Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Qupperneq 53
STOFNANASAMNINGAR
Hjúkrunarfræðingur með átta ára starfsreynslu við hjúkr-
un raðast þremur launaflokkum hærra en við grunnröðun
Starfsreynsla við hjúkrun innan stofnunar:
Eftir tvo ár í starfi á Heilsugæslustöðinni í Borgarnési
skulu hjúkrunarfræðingar hækka um a.m.k. einn launa-
flokk
Eftir fimm ár í starfi á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi
skuiu hjúkrunarfræðingar hækka um a.m.k. einn launa-
flokk
Eftir tíu ár í starfi á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi
skulu hjúkrunarfræðingar hækka um a.m.k. einn launa-
flokk
Menntun:
Viðbótarnám í stjórnun veitir einn launaflokk
Heilsugæslunám veitir einn launaflokk
Nám í uppeldis- og kennslufræði, 15 einingar, veitir einn
launaflokk en 30 einingar veita tvo launaflokka
Annað sambærilegt nám veitir einn launaflokk
Heimilt er að raða hjúkrunarfræðingi með doktorspróf í
hjúkrun a.m.k. þremur launaflokkum ofar en ella ef nám-
ið nýtist í starfi
Viðtöl:
Viðtöl við hjúkrunarforstjóra um mat og þróun starfs og
starfsmanns. Fyrstu tvö árin á 6 mánaða fresti síðan einu
sinni á ári.
Sérstakt tímabundið álag/verkefni:
Heimilt er að gera samning við starfsmann um að taka að
sér sérstakt verkefni sem felur í sér tfmabundið álag. I
slíkum tilvikum skal gera skriflegan viðbótarsamning við
starfsmann um tímabundna hækkun launa. Samningar
sem þessir taka til tímabundinna verkefna, t.d. ákveðna
verkefnastjórnun, þátttöku í nefndum, tímabundið aukið
stjórnunarálag umfram stjórnunarskyldu. Launaviðbót,
sem byggist á tímabundnum verkefnasamningi, fellur nið-
ur við lok samningstíma án sérstakrar uppsagnar að hálfu
stofnunarinnar. Ef tímabundið verkefni hefur staðið leng-
ur en í tvö ár skal tímabundinn samningur verða ótíma-
bundinn. Um uppsögn á slfkum ráðningarkjörum gilda á-
kvæði laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins.
Fatnaður:
Fatapeningar fyrir 100% starf 30.000 kr. eða skv. starfs-
hlutfalli, skór 8.000 kr. annað hvert ár fyrir 100% starf en
þriðja hvert ár fyrir 60-80% starf. Stofnunin útvegar úlpu
með flíspeysu á 10 ára fresti til nota á vinnutíma.
mmmmmmmmm
HJÚKRUNARHEIMILIÐ SUNNUHLÍÐ
Launarammar:
B2 Almennur hjúkrunarfræðingur fyrstu 2 árin í starfi
B3 Almennur hjúkrunarfræðingur eftir 2 ár í starfi
B6 Aðstoðardeildarstjóri
B10 Deildarstjóri
Starfshlutfall 80% eða meira, 1 lfl. (á ekki við deildar-
stjóra)
Kvöld- og helgarvaktir 50% eða meira starfshlutfall af
fullu starfi, 1 lfl.
Hjúkrunarforstjóri raðast í C-ramma að teknu tilliti til
umfangs starfs og ábyrgðar (semur sér).
Menntun:
Sérnám, sérleyfi eða 20 eininga formlegt viðbótarnám,
einn launaflokkur í ramma A og B.
Meistaranám, 2 lfl. í B-ramma og 1 lfl. í C-ramma
Doktorsnám, 3 lfl. í B-ramma og 2 lfl. í C-ramma
Tryggð við stofnun:
Eftir 2 ár, 1 lfl.
Eftir 5 ár, 1 Ifl.
Þá verður sérstök áhersla lögð á að tryggja að starfsmenn,
sem eru í starfi hjá Sunnuhlíð, dragist ekki aftur úr í laun-
um samanborið við þá sem eru að hefja störf hjá heimilinu.
Einnig verður í framgangskerfinu tekið sérstakt tillit til
þeirra sem hafa 8 ára starfsaldur eða meira hjá Sunnuhlíð.
Næturvakt:
Grunnröðun fyrir næturvinnu, sem nemur 50% af fullu
starfi eða meira, er B9 en hæsta röðun fyrir næturvinnu
verður aldrei hærri en B14 hvað sem framgangi líður.
Taka skal fram í ráðningarsamningi ef um fast nætur-
vinnuhlutfall er að ræða. Þessi röðun á aðeins við þegar
einn hjúkrunarfræðingur er á vakt.
Fyrir næturvinnu, sem nemur 50% af fullu starfi, bætast
3 flokkar ofan á framgangsmat.
Fyrir næturvinnu, sem nemur 60% eða meira af fullu
starfi, bætast 4 flokkar ofan á framgangsmat.
Framgangskerfið:
Áfram skal unnið að því að framgangskerfið þróist með
hag starfsmanna og stofnunar að leiðarljósi. Framgangs-
kerfið skal endurmetið og yfirfarið árlega og hjúkrunar-
fræðingar skulu metnir árlega samkvæmt framgangskerf-
inu. I framgangskerfinu skal jafnframt tekið sérstaklega
tillit til deildarstjóra. Einnig skal taka tillit til almennra
hjúkrunarfræðinga sem ráðnir eru ótímabundið á allar
vaktir í 50% stöðugildi eða meira.
Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003