Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 32
„Allt í einu fór af stað mikil rúlletta"
Árið 1999 tók Elsa þátt í prófkjöri til Alþingiskosninga en náði
ekki þeim árangri sem hún sóttist eftir, stefndi að öðru sæti|
sem átti að verða þingmannssæti en náði því þriðja. „I skólan-1
um var þetta sumar auglýst eftir forstöðumanni eins og þaði
| hét þá en heitir deildarforseti í dag. Eg hafði þá starfað sem J
| forstöðumaður við heilbrigðisdeildina í tvö ár. Ég stóð frammi J
fyrir því að sækja um það starf og það freistaði mín sannar- j
lega. Það voru margir sem hvöttu mig til að sækja um starfið í
en eftir umhugsun mat ég það svo að það væri ef til vill hvorki J
hollt fyrir mig né nemendurna né heldur skólann að ég tæki
við á þeirri stundu. Eg hafði verið þarna nánast frá upphafi og
var hrædd um að ég væri orðin föst í einhverju gömlu fari. Það
væri því ágætt að fá nýtt fólk. Þetta tvennt ýtti á mig að fara
að gera eitthvað nýtt. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri á
Landspítalanum, bauð mér þá fræðslustjórastöðu, að leysa af
í eitt ár vegna barneignaleyfis, og ég vatt mínu kvæði í kross
og flutti suður. Þegar sú afleysing var á enda var verið að
skipta starfsemi spítalans upp í ný svið og verið að skipa svið-
stjóra í fyrsta sinn og þá var mér boðin staða sviðstjóra hjúkr-
unar á skurðlækningasviði sem ég tók fyrsta október 2000 og
þar ætlaði ég mér að vera til 1. október 2004. En þá fékk ég
boð frá heilbrigðisráðuneytinu sumarið 2001. Heilbrigðisráð-
herra bauð mér stöðu aðstoðarmanns sem ég ákvað að þiggja
og ég byrjaði í því starfi 1. ágúst 2001. Eg var því búin að
skipta ört um starf á stuttum tíma eftir að hafa verið lengi í
sama starfi, allt í einu fór af stað mikil rúlletta."
Hún er spurð hvort það hafi ekki verið lærdómsríkur tími aðj
vinna sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Hún svarar ját-|
andi og bætir við að hún telji það reyndar hafa verið ómetan-
legt fyrir ráðherra að hafa sem aðstoðarmann konu sem hafði |
mikla þekkingu á heilbrigðismálum og mikil tengsl við fólk.
„Það hefur ekkert með mína persónu að gera," bætir hún við
og segir að hún hafi fyrst og fremst verið ráðin sem pólitískur
aðstoðarmaður en hún hefði með störfum sínum áður haft
mjög gott veganesti í þetta starf. „Ég þekkti til dæmis trygg-
ingageirann mun minna og fann hvað ég var miklu betri ráð-J
gjafi fyrir ráðherra á heilbrigðisþætti starfsins en trygginga-
sviðinu. Á sama hátt og ég held að það hafi verið gott vega-
nesti inn í starf aðstoðarmanns þá er ég ekki í nokkrum vafa
að reynsla mín þar, kynni af því hvernig mál ganga fyrir sig,
hvernig undirbúningi að lagasetningu, reglugerðum og fjárlög-
um er háttað, hvaða erindi berast ráðuneytinu, læra inná enn
nýja þætti í kerfinu, hlusta á fólk sem á erindi við ráðherra og
svo framvegis, verði mjög gott veganesti í það starf að vera for-
maður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Bæði það að læra
og sjá hvernig stjórnsýslan starfar og hvaða leiðir eru færari en
aðrar til að koma málum í gegn, sem ég get nýtt hér fyrir
hjúkrunarfræðinga, og svo líka mikilvægi þess að þekkja fólk.
Það er allt annað að reka erindi, fá upplýsingar
eða hvaðeina ef maður talar við fólk sem kunn-
ingja eða bara einhvern sem maður hefur aldrei
séð, sem er einungis rödd í síma. Maður fær
öðruvísi upplýsingar og þjónustu."
„Gaman að sjá hvað skrifstofan þjónar fé-
lagsmönnum vel"
Hún er spurð hvernig henni lítist á starfið hjá fé- j
laginu. Hún segir að henni lítist sannast sagnal
betur á starfið en hún hafi þorað að vona. „Það |
er svo gaman að sjá hvað skrifstofan og starfs-
mennirnir þjóna félagsmönnum vel. Þetta er
ekki einhver einangruð skrifstofa sem vinnur í
mismiklum tengslum við umbjóðendur heldur
finnst mér mjög mikil tengsl við stóran hluta fé-
lagsmanna. Það hefur komið mér skemmtilega á
óvart. Það verður mikið um að vera á næsta ári,
þá er afmæli félagsins, hvort sem við lítum á það
sem 10 ára afmæli sameinaðs félags eða 85 ára
afmæli gamla félagsins, eða hvort tveggja. Það er
því afmælisár, það er hjúkrunarþing og það er
ráðstefna. Þetta eru helstu þættir hins faglega
hluta og svo eru lausir kjarasamningar. Næsta árj
verður því mjög annasamt og þar rekst kannski á
kjaraþáttur félagsins og hinn faglegi þáttur. Það
reynir á að láta ekki kjaraþáttinn, stéttarfélags-
þáttinn, verða yfirgnæfandi svo það gleymist
ekki að félagið er líka fagfélag. Það er mikil gerj-
un núna í heilbrigðisþjónustunni, það hefur ekki
farið fram hjá neinum að það voru ákveðin átök
í heilsugæslunni. Þar hafa hjúkrunarfræðingar
verið að eflast og þeir eru farnir að vera með
sjálfstæðara starf á margan hátt heldur en var.
Hjúkrunarfræðingum með „nurse practitioners"
nám er einnig að fjölga en við eigum eftir að
finna þeim hópi stað í kerfinu. Það er einnig
mikil fjölgun í hópi hjúkrunarfræðinga sem lok-
ið hafa meistaranámi, þar er mikil vakning hjá
fólki að bæta við sig og við þurfum að fara svolít-
ið í þá umræðu, hvert viljum við stefna með ís-
lenskt meistaranám og hvaða starfsvettvang sjá-
um við fyrir okkar meistara."
Elsa lagði stund á heilsuhagfræði við Endur-
menntunarstofnun árið 1996 en það var undan-
fari náms í rekstri og stjórnun í heilbrigðisþjón-
ustunni. Að því námi loknu tók hún við forstöðu-
mannsstarfi við heilbrigðisdeild Háskólans á Ak-
ureyri 1997 meðan Sigríður Halldórsdóttir var í
Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003