Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 10
Við kennslu í hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands hefur verið leitast við að kynna margs konar sérhæfða meðferð svo sem nudd, slökun, ilmolíumeðferð, bæn, nærveru, stuðningsmeð- ferð, frásögu (munnlega/dagbók), virka hlustun, tónlistarmeð- ferð og fleira. Fræðilegur bakgrunnur hvers meðferðarúrræðis er skoðaður og metnar þær forsendur sem meðferðin byggist á. Þau meðferðarform, sem nefnd eru í hjúkrunarfræðideild HÍ, eru þó aðeins kennd að því marki að hægt sé að notast við grunnkjarna þeirra en ekki er verið að mennta hjúkrunarfræð- inga til að starfa við þau sjálfstætt. Fleiri meðferðarform þyrfti að kynna hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstéttum. Óskandi væri að í menntun heilbrigðisstétta væri að finna námskeið um sérhæfð meðferðarform þar sem skoðuð eru hugmyndafræði þeirra og rannsóknir. Slíkt myndi koma verð- andi heilbrigðistarfsmönnum til góða og gera þá betur í stakk búna til að fjalla um þær á gagnrýninn hátt. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar ræða helst ekki notkun sína eða leita ráða um sérhæfða meðferð hjá læknum sínum og gefa þá skýringu að þeir telji að læknirinn hafi ekki næga þekkingu á efninu til að hægt sé að ræða það við hann (Eisenberg o. fl., 1998). Hvernig skal rannsaka sérhæfða meðferð? Hinn mikli almenni áhugi, sem ýmiss konar sérhæfð meðferð nýtur, gefur til kynna að árangur af slíkum úrræðum sé ein- hver, en þá er um leið nauðsynlegt að finna leiðir til að meta gildi þeirra á réttmætan hátt. Þess hefur verið krafist að sér- hæfð meðferð sé skoðuð með aðferðum náttúruvísinda þar sem tilraunasnið, stöðluð framkoma, slembiúrtak og helst tví- blinda eru mikilvægar leiðir við að útrýma sýndaráhrifuni (placebo) til að meðferðin geti sannað gildi sitt. Þörf er á að skoða rannsóknaraðferðir sem taka mið af einstaklingnum í heild sinni og samspili heilsu og umhverfis á hann. Sérhæfð meðferð er iðulega sniðin fyrir hvern einstakling og erfitt að framkvæma hana „blint“ og samkvæmt hugmyndafræði ým- issa tegunda sérhæfðrar meðferðar eru sýndaráhrif jákvæður hluti meðferðarinnar. Skjólstæðingurinn, meðferðarveitandinn og meðferðin mynda heild sem er einstök í hvert skipti og síbreytileg þar sem fyrri reynsla, þekking og vellíðan af með- ferðinni vega þungt (Anthony, 1987). Margar þessara aðferða byggjast á hugmyndum um orkuflæði en erfitt hefur reynst að sýna fram á með vísindalegum aðferðum hvenær orka er of lítil, of mikil eða hefur breyst. Dæmi um hve erfitt er að nota viðurkenndar rannsóknaraðferðir með tvíblindu slembiúrtaki er rannsókn sem gerð var af David og félögum (1999) á áhrif- um nálarstungu á gigtarsjúklinga en þar var 64 gigtarsjúkl- ingum tilviljunarkennt raðað í tvo meðferðarhópa og fékk hver þátttakandi meðferð í fimm skipti, annaðhvort með nálarstungu eða sýndarmeðferð. í þessari rannsókn fékk nálar- stunguhópurinn örvun á punkt sem kallast livur 3 (sem er á ristinni) á báða fætur. Hinn hópurinn fékk svipaða meðferð en ekki var beitt neinum þrýstingi eða nein áhrif höfð á punktinn. Mældar voru með ýmsum hætti bólgur í liðum og verkir. Niðurstaða þessarar