Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 39
Litið um öxl Hálf öld frá útskrift úr Hjúkrunarkvennaskóla íslands I september áriö 1953 útskrifuöust 10 hjúkr- unarkonur frá Hjúkrunarkvennaskóla Islands eins og skólinn hét þá. Þær voru: Björney Jóna Björnsdóttir frá Vestmannaeyjum, Hulda Gunnlaugsdóttir frá Miðneshreppi í Gull- bringusýslu, Jónína Stefánsdóttir frá Strand- höfn í Vopnafirði, Borghildur Einarsdóttir, Osi í Hörgárdal, Eyjafiröi, Ragnheiöur Hjördís Ingvarsdóttir, fædd á Patreksfiröi, Ragna Þor- leifsdóttir frá Hrísey, Gróa Sigfúsdóttir frá Ak- ureyri, Ingibjörg Ólafsdóttir frá Brautarholti á Kjalarnesi, Pálína Þuríöur Sigurjónsdóttir frá Reykjavík, Astríður Karlsdóttir, fædd aö Látr- um í Aöalvík, alin upp á Húsavík. Þær sem hófu nám í ágúst 1950 og luku námi voru Björney, Hulda, Jónína, Borghildur, Ragna, Gróa, Pálína og Ástríður, tvær stúlkur hurfu frá námi á fyrstu mánuðum, þannig að í þessum hópi (holli) vorum við aðeins 8 fyrsta árið en á öðru ári bættist Ingibjörg Olafsdóttir í hópinn, hafði lært barnahjúkrun áður í Kaupmannahöfn. Ragnheið- ur Ingvarsdóttir hóf nám í mars 1950 en tafðist og lauk því prófi með „hollinu". Afar ólíkir einstaklingar mættust í fyrstu kennslustund, námið hófst með bóklegri kennslu í tvo mánuði, misjafn v'ar undir- búningur okkar og uppeldi, má segja eins og svart og hvítt! En allar vorum við með brenn- andi þrá eftir að læra hjúkrun, sumar höfðu unn- ið á sjúkrahúsum en aðrar ekki og undirrituð hafði eiginlega ekki inn á sjúkrahús komið. Þessi tími var eins og að stíga inn í annan heim, við fengum fljótlega nasasjón af því andrúmslofti sem ríkti á Landspítalanum, lyktinni, stétta- skiptingunni, virðuleikanum og viðmóti starfs- fólks til okkar blánema! Allt þetta gerði það að verkum að við í hollinu þjöppuðum okkur saman og misjöfnuður hvarf og við lifðum í okkar eigin heimi þar sem námið var brotið til mergjar og skjólstæðingar tóku hug okkar allan. Námstíminn \'ar þrú ár, auk tólf vikna forskóla, sex fyrstu mánuðirnir voru reynslutími og var þá skorið úr um hvort nemandi væri hæfur til að stunda hjúkrunarnám. Bóklega námið fór fram á Landspítalanum en verklega námið var tengt hjúkrunarstörfum á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum þar sem nemar voru vistaðir á vegum skólans. Á þessum tíma var Sigríður Bachmann skólastjóri og Þorbjörg Jónsdóttir aðalkennari, báðar voru þær mikilhæfir og góðir kenn- arar sem höfðu mikil áhrif á nemendur, höfðu báðar lært hjúkr- unarkennslu, Þorbjörg í Bandaríkjunum og Sigríður í Englandi. Nemar bjuggu á heimavist sem var á þriðju hæð spítalans en kennslustofan var uppi í risi. Þegar litið er til baka er efst í huga mikil glaðværð meðal nema og samheldni og brennandi áhugi fyrir starfinu en margt var brallað, mörg gerðust ævintýrin sem ekki verða tíunduð hér! Afar ströng útivistarleyfi giltu, leyft var að vera úti til kl. 23.30 nema daginn fyrir frídag, þá gátum við fengið að sofa úti í bæ þar til dansiböllum var lokið! Ekki fullnægði þetta okkar þörf- um og eiginlega hafði þessi takmörkun espandi áhrif, a.m.k. á suma, og var þá oft gengið lengra en leyfilegt var og það gerði allt svo spennandi að komast fram hjá næturvaktinni óséður en næturvaktin átti að fylgjast með hvenær nemar kæmu heim og færa til bókar, stundum voru eldri nemar í því hlutverki og þá var oft auðveld innganga! Þessar reglur voru að sjálfsögðu settar með hag nemenda í huga og í takt við tíðarandann. Vinnuálag á nema var mikið. Langur vinnudagur, skipulag deilda með löngum göngum og mikilli yfirferð og margir sjúkl- ingar á hverri deild og vinnuhagræðing var ekki upp á marga fiska ef miðað er við daginn í dag. Með þessum orðum óska ég hollsystrum mínum til hamingju með áfangann. Pálina Sigurjónsdóttir Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003 Pálína Sigurjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.