Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 26
Olga Björk Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á verkjasviði og sviði atvinnulegrar endurhæfingar Hjúkrun og starfsendur- hæfing á Reykjalundi Olga Björk Guömundsdóttir Þörfin fyrir starfsendurhæfingu fer vaxandi, einstaklingur getur þurft að bíða iengi eftir endurhæfingu eftir sjúkdóma og slys og því lengri tími sem líður þeim mun ólíklegra er að fólk nái aftur fullri starfsorku. Mikilvægt er því að geta gripið inn í sem fyrst. kyns úrræði til uppbyggingar andlega, líkamlega og félagslega. Þar er um að ræða hópfræðslu sem fer fram á Reykjalundi. Má þar nefna verkjaskóla, líkamsvitund, sjálfsvitund, fræðslu um reykinga- varnir, megrunarfræðslu, fræðslu um markmiðs- setningu, slökun og streitustjórnun. í upphafi ársins 2000 var gerður þjónustusamningur milli Tryggingastofnunar ríkisins og Reykjalundar um starfsendur- hæfingu á Reykjalundi. Markhópurinn eru einstaklingar sem eru að missa vinnu eða þurfa að leita sér að nýjum starfs- vettvangi vegna veikinda eða slysa en vilja snúa aftur til vinnu eða náms. Matsnefnd á vegum Tryggingastofnunar velur þennan markhóp eftir beiðni frá heimilislækni eða öðrum sér- fræðingum. Þáttur hjúkrunar í starfsendurhæfingu Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki við for- varnir og heilsueflingu. Mikilvægt er að hafa heildarsýn á andleg, líkamleg og félagsleg vanda- mál einstaklinga. Þar nýta hjúkrunarfræðingar menntun sína og hæfni til að greina styrkleika og veikleika einstaklinganna. í starfsendurhæfingu er lögð áhersla á þverfaglega teymis- vinnu. Slík teymisvinna í endurhæfingu almennt hefur skilað miklum árangri fyrir skjólstæðinginn þar sem heildræn nálgun er höfð að leiðarljósi með sameiginlegri ákvarðanatöku og markmiðssetningu teymisaðila. I starfi hjúkrunarfræðings er meginatriði að hvetja fólk til heilsusamlegs lífernis og sjálfs- hjálpar. Slík heilsuefling miðar að því að hvetja fólk til að stuðla að bættri heilsu sinni og hvern- ig það sjálft hefur áhrif og ber ábyrgð. í teymi starfsendurhæfingar starfa læknir, hjúkrunarfræðing- ur, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur. Einnig er samvinna við aðrar starfsstéttir, s.s. talmeinafræðing og geðlækni. Starfshlutfall hvers faghóps er mismunandi þar sem nokkrir meðlimir teymisins starfa einnig í öðrum teymum á Reykjalundi. Starfsendurhæfing er starfrækt sem dagdeild og er viðveru- tími áætlaður kl. 8-16 virka daga. Fólki utan af landi býðst að gista á Reykjalundi. Meðaldvalartími er 10 vikur. I upphafi er lögð áhersla á mikilvægi þess að skjólstæðingur leggi sig fram í meðferðinni. Við komu er metin hæfni, að- stæður og styrkleiki hvers og eins. Megináhersla í endurhæf- ingunni er á vinnueflingu þar sem vinnuþol er aukið með fræðslu og æfingum, ráðgjöf frá fagaðilum og vinnuprófun við ýmis verk. Einnig er lögð áhersla á vinnuaðlögun þar sem at- hugað er hvort hægt er að breyta vinnuumhverfi, vinnutíma eða vinnuferli. Einnig býðst aðstoð við atvinnuumsóknir og skoðun á vinnumarkaðnum. Fyrir utan ýmsa sérfræðiþjónustu og ráðgjöf eru í boði hvers Skjólstæðingar, sem koma í atvinnulega endur- hæfingu, eru misjafnlega staddir heilsufarslega og félagslega. Þess vegna er mikilvæg sú and- lega, líkamlega og félagslega forvinna sem fram fer í byrjun. Hjúkrunarfræðingur hittir alla sem koma í s.tarfsendurhæfingu. Notuð er sameiginleg sjúkraskrá þannig að sérþekking hvers fagaðila fær að njóta sín auk þess sem vinna við upplýs- ingaöflun verður markvissari. í upphafi skoðar hjúkrunarfræðingur viðhorf skjólstæðinga til eigin heilbrigðis og hvort og þá hverju hann vill breyta og styður hann síðan til að beita þeim ráðum sem hann býr sjálfur yfir. Önnur hjúkrunarviðfangsefni eru: næring og næringarvenjur, reykingar, svefn og svefnvenjur, ofnotkun verkjalyfja og langvinnir verkir. Hjúkrunin felst í mati á þessum þáttum, ráðgjöf, 24 Timarit islenskra hjukrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.