að nudda vinstri höndina og hún réttir mér hana.
Meðan ég sit þama hjá Margréti veiti ég athygli eigin
hugsunum og segi við sjálfan mig: „Margrét er mjög trúuð
79
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002