Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 17
Þið komið ef til vill auga á önnur atiði sem lærdómsrík eru. Lærdómarnir eru uppistaðan í allri frásögninni; ég beiti hinni nýju sýn á ný viðfangsefhi, hrindi þar með æskilegri vinnubrögðum í framkvæmd. Uppbygging rýninnar - kunnugleg mynstur? Ég ætla ekki að gera of mikið úr eðli rýninnar. Um það má lesa annars staðar.2 Ég verð samt að greina á milli rýni í liðin atvik og rýni í daglegum störfum. Rýnt í liðin atvik Þegar ég skrifa í dagbókina mína að kveldi dags eftir einhvern atburð er ég að rýna í liðið atvik. Ég reyni að koma á blað kjarnanum í því sem gerðist til að læra á því, til að geta beitt þessari reynslu þegar þörf krefur, skrifa síðan í dagbókina um árangurinn af breyttum aðferðum til að geta enn lært af þeirri reynslu. Framfarirnar skipta miklu máli í allri frásögninni, þær eru liður í því að betrumbæta verklagið. Það skiptir líka máli að átta sig á hvaða viðbrögð eru vanalegust því þar með er hægt að skynja hvers vegna maður bregst þannig við. Helstu viðbrögð eru harla lík hjá öllum þótt auðvitað hafi hver einstaklingur sín tilbrigði og frávik frá meginreglunni. Þess vegna er alveg hugsanlegt að þið finnið hvert um sig ólíkar leiðir að því marki að bæta vinnulagið en það er þá aðallega á yfirborðinu, undir niðri eru mynstrin nánast þau sömu. Mynstrin eru eins konar samnefnari fyrir viðfangsefnið. Ef þið hafið ekki stundað rýni áður þá er gott að grípa til ákveðins verkferlis við að færa frásögnina í letur. Þetta er „skipulögð rýni“ (sjá töflu 1) en með henni fær rýnirinn í hendur eins konar gátlista til að komast að kjarna hvers atviks. Tafla 1. Leiðbeiningar um skipulagða rýni - 13. útgáfa (eftir Johns 2000) • Róið hugann • Skrifið lýsingu á atviki sem þið teljið skipta máli á einhvern hátt • Hvaða atriði finnast ykkur sérstaklega athyglisverð? • Hvernig leið ykkur og hvers vegna leið ykkur þannig? • Hveiju vilduð þið ná fram þegar atvikið átti sér stað? • Voru aðgerðir ykkar árangursríkar og í samræmi við hug- myndir ykkar um hjúkrun? • Hvaða afleiðingar höfðu aðgerðir ykkar gagnvart sjúkl- ingnum, sjálfum ykkur og öðrum? • Hvernig leið öðrum? • Hvers vegna leið þeim þannig? • Hvað hafði mest áhrif á hvernig ykkur leið, hvernig þið hugsuðuð eða brugðust við? • Hvaða vitneskja hefði getað komið sér vel? • Að hvaða leyti brugðust þið vel og rétt við? • Hvernig kemur þetta atvik heim við fyrri reynslu? • Hvernig gætuð þið bætt ykkur ef þið lentuð í svipuðu máli aftur? • Hvaða áhrif hefði það á sjúklinginn, ykkur sjálf og aðra ef þið brygðust við með öðrum hætti? • Hvernig líður ykkur núna út af þessu atviki? • Eruð þið betur í stakk búin að hjálpa sjálfum ykkur og öðrum eftir þetta atvik? • Eruð þið fúsari að reyna að sinna þörfum sjúklinga/ fjölskyldna og starfsfólks eftir þetta? Skipulögð rýni hefiir tekið breytingum eftir því sem reynslan hefur safnast saman og nú er komin 13. útgáfan. Hún var fyrst sett fram eftir að rýni með leiðbeinanda leiddi í ljós ýmis fastmótuð viðbrögð hjá hjúkrunarfræðingum.3 Eerlið hefst á því að fá rýninn til að „róa hugann“ - kyrrð þarf að ríkja, ekkert á að draga huga rýnisins frá honum sjálfum og viðfangsefninu. Ég legg mikla áherslu á þennan þátt ferlisins þvi - eins og Rinpoche4 segir - það er auðvelt að láta glepjast af amstri hversdagsins og láta hugann þjóta um allar trissur. Þetta er grundvallaratriði í allri rýni og því að gefa af sjálfum sér við meðferð sjúkra. Athugun á því sem í kringum mann gerist er sá hluti rýn- innar sem hvílir á eftirtektinni. Takið eftir hvernig vísbending- arnar koma fram í sögu minni. Reynið að notfæra ykkur þess- ar vísbendingar sjálf. Mjög fljótlega verðið þið búin að til- einka ykkur þessar vísbendingar og farin að hagnýta þær eftir eigin hentugleikum, eins og ég gerði í minni sögu, fremur en á kerfisbundinn hátt. Rýnileiðbeiningar geta aldrei orðið óhagganlegar reglur. Það væri andstætt öllum kenningum um rýni. Kenningarnar eru til þess eins að uppfræða. Þær geta aldrei verið bindandi reglur vegna þess að ávallt þarf að túlka þær og laga að aðstæðum hverju sinni. Ofangreindar leiðbeiningar um skipu- lagða rýni eru því einungis leiðarvísir til að ná tökum á þeirri breidd og dýpt sem rýnin býr yfir til að unnt sé að öðlast meiri og djúpstæðari þekkingu. Rýni í daglegum störfum Hugleiðið hvað það þýðir að beita rýni í starfi. í því felst ljós- lega að rýnirinn gerir sér grein fyrir hvernig hann/hún bregst við á hverri stundu. Rýnin, sem ég vitnaði í hjá sjálfum mér hér að framan, gefur hugmynd um hvernig mér leið og hvað ég var að hugsa þegar atburðimir áttu sér stað meðan ég var að sinna eða vinna með Jóhanni, Guðlaugu, Vilborgu og Margréti. Casement lýsir þessu þannig að maður sé eins og með leiðbeinanda innra með sér, maður geti rætt við sinn innri mann meðan atvikin eru að gerast. Hvað segir þessi leiðbeinandi? Hvemig líður mér? Hvemig er best uð haga sér núna? Ábend- ingamar í skipulagðri rýni eiga að láta skynsemina hrinda rýninni í gang meðan atburðimar eiga sér stað. Með æfingunni gerir rýnin mann næmari á sjálfan sig. Markmiðið er ávallt að vera sjúklingnum/ættingjunum sem mest innan handar. Hvað viljið þið helst takast á við? Fannst ykkur frásaga mín trúverðug? Eða dæstuð þið yfir 81 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.