Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 7
RITSTJÓRAPISTILL Valgerður Katrín Jónsdóttir Hugsun úr hjólförum Fyrir nokkrum vikum kom hingað til landsins finnsk kona sem ég hef ekki séð í 11 ár. Hitti hana á sænskunámskeiði í Svíþjóð en þar var einnig önnur íslensk sem haldið hefur sambandi við þá finnsku síðan þá. Við brugðum undir okkur betri fætinum og fórum með hana hinn gullna hring túristanna, Hveragerði, Kerið, Skál- holt, Gullfoss, Geysi og Þingvöll. Veðrið skartaði sínu fegursta þó spáð hefði verið rigningu en eins og veðurfræðingar hafa margoft bent á er veðurspá SPA og það er eins með þá spá og aðrar að veruleikinn getur orðið allt annar og öðruvísi en spáin segir til um. Eg er reyndar á þeirri skoðun að allir veðurfræðingar eigi að fá fálkaorðuna bara fyrir að sinna starfi sínu því varla er hægt að finna óvinsælla starf en að vera veðurfræðingur á Islandi. En hvað um það, veð- urguðirnir voru okkur hliðhollir og meira að segja gaus Geysir. Næsta dag var svo haldið í Kringl- una, Perluna, Þjóðmenningarhúsið og Listasafn Islands að skoða verk Júlíönu Sveinsdóttur. Svona eftir á fór ég að velta fyrir mér hvað það væri hollt að fara annað slagið um landið með ferðamenn því þá er ekki laust við að maður sjái eitthvað með þeirra augum, að minnsta kosti þarf að draga fram það sem er öðruvísi hjá okkur en flestum þjóðum öðrum. I þessu sambandi minnist ég þess sem vinkona mín ein sagði mér eitt sinn. Hún var á leið til Grænlands en þann dag sem flogið skyldi var ó- fært. Hópurinn, sem hún ætlaði með var aðal- lega útlendingar og voru þeir hér veðurtepptir í einn dag. Þeim var boðið upp á skoðunarferð um Reykjavík og vinkonan fór með, svona að gamni sínu. Hún hafði ótrúlega gaman af að fara um borgina, í sundlaugarnar í Laugardal þar sem sagt var frá heita vatninu, menn stungu fingrun- um í laugarvatnið til að finna hvað það var heitt. „Það var ekki laust við að ég sæi umhverfi mitt á Valgeröur Katrín Jónsdóttir annan hátt en venjulega," sagði þessi vin- kona mín. Svona er hægt með tiltölulega lít- illi fyrirhöfn að komast út úr vanahugsun og sjá umhverfi sitt á nýjan hátt, með opnum augum, setja sig í spor ferðamanna, samanber máltækið „glöggt er gests augað“. Oft festast menn í vanahugsun og verkum og vita jafnvel ekki hvers vegna þeir hugsa eða vinna á tiltekinn hátt. Um daginn var mér sögð saga af konu sem sagaði alltaf lamba- lærið í tvennt áður en hún steikti það í ofninum. Aðspurð hvers vegna hún gerði það sagði hún að móðir hennar hefði alltaf sagað lærið í tvennt. Og er móðirin var spurð var svarið að móðir hennar hefði alltaf sagað það í tvennt. Þegar hún var svo spurð kom í Ijós að hún hefði látið saga lambalærið vegna þess að hún átti ekki nægilega stórt fat til að koma lærinu fyrir í heilu lagi! Stundum er gott að hugsa sig upp úr hjólförum. Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.