Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 51
BRÉF FRÁ LESENDUM Kæru félagar „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.“ A þess- um orðum Einars Benediktssonar hóf María Pétursdóttir hjúkrunarsögu sína sem hún gaf út á eigin kostnað árið 1969. Nú standa íslenskir hjúkrunarfræðingar á tímamótum þar sem í nóv- ember á næsta ári eru 85 ár liðin frá því að félag hjúkrunarfræðinga á Islandi var stofnað og ekki ráð nema í tíma sé tekið að huga að því hvernig stéttin ætlar að halda upp á þau merku tímamót. Það kristallaðist þó í huga mér þegar ég sat í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 11. september sl. við útför Maríu að það ber skugga á sögu ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Þar stóðu tveir fé- lagsfánar, annar að baki hinum þar sem gamla félagsmerkið sem þjónað hafði hjúkrunarfræð- ingum frá 1924 bar vitni um félag hjúkrunar- fræðinga sem stofnað var árið 1919 og svo hinn fáninn sem fremra stóð með nýju félagsmerki og ártalinu 1994. Eg var aldrei félagi í gamla félag- inu því ég ákvað að standa með háskólamennt- uðum hjúkrunarfræðingum. Hins vegar var ég þess mjög meðvitaður að Hjúkrunarfélag Is- lands, eins og það hét þá, átti sér langa sögu og félagsmerkið var einstaklega fallegt og hafði ver- ið til, að mér fannst, frá upphafi vega. Eg vonaði auðvitað að ég gæti einhvern tímann borið það og haldið þannig sögu og stolti íslenskra hjúkr- unarfræðinga á lofti fyrir komandi kynslóðir. m 1994. Svarið er einfalt, undantekningarlaust segir fólk „Það hlýtur að vera einhver ágrein- 1 Æ£*'- -k ingur eða eru kannski tvö félög?“ Dettur ein- hverjum í hug að Danir muni t.d. einhvern Hrafn óli Sigurðsson tímann strika út stofnár síns hjúkrunar- félags, 1899, eða írar sem stofnuðu sitt félag sama ár og við, 1919? Eg hef líka talað við nokkra tugi hjúkrun- arfræðinga sem langflestir eru háskólamenntaðir og þeir voru sammála um að þetta væru mistök sem þyrfti að leiðrétta. Var virkilega nauðsynlegt að eyðileggja sögu íslenskra hjúkrun- arfræðinga með því að afneita tilvist 75 ára gamals félgasskap- ar sem átti sér 70 ára gamalt merki? Hvort er nú virðulegra af- mæli að halda upp á, 85 ár eða 10 ár? Að halda upp á 80 ára félagsmerki sem þjónaði íslenskum hjúkrunarfræðingum sem merki þeirra um allan heim í 70 ár eða 10 ára merki? Eg veit hvað mér finnst og kýs þar miklu heldur styrk sögunnar. Það hefur mikla þýðingu í sögu einnar stéttar að viðurkenna og fagna langri sögu sinni, halda henni á lofti og láta alla lands- menn vita af því að við séum stolt af 85 árunum okkar og 80 ára merkinu okkar. Það hefur alltaf talist styrkur manns sem viðurkennir mistök sín og sá er talinn meiri maður eftir. Eg skora á alla félagsmenn að láta í sér heyra um þetta mál! Gerum það sem RETT er og höldum upp á 85 ára afmælið okkar og 80 ára afmæli félagsmerkisins á næsta ári! Virðingarfyllst, Hrafn Oli Sigurðsson hrafnsig@landspitali.is Hugsið nú málið, kæru félagar, viljum við að mis- tök okkar, sem við gerðum árið 1994, beri ætíð vitni um ágreininginn og deilurnar sem urðu vegna menntunar- og kjaramálanna? Viljum við virkilega að þegar okkar dagur er liðinn sem þekkjum eitthvað til þeirrar sögu, þá haldi ungir hjúkrunarfræðingar að samtök þeirra hafi ekki orðið til fyrr en undir lok 20. aldar? Viljum við strika út 75 ára sögu stéttarinnar á íslandi með þessum hætti? Hvað segir þetta svo út á við? Hvað á fólk að halda sem ekki þekkir til hjúkrun- arfræðinga? Eg hef að gamni mínu spurt nokkra að því hvað þeir myndu halda um félagsskap sem var stofnaður í raun árið 1919 en flaggar árinu Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíö 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.