Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 58
ráðstefnan sem félagið er í forsvari fyrir, auk þess sem félagið
sá um að halda rannsóknarráðstefnu hjúkrunarrannsakenda í
Evrópu (WENR) vorið 2000. Að þessu sinni var ráðstefnan
haldin í samvinnu félagsins og fleiri aðila. Hjúkrunarfræði-
deild Háskóla íslands, heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri
og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert með sér sam-
komulag um að standa saman að árlegri rannsóknaráðstefnu.
Þetta samkomulag var gert að frumkvæði félagsins þar sem
eðlilegt er talið að þekkingarsetur hjúkrunarfræðinga séu
formlegir aðilar að ráðstefnunni. Einnig er Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri samstarfsaðili ráðstefnunnar hér norðan
heiða. Þetta var því á margan hátt tímamótaráðstefna.
Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, setti ráðstefnuna og Elsa B. Friðfinnsdóttir,
aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, flutti ávarp. Að því loknu
söng Inga Eydal, formaður Norðausturlandsdeildar, nokkur
lög við undirleik Daníels Þorsteinssonar. Gestafyrirlesarar
voru tveir: Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjúkr-
unar á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Akraness, flutti fyrir-
lestur sem hún nefndi Samræmd hjúkrunarsb'áning - lykill að
bœttri þjónustu, kennslu og rannsóknum og sagði m.a. frá
starfi sínu við að koma á samræmdri hjúkrunarskráningu á
sjúkrahúsinu á Akranesi. Frá Minnesota kom dr. Mariah
Snyder, prófessor við hjúkrunardeild Minnesotaháskóla þar
sem hún hefur starfað síðasta aldarfjórðunginn. Þar hefur hún
verið í fararbroddi varðandi þróun doktorsnáms í hjúkrunar-
fræði, stofnun meistaranáms í öldrunarhjúkrun og myndun
þverfaglegs meistaranáms í sérhæfðum meðferðarformum
(complementary therapies). Dr. Mariah Snyder hélt fyrirlestur
um sérhæfða hjúkrunarmeðferð í fortíð, nútíð og framtíð auk
þess sem hún stýrði vinnusmiðju með hjúkrunarffæðingum
þar sem viðfangsefnið var hvemig hægt sé að tryggja gæði og
öryggi sérhæfðrar hjúkrunarmeðferðar.
Á ráðstefnunni voru auk þessara tveggja erinda kynntar
niðurstöður 20 rannsókna sem hjúkrunarfræðingar hafa unnið
undanfarin ár. Ráðstefnustjóri var Þóra Ákadóttir.
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir.
122
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 78. árg. 2002