Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Side 45
er búin að sjá gífurlega fátækt í Bangladesh, skrúðgrænan gróðurinn í Jakarta í Indónesíu og vera þar á miklum flóðatímum í byrjun árs 2002, i koma til Dhakar í Senegal og fara út í svokallaða þrælaeyju sem var áður stoppistöð fyrir þræla | sem fluttir voru frá Afríku til hins vestræna | heims, koma á staði eins og Nouakchott og Ou- | agadougou í Afríku sem maður kann ekki einu i sinni að skrifa nafnið á og tekur allmargar til- raunir að læra að bera fram. | Síðan í janúar 2001 hef ég ýmist unnið sem flug- ] freyja eða hjúkrunarfræðingur. Á þessum tíma ■ hef ég meðal annars dvalist í Englandi, írlandi, ' París og Saudi-Arabíu og stoppað á ótalmörgum i stöðum - einn daginn verið í París, daginn eftir í Aþenu, næsta dag í New York og svo aftur í Aþenu svo dæmi sé tekið. Fréttir af þingi Alþjóöasamtaka hjúkrunarfræöinga, ICN, í Genf 2003 Réttur barna til nafns og þjóðernis Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, ICN, og Alþjóðasamtök Ijósmæðra, ICM, hafa hafið sameiginlega herferð tíl að skrásetja barnsfæðingar. Stór hluti barna flóttafólks og innflytjenda er ekki skráður. „Næstum tveir fimmtu barna í heiminum fæðast án þess að vera skráð. Auövelt er aö misnota óskráö börn, þau standa höllum fæti frá fæðingu þar sem engar opinberar skýrslur eru til um þau," segir Petra ten Hoope-Bender, aðalritari Alþjóðasamtaka Ijósmæðra. „70% óskráðra fæðinga eru í Afr- íku og Asíu en vandamáliö er ekki bundið við þróunarlönd og átaka- svæði," segir Judith Oulton, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga. Flóttamannafjölskyldum er hætt við að skrá ekki börn sín, fæðingar eru oft heldur ekki skráðar þegar enginn heilbrigð- isstarfsmaður er viöstaddur fæöinguna, þegar foreldrarnir eru fátækir og ólæsir og í löndum þar sem skráningarferlið er flókið. í sjöundu grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til skráningar en sáttmálinn var staðfestur 1989 í 162 löndum. Óskráð börn fá ekki aögang að heilbrigðisþjónustu, fá hvorki nafn, þjóöerni né sjálfsvitund. Þau eru berskjölduð fyrir barnasölu, vændi og eiga á hættu að verða dæmd fyrir dómstólum sem fullorðin. Skráning opnar dyr þeirra aö þjónustu samfélagsins, þau geta gift sig, kosið og eignast eigur. Starfið er í senn krefjandi, gefandi og skemmti- legt og má oft og tíðum líkja við hjúkrunarstarf- ið. Verið er að annast fólk fyrst og fremst, fólk sem hefur mismunandi bakgrunn, talar oft tungumál sem maður skilur ekki og reynir þá á að geta gert sig skiljanlegan á einhvern hátt, t.d. með látbragði, nálgast fólk á þess forsendum eins og við hjúkrunarstörfin. Eg hef fengið ómetanlegt tækifæri til að kynnast og vinna með fólki af mörgu þjóðerni, svo sem Spánverjum, Bretum, Indverjum, Túnisbúum, Aströlum, Frökkum og svo mætti lengi telja. Tel ég að það nýtist vel í starfi mínu sem hjúkrunar- fræðingur þar sem heimurinn verður sífellt minni og minni og fólk frá ólíkum menningar- heimum býr á Islandi, starfar við hlið okkar og er sjúklingarnir okkar. Ekki veit ég hvert ævintýraþráin ber mig næst, verð ég hjúkrunarfræðingurinn í háloftunum eða flugfreyjan á geðdeildinni? Það á eftir að koma í ljós. Hjúkrunarbókasafn á hjólum Eitt ár er liðið frá þvi bókasöfn fyrir hjúkrunarfræðinga voru sett á lagg- irnar fyrir starfsfólk flóttamannabúða viðs vegar um Afríku. Bókasöfn- in eru í bílum sem er ekið milli staða, alls fara 50 slíkir bílar til dreifðra samfélaga í Afriku, þar á meðal til Kenia, Swazilands, Zimbabwe, Botswana, Tanzaníu, Zambiu og Ghana. í hverju safni eru um 80 bóka- titlar auk nýjustu upplýsinga um fjölskyldu- og samfélagshjúkrun, hvernig á að koma i veg fyrir sjúkdóma, bæta lýðheilsu og fleira þess háttar. Upplýsingar til hjúkrunarfræðinga eru mjög mikilvægar á þess- um stöðum, undirstaöa gæðahjúkrunar eru góðar upplýsingar enda vinna hjúkrunarfræðingar um 80% starfa heilsugæslunnar. Hvers vegna flytja hjúkrunarfræöingar milli landa í leit aö vinnu? Ný fjölþjóöleg rannsókn á ástæöum flutninga hjúkrunarfræðinga milli ianda í leit aö vinnu sýnir að ófullnægjandi vinnuaðstæður eru helsta orsök flutninganna, bæði frá þróunarlöndum og til þeirra og milli ann- arra landa. Rannsóknin var kynnt í Genf af Alþjóöaheilbrigðismálastofn- uninni, WHO, Alþjóðasamtökum hjúkrunarfræðinga, ICN, og Royal Col- lege of Nursing í Bretlandi. Rannsóknin var gerð í Ástralíu, löndum Karíbahafsins, Ghana, írlandi, Noregi, Filippseyjum, Suður-Afriku, Bret- landi og Bandaríkjunum. Aðstæöur, svo sem léleg laun, mikið vinnuálag og ofbeldi á vinnustaðnum, eru helstu ástæöur þess að hjúkrunafræð- ingar fara úr störfum sinum í heimalöndunum. Skortur á hjúkrunarfræð- ingum víöa um heim veröur til þess aö heilbrigðisyfirvöld reyna að lokka tii sín erlenda hjúkrunarfræðinga með því að bjóða betri laun, vínnuað- stæður og möguleika á framgangi í störfum heldur en þeir eiga kost á í heimalöndunum. Ástæöur flutninganna eru því ýmist að „ýta" hjúkrun- arfræðingunum úr löndunum eða „toga" þá til sín með gylliboöum. Til að auka stöðugleika í löndunum leggja skipuleggjendur rannsóknar- innar m.a. til að laun, vinnuaöstæður og viröing hjúkrunarfræðinga aukist í heimalöndunum. Tlmarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.