Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 11
Hugmyndir að starfs- og siðareglum Þar sem ýmsar gerðir sérhæfðrar meðferðar hafa ekki verið rannsakaðar nægilega skal þeim sem hafa áhuga á að beita slíkum aðferðum bent á að afla sér traustra upplýsinga eða gera rannsóknir á þeim. Um þær aðferðir, sem eru ekki almennt viðurkenndar en koma ef til vill til greina innan hjúkrunar, verða að gilda einhverjar reglur. Hópur hjúkrunar- fræðinga innan Royal College of Nursing í Bretlandi, sem hafa áhuga á og veita ýmiss konar sérhæfða meðferð, hefur samið starfsreglur, nokkurs konar siðareglur, þar sem kveðið er á um hvernig hjúkrunarfræðingar, sem meðferðarformin nota, eiga að beita þeim (Buckle, 1997). Helga Jónsdóttir hefur kynnt sér þessar reglur og setti þær ffam fýrir íslenska hjúkrunarfræðinga í framsöguerindi sínu á hjúkrunarþingi í október 2000 (Helga Jónsdóttir, 2000). Þessar reglur eru að mörgu leyti hentugar íslenskum hjúkrunarfræðingum og grunnur til að byggja vinnureglur á. Hér koma tillögur að þýðingu á þeim: 1. Sérhver hjúkrunarfræðingur virðir siðareglur Félags islenskra hjúkrunarfræðinga og fýlgir settum viðmiðun- um um hjúkrun í hvivetna. 2. Hjúkrunarfræðingur skal tryggja að sérhver skjólstæð- ingur eigi þess kost að njóta sérhæfðrar meðferðar ein- göngu eða sem hluta hefðbundinnar meðferðar. 3. Tilfinningalegar, trúarlegar og menningarlegar þarfir sér- hvers einstaklings skulu virtar af hjúkrunarfræðingi sem veitir sérhæfða meðferð. 4. Allar gerðir sérhæfðrar meðferðar þurfa að njóta stuðn- ings samstarfsfólks. 5. Hjúkrunarfræðingur, sem veitir sérhæfða meðferð, fylgir jafnframt virðurkenndum stöðlum um hjúkrun. 6. Skjólstæðingur og hjúkrunarfræðingur ákveða á jafnrétt- isgrundvelli notkun meðferðar, að meðferð henti skjól- stæðingi og að skjólstæðingur sé fær um að veita henni viðtöku. Upplýst samþykki sjúklings (eða umboðsmanns hans) um að þiggja meðferð skal liggja fyrir og fylgja sjúkraskýrslu hans. 7. Notkun sérhæfðrar meðferðar skal grundvölluð á rann- sóknum eins og frekast er kostur. Þegar svo er ekki er nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingurinn geti fært rök fyrir störfum sínum. 8. Hjúkrunarfræðingur skal kenna skjólstæðingi og aðstand- endum hans að tileinka sér og nota meðferð sjálfur þegar það er mögulegt. 9. Hjúkrunarfræðingi ber skylda til að skrá árangur með- ferðar í sjúkraskýrslur eða aðrar skýrslur. 10. Sérhæfða meðferð skal meta árlega af þverfaglegu teymi. Matið skal taka mið af ávinningi skjólstæðings og ánægju með meðferðina. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera gagnrýnir í vali á nám- skeiðum þar sem sérhæfð meðferð er kennd og hafa í huga menntun leiðbeinenda og umfang námsins, fræðilegar for- sendur náms, hvernig viðfangsefnið fellur að starfsviði hjúkr- unar og opinbera viðurkenningu á námi. Kreitzer og Jensen (2000) hafa einnig skoðað hvaða reglur og ábendingar séu nauðsynlegar fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja nota sérhæfð meðferðarform og að íhuga skuli nokkur atriði áður en meðferð er beitt: Hefur meðferðin verið notuð til að hafa áhrif á einkenni eða upprunalega vandamálið? Hvað hefúr verið birt af rannsóknum um þessa meðferð? Hver er reynsla hjúkrunar- fræðings af því að nota hana? Hentar þessi meðferð þessum skjólstæðingi og gerir hann sér vonir um að meðferðin hafi áhrif? Er meðferðinni beitt af fagfólki sem hefúr tilskilda menntun til að beita henni? Til viðbótar þessu er einnig vert að benda á siðareglur sem samtök hjúkrunarfræðinga í Banda- ríkjunum, sem stunda heildræna (holistic) meðferð (American Holistic Nurses Association), hafa sett fram á heimasíðu sinni: http://www.ahna.org/about/standards.html. Nauðsynlegt er að tryggja góða skráningu þar sem fram kemur vandamál skjólstæðingsins og af hverju ákveðin með- ferð sé valin og árangur af meðferð, hver beiti henni o.s.frv. Slík skráning hefúr ekki síst þýðingu til að sýna fram á gildi meðferðarinnar og til að tryggja öryggi skjólstæðings og með- ferðaraðila. Þrátt fyrir að litið sé svo á að sérhæfð meðferðar- form séu náttúruleg og séu ekki inngrip í líkamann má ekki halda því fram að þar með hljóti þau að vera hættulaus. Flest- öll meðferðarform geta á einhvern hátt reynst skaðleg líkam- lega eða tilfinningalega sé þeim ekki beitt af kunnáttu, sér- staklega þegar um er að ræða mjög veika einstaklinga. Einnig verður að taka tillit til siðferðilegra álitamála sem upp geta komið þegar hjúkrunarfræðingur sinnir faglegu starfi sínu jafnframt því að beita sérhæfðri meðferð. Því er mjög mikil- vægt að siðareglur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga séu virtar í hvívetna og einnig er þörf á að hver stofnun, sem er tilbúin að leyfa notkun sérhæfðrar meðferðar sem hægt er að réttlæta noktun á, útbúi starfsreglur varðandi þær. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítali-háskólasjúkrahús hafa fjallað um þessi mál undanfarið og skoðað í hvaða farveg sé best að setja störf hjúkrunarfræðinga sem vilja beita fagþekkingu sinni á sérhæfðum meðferðarúrræðum. Þeir sem hafa áhuga á að lesa sér til um sérhæfða meðferð í hjúkrun er bent á tvær bækur sem koma sín úr hvorri áttinni. Sú fyrri er ffá Bandaríkjunum en það er bók Mariah Snyder og Ruth Lindquist: Complementary/Alternative Therapies in Nursing, 4. útgáfa, sem kom út 2002. Hin síðari er ffá Bretlandi, ritstjóri er Denise Rankin-Box og nefnist bókin The Nurses Handbook of Complementary Therapies, 2. útgáfa, ffá árinu 2001. í báðum þessum bókum hafa verið tekin saman hin margvíslegu meðferðarúrræði sem hjúkrunarfræðingar nota nú um stundir og sagt frá rannsóknum á þeim og hvernig hægt er að nota þau í hjúkrun. Heimildir: Anthony, H. M. (1987). Some methodological problems in the assessment of complementary therapy. Statistics in Medicine, 6, 761-771. Auðna Agústsdóttir (2000). Rannsóknir og hjúkrunarmeðferð. Framsögu- 75 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.