Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 23
Sjálfsbjargarheimilið 30 ára nýttu sér þjálfunina höfðu búið á Sjálfsbjargar- heimilinu í 20 ár en búa nú sjálfstæðri búsetu. Meðaldvalartími íbúa þar er um 7 mánuðir en þjálfun og tímalengd er miðuð við þarfir hvers og eins. Við förum í skoðunarferð um húsið og Guðrún Erla Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri bætist í hópinn. Það vekur athygli að starfsfólk er ekki í sérstökum vinnufatnaði og Guð- rún Erla segir þá breytingu hafa átt sér stað árið 1994 þegar ýmsu var breytt í starfsemi heimilis- ins. Hún segir það skipta miklu máli fyr- Kolbrún Jóhansdóttiri ein þeirra ir íbúa því þeir hafi sem búið hefur i endurhæfingar- n .■ x -i x - ibúðinni rlestir venö mikið a sjúkrastofnunum og orðnir þreyttir á stofna- naumhverfinu. I staðinn fær starfsfólk fatapen- inga. Við göngum inn í rými sem er notað sem setustofa, en sú breyting var gerð 1998 að tvö rými voru gerð að einu og er nú aðstaða til að fá morgunmat, síðdegishressingu og kvöldhress- ingu á hverri hæð hússins og er þetta mjög ti! bóta fyrir íbúana. Guðrún Erla segir starfsfólk vinna vel saman og er góð samstaða á milli hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sérhæfðra starfsmanna og annarra starfsmanna. Guðrún Erla segir nánar frá þeim breytingum sem áttu sér stað 1994. Haustið 1993 byrjaði framkvæmdateymið að undirbúa breytingarnar með það í huga að bæta liðan íbúa og auka starfsgleði starfs- manna. Fyrst var haldinn fundur þar sem allar hugmynd- ir, sem gætu stuðlað að þessu, voru skráðar en sam- kvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið, er starfsfólkið því ánægðara sem það hefur meira að segja um starf sitt. Sumt starfsfólkið tók breytingum á vinnufyrirkomulaginu vel en aðrir vildu engar breytingar og hættu í kjölfarið. Þeir Afmælistertan i allri sinni dýrð starfsmenn, sem héldu áfram, eru í dag ánægðir með þetta fyrirkomulag. Mikil áhersla var lögð á að hafa heimilislegt um- hverfi og auka áhrif íbúa. Við þessar breytingar var hverri hæð skipt í tvo hópa, hver hópur hefur sinn hópstjóra og er hjúkr- unarfræðingur hópstjóri í öðrum hópnum en sjúkraliði í hin- um en að sjálfsögðu ber hjúkrunarfræðingurinn ábyrgð á hjúkrun í báðum hópunum. Frá starfsmönnum hafa komið margar góðar hugmyndir, til dæmis datt einum í hug að skrá og skipuleggja afþreyingu fyrir hvern og einn íbúa, svo sem Iestur bóka, ferðir í verslunarmiðstöðvar og fleira. Einu sinni á ári er haldinn starfsdagur með öllu starfsfólkinu. Nú síðast var fjallað um mikilvæg samtöl og reynt að styrkja það sem er jákvætt í starfinu. Guðrún Erla segir almennt oftar rætt um það sem er neikvætt í starfsemi fyrirtækja en það sem er já- kvætt. Þannig geta neikvæðir þættir í starfsemi fyrirtækja ver- ið aðeins lítill hluti en þrátt fyrir það er þó oft meira rætt um þau fáu prósent sem eru neikvæð. Til að leggja sem mesta á- herslu á jákvæðu þættina voru starfsmenn fyrst beðnir að velta því fyrir sér hvers vegna þeir væru að vinna það starf sem þeir voru í, hvort það væri vegna góðra vinnufélaga, góðra launa, heimilislegs vinnuumhverfis, góðrar stjórnar eða hvað það væri sem gerði vinnuna eftirsóknarverða í augum þeirra. Þá voru þeir beðnir um að láta sig dreyma um hvað gæti farið betur í stóru og smáu. Og í þriðja lagi voru þeir beðnir um að velta fyrir sér hvernig unnt væri að gera draumana að veru- leika, farið í gegnum lög og reglugerðir og velt vöngum yfir því hvernig unnt væri að breyta starfseminni á jákvæðan hátt. Hjukrunarfræðingarnir sem vinna á Sjálfsbjörg, frá vinstri: Guðrún Erla Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Þórunn Kristjánsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Þórunn Ragnarsdóttir 30 ára afmælið var 7. júlí og þá var haldin mikil hátíð. Af því tilefni voru starfsmenn heiðraðir. Af 80 manna starfsliði voru 24 heiðraðir sem höfðu unnið í 10 ár eða lengur, þar af hafa 2 starfað frá upphafi. Líklega eru fáar stofnanir sem geta státað af jafnlöngum starfsaldri starfsmanna enda mikið lagt upp úr góðri starfsmannastefnu. Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.