Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 21
Punktar úr stefnu fagdeildar Punktar úr stefnu fagdeildar hjúkrunarfræöinga á sviöi endurhæfingar í samfélaginu. Frumskylda hjúkrunarfræðings á sviði endurhæfingar er að stuðla að velferö og sjálfstæði einstaklingsins. Mikilvægt er að hjúkrun- arfræðingurinn nálgist einstaklinginn á hans eigin forsendum og að hann sé virkur þátttakandi í meðferðinni. Áhersla þarf því að vera á góð sam- skipti og samráð. Fagdeild hjúkrunarfræðinga á sviði endurhæfingar styð- ur heildarstefnu Fíh sem sett hefur verið fram. Sú stefna tekur miö af skilningi einstaklingsins og túlkun hans á lífi sínu, líkama, aðstæðum og atburðum. Sá skilningur mót- ast jafnframt af menningarlegu umhverfi einstaklingsins og lífsreynslu. Slys eða veikindi hafa oft í för meö sér breytingar á lífi einstaklings og fjölskyldu hans. Aðstoð við aðlögun að breyttum lífsháttum er því hluti af endurhæfingarhjúkrun. Hjúkrun í endurhæfingu er veitt á heildrænan hátt ogNaf faglegri þekk- ingu sem tekur mið af þörfum einstaklingsins og fjölskyldu hans í sí- breytilegu samfélagi. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á endurhæfingu er: „Endurhæfing miðar að því að skjólstæðingur nái aftur eins góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri færni og unnt er. Hún felur í sér öll þau úrræði sem miða að því að draga úr áhrifum fötlunar og þeim hindrunum sem fötlunin veldur. Hún felur jafnframt í sér þau úrræði sem gera fötluðu fólki kleift að vera virkir þjóðfélagsþegnar." í þessari skilgreiningu kemur einnig fram að endurhæfing byggist á samvinnu starfsmanna og virkri þátttöku einstaklingsins. Hjúkrunarfræðingar á sviði endurhæfingar þurfa að vera virkir þátttakendur í stefnumótun um málefni endurhæf- ingar i landinu og um leið málefni allrar heilbrigðis- þjónustu. Sá hópur, sem þarfnast endurhæfingar, er mjög breiður, með mismunandi þarfir og menningarlegan bakgrunn og veröur þjónustan ætíö að taka miö af þörfum einstak- lingsins og fjölskyldu hans. Þeim fer fjölgandi sem búa við langvinna sjúkdóma og margir lifa nú af alvarleg slys og veikindi en búa jafnframt við ævarandi heilsubrest og fötlun. Breyttar áherslur í samfélaginu (m.a. aukin atvinnuþátt- taka kvenna, breytt fjölskyldustefna, kröfur um að allir þjóöfélagsþegnar séu virkir þátttakendur í samfélaginu), hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og fjölgun þeirra sem hafa þörf fyrir endurhæfingu gerir það aö verkum að fjölga þarf úrræðum sem og efla þau úrræöi sem eru til staðar. Endurhæfing hefst fyrr en áður vegna styttri legu- tíma á bráðadeildum. Teymisvinna hinna ýmsu faghópa er nauðsynlegur þáttur í endurhæfingu bæði innan stofnunar og utan. Þannig veröur vinnan markviss og skilvirk fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Einstaklingurinn mótast af persónuleika sínum og lífs- hlaupi og verður því ekki slitinn úr samhengi við umhverfi sitt. Fjölskyldan er hluti af umhverfi einstaklingsins. Endur- hæfingarhjúkrun miöar að því að styðja fjölskylduna vegna breytinga eða röskunar á daglegu lífi sem slys eða langvinnir sjúkdómar hafa í för með sér. Endurhæfingarhjúkrun tekur mið af getu og færni ein- staklingsins og stuölar að aukinni virkni og þátttöku hans Hjúkrunarfræðingur, sem starfar að endurhæfingu, ber faglega, siðferði- lega og lagalega ábyrgð á störfum sínum. Hann viðheldur þekkingu sinni og stuölar að vexti og framgangi fræðasviðsins, t.d. með rannsóknum á líðan og afdrifum skjólstæðinga og gæðum þjónustunnar sem veitt er. Hann hvetur til gæðastjórnunar og umbótastarfs á sviði endurhæfingar og stuðlar aö auknu vægi hjúkrunar í endurhæfingu. Hjúkrunarfræðingurinn starfar í þverfaglegu teymi heilbrigðisstarfsfólks, þar sem allir vinna í sameiningu að velferð einstaklingsins í því skyni að hann fái markvissa og árangursríka meðferð sem eykur líkamlega, and- lega og félagslega færni hans og stuðlar að betra og ánægjulegra lífi. Hjúkrunarfræðingurinn vinnur með einstaklingnum og fjölskyldu hans til að koma honum út í samfélagið aftur. Upplýsingar, fræðsla og ráðgjöf eru vaxandi þáttur í störfum hjúkrunarfræöinga. Starf hjúkrunarfræðings á sviði endurhæfingar felst i að styöja einstaklinginn og fjölskyldu hans í aö laga sig að breyttum aöstæöum þannig að hann geti áfram lifað merkingarbæru lífi. Hjúkrunarfræðingurinn þróar gott meðferðarsam- band við einstaklinginn og fjölskyldu hans. Framtíðarsýn endurhæfingarhjúkrunarfræðinga Stefnt skal að því að efla hjúkrun í endurhæfingu í samstarfi við aðrar stéttir. Stööug gæðastýring og eftirlit verður að vera til staöar. Stuðla skal að því að sinna þörfum samfélagsins hverju sinni með viðeigandi úr- ræðum. Sem dæmi má nefna að byggja verður upp heimahjúkrun í takt við þær kröfur að flestir vilja vera heima sem lengst óháð sjúkleika, fötlun eða öldrun. Eðlilegt er að fyrir hendi séu formleg tengsl og sam- þætting heilsugæslu og endurhæfingarstofnana. Þetta tryggir m.a. sam- fellu í þjónustu við skjólstæðingana. Bæta þarf þverfaglegt samstarf og auka sérhæfingu og verkaskiptingu stofnana. Auka þarf möguleika á endurhæfingu, sérstaklega fyrir yngra fólk. Tryggja þarf aö einstaklingar, sem njóta þjónustunnar, séu á viðeig- andi þjónustustigi hverju sinni. Aukin endurhæfingarþjónusta er þjóð- hagslega hagkvæmur kostur og getur minnkað samfélagslegan kostnað vegna örorku og fötlunar. Auka þarf hlutverk hjúkrunarfræðinga innan endurhæfingar m.a. með markvissari teymisvinnu og aukinni heilsuefl- ingu. Slikt myndi án efa skila sér í skilvirkari þjónustu einstaklingum og samfélaginu öllu til hagsbóta. Efla þarf mat á árangri meðferðar og líðan skjólstæðinga í endurhæfingu með rannsóknum. Tryggja þarf fjármagn til símenntunar og rannsókna til aö renna stoðum undir framþróun og laða að hæft starfsfólk. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.