Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 10
 við notum áfram þá líkingu). Megineinkenni slíkra samræðna ! er tilfinningin um eflandi boðskipti milli tveggja (eða fleiri) | | manneskja sem virða persónu hver annarrar; eru í sambandi í við sjálfar sig og hver við aðra í samræðunum; finna samkennd J í tengslunum sem byggja á jafnrétti, báðir aðilar tala og hlusta; ; og finnst hlustað á sig og að hinn aðilinn heyri; báðir aðilar: eflast í samræðunum og finnst hinn aðilinn skilja sig, jafnvel i þótt um skiptar skoðanir geti verið að ræða. Ég hef haldið því fram bæði í ræðu og riti að meginverkefnið, j sem þjáning feli í sér, sé að brjóta þögnina sem umlykur flest- j ar gerðir þjáningar. Að öðlast rödd til að tjá þjáningu getur; breytt niðurbrjótandi aðstæðum í eitthvað jákvætt sem hægtj j er að vaxa af og læra. Þess vegna er það að öðlast „rödd“ nauð- j j synlegt til að komast yfir þjáningu eins og Egill Skallagríms- j son gerði forðum þegar hann missti syni sína og dóttir hans j hvatti hann til að segja frá harmi sínum í Ijóði til að komastj j upp úr þjáningunni inn í lífið aftur. Ymsir Islendingar hafaj j fetað í fótspor Egils oglsíðar deilt ljóðum sínum með okkurj j hinum og þannig gefið okkur hlutdeild í harmi sínum. j , j Ég er sammála frábærri greiningu Younger (1995) á þjáning-j unni í grein hennar „The Alienation of the Sufferer" þar sem | j hún heldur því fram að sá sem þjáist í þögn og finnur enga j J leið til að tjá þjáninguna sé hvorki fær um að finna merkingu j í þjáningunni né heldur að finna leið út úr þeirri einangrun J sem þjáningin veldur. Að þjást í einveru og þögn er oft tengt j j því að viðkomandi glati hæfileikanum til að gleðjast, sýna um- j J hyggju og elska. I rannsóknum í sálarfræði og geðsjúkdóma- j fræði er þessi mannlegi hæfileiki tengdur sálinni. Hugtök, j sem notuð hafa verið um þá miklu skemmd sem getur orðið á j einhverjum sem verður fyrir miklu ofbeldi, eru m.a. „gat á sál- j unni“ og „sálarmorð" (Justice, 1992). Þetta ofbeldi getur verið líkamleg eða kynferðisleg misnotkun á unga aldri eða átt sér stað síðar á ævinni, t.d. við nauðgun, heimilisofbeldi og of-| beldi gagnvart öldruðum. Fyrir þá sem vilja verða heilir aftur j eftir slíkar hremmingar virðist mikilvægt að brjóta þögnina. Ef: j viðkomandi getur það ekki virðist fórnarlambið einhvern veg- j inn lokast inn í þögninni með neikvæðum lífeðlisfræðilegum afleiðingum (sjá Halldórsdóttir, 1999). Eflandi samskipti f kenningu minni er efling beinlínis markmið jákvæðra sam- j skipta. Hjúkrunarfræðingurinn, eða sá sem valdið hefur, villj efla aðra með samskiptum sínum. Efling eða „empowerment" er flókið og margrætt hugtak. Gib- son (1991) heldur því fram að efling sé hugtak sem erfitt sé að skilgreina og því að mörgu leyti auðveldara að skilja það með því að segja hvað það sé ekki, t.d. að missa stjórn á lífi sínu, að finna fyrir hjálparleysi, valdaleysi, von- leysi, að vera háður öðrum, að vera kúgaður, vera j misbeitt, vera fórnarlamb og að finna fyrir ein- angrun. f Ijósi þessarar fullyrðingar Gibsonj finnst mér athyglisvert að í rannsókn minni á j skilninginum af heilbrigði (Halldórsdóttir, 2000) j j var það „að hafa stjórn á eigin lífi“ eitt megin- j stefið í upplifun af heilbrigði. Mér finnst athygl-; ! isvert að í nýlegri rannsókn minni á heimilisof-; beldi er það einmitt stjórnin á eigin lífi sem eig- j ! inmenn, sem beita heimilisofbeldi, taka meðj j valdi af eiginkonum sínum. Það byrjar smátt ogj j ef konan fær ekki rönd við reist endar það með J j algjörri kúgun, fullkomnu varnarleysi og algjöruj | raddleysi. Konan fær ekki að halda eftir neinni: j stjórn á eigin lífi, hvorki tíma sínum, peningum, j j samskiptum við aðra né nokkru öðru. Eins og ég hef þegar sagt tel ég það eitt af hlut- verkum hjúkrunarfræðinga að efla sjúklinga. Til þess að geta gert það verða hjúkrunarfræðingar j J að rannsaka hvað eflir sjúklinga í varnarleysi j j þeirra og hvað brýtur þá niður. Skilgreining mín J á eflingu ítrekar að eflingin felist í eigin skynjunj einstaklingsins á því að eflast hið innra fyrir styrkingu frá öðrum, venjulega í gegnum sam- ræður, samskipti og jákvæð tengsl. Hugmynd I mín um eflingu er að hún auki vald og stjórn ein- j staklingsins yfir sjálfum sér og aðstæðum sínum j og eyði tilfinningu um varnarleysi og að viðkom-1 andi öðlist styrka rödd. Þessi skilningur er ekki fjarri hugmyndum Peggy Chinn (1995) sem hef- j ur skilgreint eflingu sem það „þegar persónuleg- j ur styrkur, kærleikur, vald og vilji nær að blómstra í skjóli kærleika til annarra og virðing- j ar fyrir öðrum...“ Hún segir „efling krefst þess að j ! hlusta hið innra á eigin tilfinningar sem og að j hlusta vel á aðra (1995, bls. 3). Ég tek heils hugar undir þetta. j Ég lít þannig á að eflandi hjúkrunarfræðingur séj | sá sem tekur þátt í eflandi samræðum við aðra. j Litið er á að báðir aðilar séu að vaxa og þroskastj j andlega og að samskiptin séu einmitt möguleikij til að vaxa sem manneskja; allt sem er óljóst er tekið til umræðu og brú er byggð milii persóna. Hjúkrunarfræðingurinn er í góðum tengslum viðj sjálfan sig og heyrir því og sér vel. Þess vegna eru samskiptin eflandi fyrir skjólstæðinginn. j Hjúkrunarfræðingurinn er heils hugar í þessum; j samfundi við sjúklinginn jafnvel þótt hann sé; Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.