Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 41
Brautskráning nemenda úr Ijósmóöurfræöi og heiti lokaverkefna voriö 2003 Anna S. Vernharðsdóttir. Nýburagula, hlutverk Ijós- mœðra við forvarnir, mat og meðferð. Guðrún S. Ólafsdóttir. Ótti tengdur meögöngu og fœð- ingu. Halla H. Harðardóttir. Besta gjöfin. Brjóstagjöf fyrstu vikurnar. Halla Björg Lárusdóttir. Verkjastillingar i fœðingu án lyfja: Hlutverk og hugmyndafrœði ijósmœðra. Inga Vala Jónsdóttir. Að þora aö vona - Meðganga eftir missi. Kolbrún Jónsdóttir. Þvagleki á meðgöngu og eftir fœð- ingu. Málfríður S. Þórðardóttir. „Ég hefði viljaö fá meiri frœðslu." Heimildaúttekt á aðstœöum og tiðan ungra, þungaðra kvenna. Rannveig B. Ragnarsdóttir. Frœðsluþarfirverðandi feðra. Athugasemd Myndir með grein Sólveigar lllugadóttur, mynd- listar- og tónlistarkonu í Mývatnssveit prentuðust illa í síðasta tölublaði. Sólveig er beðin velvirð- ingar á þessu og birtast umræddar myndir hér með aftur. Sólveig þegar hún var viö nám í hjúkrunarfræði Fréttamolar... Geöheilsa í aöildarlöndum Evrópudeildar WHO Geðsjúkdómar hafa löngum veriö taldir fremur sjaldgæfir, óheillavæn- legir og þeir sem hafa verið veikir hafa jafnvel skammast sín fyrir að vera veikir. Nýjar upplýsingar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sýna þó að geðsjúkdómar eru mun algengari en áöur var haldið og er talið að 450 milljónir þjáist af geðröskun af einhverju tagi. Geðsjúkdómar eru þannig ein veigamesta ástæða heilsuleysis í heiminum. hverjum fjórum fjölskyldum er að minnsta kosti einn sem þjáist af geðsjúkdómi. Tíðni geðsjúkdóma eykst stöðugt, nú um stundir hrjá þeir um 12% manna en gert er ráð fýrir að um 2020 þjaki þeir um 15% manna. í Evrópu er gert ráð fyrir að einn af hverjum fimm muni þjást af þunglyndi einhvern tíma ævinnar og í heiminum öllum einn af hverjum fjórum. Lífslíkur í sumum löndunum innan Evrópudeild- arinnar hafa minnkaö um 10% vegna ástæðna sem raktar eru til streitu og aðstæðna sem orsakast af geðröskun. Þrjár milljónir manna, eða 7 af hverjum 1000, þjást af geðklofa. Innan Evrópudeildarinnar þjást 33,4 milljónir af þunglyndi á ári hverju. Mjög margir fara ekki í meöferð vegna veikinda sinna. í löndum Evrópudeild- ar WHO fá 47% af þeim sem þjást af þunglyndi ekki aðhlynningu og þeir sem þjást af geöklofa og fá ekki meðferö eru frá 36% til 45%. 10% allra barna og unglinga í löndunum þjást af geðrænum örðugleikum og þrír fjórðu þeirra fá ekki meðhöndlun. Ný heimasíöa HEN Alþjóöaheilbrigðismálastofnunin hefur opnað nýja heimasiöu, Health Evidenee Network, HEN. Tilgangurinn er að bjóða upp á áreiðanlegustu upplýsingar á sviði lýðheilsu. „Upplýsingar eru framar öllu eitt af mik- ilvægustu verkefnum Evrópudeildarinnar," segir dr. Marc Danzon, fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar. „Markmið okkar með heimasiöunni er að gefa aðildarlöndunum kost á að fá sem bestar upplýsingar til aö geta tekið ákvarðanir á sviði heilbrigöismála." HEN býður upp á áreiðanlegustu upplýsingarnar á sviði lýð- heilsumála og auðveldar að- gang að gagnabönkum, út- gefnu efni og sérfræöingum. Þá er hægt að leggja fram spurningar sem sérfræðingar svara um hin ýmsu málefni og markmiðið er að gefa „klæðskerasaum- uð" svör. Tilgangurinn með vefnum er aö upplýsa þá sem taka ákvarð- anir á sviði lýöheilsumála svo og blaða- og fréttamenn sem fjalla um heilbrigðismál sem og áhugasaman almenning. Til gamans má geta aö ritstjóri Timarits hjúkrunarfræðinga, Valgeröur Katrín Jónsdóttir, átti sæti i vinnuhópi fréttamanna sem skrifa um heilbrigöismál í löndum innan Evrópudeildar WHO þar sem ákveöið var aö fara út i þetta verk- efni. Slóðin er www.euro.who.int/hen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.