Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 25
Nemaárin í Hjúkrunarkvennaskóla íslands
Það er talsvert vatn runnið til sjávar síðan ég hóf nám í Hjúkr-
unarskóla Islands. Við vorum nokkuð stór hópur sem hittumst
á Landspítalalóðinni haustið 1956. Þorbjörg Jónsdóttir skóla-
stjóri heilsaði okkur glaðlega og leiddi hópinn yfir hlaðið að
glænýrri byggingu sem var Hjúkrunarskóli íslands og varð
heimili okkar næstu þrjú árin. Glæsilegt og fallegt heimili, þar
voru kennslustofumar líka fyrir bæði bóklegt og verklegt nám.
Við fengum þama hver okkar herbergi, búið smekklegum
og þægilegum húsgögnum. Seinna bættust tveir ungir karl-
menn í hópinn, þeir fyrstu til að hefja hjúkrunarnám á íslandi,
en þeir bjuggu úti í bæ.
Námsárin voru á margan hátt góður tími, við kynntumst
mjög vel við að búa i heimavist, tengdumst sterkum vinabönd-
um. Það var ómetanlegt að geta hist að lokinni vakt og spjall-
að saman í býtibúrinu sem var á hverjum gangi, þar voru alltaf
til kringlur, mjólk og kaffi. Við gengum allar í gegnum mikla
lífsreynslu við störf okkar á sjúkrahúsinu þar sem við kynnt-
umst heimi þjáninga og dauða, sumar í fyrsta sinn, en líka
lækningu og bata, sem betur fer. Maður hafði mikla trú á
læknavísindunum og von til þess að sigrast mætti á sjúkdóm-
um í ríkara mæli í framtíðinni. Það var gott að geta rætt um
hlutina, geta unnið sig út úr erfiðum tilfinningum og geta
hlegið saman.
Þegar litið er til baka, finnst mér við nemamir hafa gegnt
æði margþættu hlutverki. Við vorum alltaf mjög nálægt sjúkl-
ingunum. Þeir tjáðu sig stundum við okkur um hluti sem þeir
höfðu ekki getað rætt um við aðra. Oft var það spurningin um
trúna, erfiðar spurningar um tilgang lífsins. Við vomm þannig
í eins konar hlutverki sálusorgara. Það var mikilvægt að
bregðast ekki þá, að láta ekki eigin vanmátt og óvissu hafa
áhrif, heldur fýlgja rödd hjartans af bestu vitund.
Við vomm einnig eins konar lifandi „monitorar“, sátum
yfir sjúklingum sem þurfti að fylgjast náið með, sem vom að
vakna eftir svæfingu, nýkomnir úr aðgerð, eða voru dauðvona.
Það kom fyrir að fólk dæi á sjúkrahúsinu án þess að ættingi
væri viðstaddur.
Einhvem veginn minnist ég þess ekki að það hafi verið
talað svo mikið um að sinna þyrfti andlegum þörfum sjúkl-
ingsins, en ég held að öllum hafi þótt það eðlilegt. Trúarlegar
þarfir voru ekki mikið ræddar, en nú er það komið í lög um
réttindi sjúklinga að þeim beri að sinna. Það var samþykkt
árið 1997 og minnir okkur enn frekar á að við erum að sinna
manneskju en ekki sjúkdómi eða líkamshluta.
Sjúkrahúsin eru orðin gríðarlega tæknivædd en meðal
heilbrigðisstétta og ekki síst hjúkxunarfræðinga er hjartað á
réttum stað og þeir eru vakandi fyrir þörfinni á heildrænni
umönnun, enda hjúkrun kynnt sem „hugur, hjarta og hönd“.
Það er ef til vill tímanna tákn að nýverið hóf kristilegt
félag heilbrigðisstétta námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk í
samvinnu við sjúkrahúsprestana. Þar fer fram fræðsla um
hvernig hægt er að nálgast og sinna trúarþörf sjúklings.
Er það ekki svo að eftir því sem tæknivæðingin verður
meiri verður þörfin fyrir heildræna umönnun brýnni?
Rannveig Sigurbjörnsdóttir
einiberg@love.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
89