rannsóknar var sú að enginn mismunur 74 væri á milli hópa og því hefði nálarstungumeðferð ekkert að segja fyrir gigtarsjúklinga þrátt fyrir að sýnt hafi verið annars staðar, bæði í austri og vestri, að nálarstungur geti hugsanlega haft góð áhrif á gigt. En var þetta rétt? Við nánari athugun virðist tvennt vera að, meðferðin og aðferðin við að rannsaka hana. Við meðhöndlun, þar sem notaðar eru nálarstungur, er fleiri en einni nál beitt á ákveðnar orkubrautir til að örva orkuflæði og venjulega hafðar í 15-20 mínútur. Meðferðaraðili skoðar aðra þætti eins og lífsstíl og fæði, vandamálið í heild sinni og andlegt ástand sjúklingsins. Sú leið að nota einn punkt til örvunar einu sinni í viku fimm sinnum án þess einu sinni að tala við sjúkling er ekki til þess fallin að skoða nálar- stungur sem lækningar. Rannsóknaraðferðin, sem beitt er, leyfir ekki heildræna sýn á viðfangsefnið og er því stór spurning hvort hún á við. I kínverskum lækningum fær hver og einn einstaklingur sérstaka meðhöndlun sem bara hentar honum. Það sem olli mörgum mestum vonbrigðum var að þessi grein birtist í virtu timariti sem gefið er út fyrir gigtar- sjúkdóma, Rheumatology. Fleiri vandamál eru til staðar þegar sérhæfð meðferð er skoðuð. Að skrá árangur af meðferð á lífeðlisfræðilegum grunni er aðeins ein leið til að meta áhrif meðferðar. Jafn- mikilvæg leið er að meta áhrif á huga og líkama en til þess þarf að leiða mat meðferðar ffá hveiju líffæri um sig og að því hvað sjúkdómurinn þýðir fyrir einstaklinginn, hver áhrifin eru á hann og hvemig einstaklingurinn skynjar veikindin. Hér liggur oft munurinn í mismunandi markmiðum og tilgangi. Innan vestrænna lækninga er oftast verið að beina meðferð að því að lækna sjúkdómseinkenni eða ijærlægja þau, uppræta sjúkdóminn eða miða við að halda lifeðlisfræðilegum mæling- um innan ákveðinna marka. Þegar beitt er sérhæfðri meðferð er frekar horft til þess að auka vellíðan eða virkni, draga úr einkennum og hjálpa viðkomandi að takast á við veikindi. Þessi atriði, ásamt minna fjármagni sem fæst til rann- sókna, hafa verið meginvandamál við rannsókn sérhæfðra meðferðarúrræða og því er spurning hvaða gildi rannsóknar- aðferðir náttúruvísinda hafa hér en alls ekki er verið að hafna þeim. Unnið er ötullega að því að meta og skoða sérhæfð meðferðarform á gagnrýninn hátt (Jonas og Levin, 1999). Vandamálin varðandi rannsóknir felast oft í því að ekki er útskýrt nægilega vel hvaða breytu er verið að rannsaka og/eða að sú aðferð, sem beitt er, hæfir ekki breytunni og einnig að ekki er nægilega vel metið hvemig umhverfisáhrif geta haft áhrif á útkomu rannsóknarinnar (Egan o.fl., 1992). Einnig hefur hjúkmnarfræðingum í klínísku starfi fundist erfitt að gera rannsóknir þar sem meðferð er oft breytileg og erfitt er að sníða meðferð að áætlun rannsóknar og því erfitt að vita hvar söfnun gagna byijar og endar (Auðna Agústsdóttir, 2000). Þrátt fyrir þetta hafa margar rannsóknir á áhrifum sér- hæfðrar meðferðar verið gerðar með viðurkenndum aðferðum og verður vikið að nokkmm þeirra síðar þegar fjallað verður um nokkrar tegundir meðferðar sérstaklega í komandi greinum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.